Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 76

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Síða 76
BADMINTON í þessu tölublaði íþróttablaðs- ins og nokkrum þeim næstu verður leitast við að aðstoða og leiðbeina þeim sem iðka Bad- minton, bæði byrjendur og þá sem lengra eru komnir. Atriðum, sem fjallað verður um, má skipta í eftirfarandi þætti: 1. Útbúnaður 2. Undirstöðuatriði í tækni a) hald um spaðann b) færsla á velli c) grunnhögg 3. Þjálfun a) tækniþjálfun — högg- þjálfun b) þjálfun leikaðferða — þolþjálfun 1. Útbúnaður Nauðsynlegur útbúnaður við iðkun Badmintons: spaði, boltar, skór og annar fatnaður. Spaðinn: Tvenns konar spaðar eru mest notaðir. a) Stálspaðar. Þeir eru með stálramma eða ramma úr málmblöndu, stálskafti og tréhandfangi. b) Tréspaðar. Þeir eru með tré- ramma, stálskafti og tré- handfangi. Hver og einn verður að gera upp við sig hvora gerðina hann notar. Eftirfarandi atriði er gott að hafa í huga þegar spaði er valinn: a) að handfangið falli vel í hendi b) að jafnvægið sé gott í spað- anum c) að girnið sé gott. Verð á Badmintonspöðum getur hlaupið á þúsundum og er því ástæða til að íhuga vel sitt ráð þegar spaði er keyptur. Stálspaði með gerfigirni er lík- Garðar Alfonsson skrifar lega heppilegastur fyrir byrjend- ur. Þeir fást á skaplegu verði og eru ekki mjög viðkvæmir. Boltar. Badmintonboltar eru bæði til úr gerfiefnum (nylon) og fjöðrum. Gerfiboltar eru ágætir fyrir byrj- endur, þeir eru að vísu ekki eins skemmtilegir í leik og fjaðrabolt- ar, en á móti kemur að þeir eru allt að helmingi ódýrari. Skór. Nauðsynlegt er að vanda vel til skófatnaðar. Bæði er að spyrnur eru miklar og eins að þær eru oft á hlið. Skór þurfa að falla vel að fæti, mega hvorki vera of rúmir né of þröngir. Góðir skór eru pening- anna virði. Um annan fatnað má segja að hann þarf fyrst og fremst að vera þægilegur og hindra ekki hreyf- ingar. Ágætt er í upphafi æfinga að klæðast æfingabúningi. 2. Tækni Mikilvægt er að haldið sé rétt á spaðanum. Það hald sem mest er notað kallast almennt (universal) hald. Með því er hægt að slá öll högg. Góður leikmaður þarf einnig að hafa tök á öðru haldi, svokölluðu þumalfingurshaldi. Þegar rætt erum tækni í eftir- farandi skrifum er reiknað með hægri handar leikendum. Þeir sem nota vinstri hönd snúa sér alveg öfugt, bæði hvað varðar sveiflu og fótaburð. Almenna haldið er notað til að slá öll höggn, sem eru forhand- arhögg (þ.e.a.s. þau sem eru slegin hægra megin), bæði yfir- handar- og undirhandarhögg, einnig bakhönd niðri. Haldið spaðanum í vinstri hendi eins og sést á myndinni. Ramminn snýr lóðrétt, leggið lófa hægri handar á netið, 2, dragið síðan höndina aftur að spaðanum. 3 Hægri höndin gríp- ur því næst laust um handfangið, litli fingur við aftasta hluta spað- ans og vísifingur fremst. 76
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.