Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 29
voru trúlega þeirrar skoðunar að
Brjánn, og ef til vill fleiri, hefðu
átt að fá hærri einkunn en Máni.
Þessir tveir gæðingar eru mjög
ólíkir, það sem á vantar hjá
hvorum þeirra, hefur hinn í rík-
ustum mæli. Máni fékk í upphafi
10 stiga forskot fram yfir Brján,
hann fékk 9.5 fyrir vilja og mýkt,
sem gefur til kynna því sem næst
fullkomnun í þessum efnum að
mati þess dómara, sem fór á bak
hestunum og gaf einkunn fyrir
þessi atriði. Brjánn, sem einnig
hefur mikinn vilja en harðari
lund og ekki eins þjála fékk 8,5.
Einkunn fyrir vilja og mýkt hefur
tvöfalt vægi og margfaldast því
með 10. Máni fékk 95 stig, Brjánn
85. Dæmið snerist við í einkunn
fyrir greitt tölt, Brjánn fékk ein-
um hærra hjá hverjum dómar, en
þar er vægið einfalt: Máni fékk
40,5 stig, Brjánn 45,5. Brjánn
hlaut einnig nokkru hærri eink-
unn fyrir fetgang og fegurð í reið,
Óli hreinlega stakk hinar frægu
hlaupastjörnur af. (Allar myndir
með grieninni tók GUðlaugur
Tryggvi Karlsson.)
Efstir : B-flokki, frá hægri: Hrafn á
Mána, Sigurbjörn á Brjáni og
Sámsstaða-Skjóni, sem Guðbjörg
H. Sveinsdóttir sýndi við verð-
iaunaafhendinguna.
í öðrum greinum var einkunnin
svipuð og útkoman eins og fyrr
var skrifað. í raun mega báðir vel
við una að teljast jafningjar, þar
sem báðir hafa frábæra kosti.
Mjög nálægt þeim varð þriðji
hestur, Sámsstaða-Skjóni með
8,62 (388 stig). Eigandi hans er
Árni Sigurðsson en knapi Eyjólf-
ur ísólfsson. Þegar hesturinn sást
síðar undir öðrum knapa, mátti
glöggt sjá að hann hafði notið
frábærrar stjórnar Eyjólfs fyrir
dómi.
Nýtt dómkerfi
Flestum, sem fylgjast með
29