Íþróttablaðið - 01.07.1979, Side 48
F.C. Barcelona
Þar sem stórstjörn-
urnar koma og fara
Heitasta ósk allra fram-
kvæmdastjóra atvinnu-
knattspyrnuliða er sjálfsagt
sú að eiga næga fjármuni til
þess að kaupa þá leikmenn
sem hugurinn girnist.
Fáir hafa þó slíka aðstöðu,
og verða að láta sér það
nægja að láta sig dreyma
um að setja saman sitt óska-
lið. En einn af fáum fram-
kvæmdastjórum, sem ekki
þarf að hafa áhyggjur af
peningamálum er Spánverj-
inn Nunéz, sem gegnir fram-
kvæmdastjórastörfum fyrir
FC Barcelona. Þegar hann
öðlast áhuga á að fá leik-
menn til félagsins stendur
fátt fyrir. Hann gerir tilboð
sem hvorki knattspyrnu-
maðurinn né félag hans get-
ur hafnað. I skjóli þessa
gífurlega fjármagns hefur
félagið á undanförnum ár-
um keypt til sín marga af
þekktustu knattspyrnu-
mönnum heims, og ber þar
fyrst fræga að telja Hol-
lendingana Johan Cruyff og
Johan Neeskens, svo og
Austurríkismanninn Hans
Krankl. Einu hömlurnar
sem eru á leikmannakaup-
um Nunéz eru reglur
spænska knattspyrnusam-
bandsins sem kveða á urn að
ekki megi nema tiltekinn
fjöldi útlendinga leika með
hverju og einu liði. Ef svo
væri ekki mætti teljast lík-
legt að innan vébanda FC
Barcelona væri nú saman-
safn allra frægustu leik-
manna heims.
En Nunéz er líka frægur fyrir
annað en að gera tilboð sem ekki
er unnt að hafna. Hann fer eigin
leiðir í leikmannakaupum. Tekur
lítið sem ekkert tillit til óska
þjálfara félagsins, og þaðan af
síður tekur hann tillit til áhang-
enda félagsins, sem oft eru hon-
um sárreiðir. Nunéz kemur fram
eins og sá sem valdið hefur, og
furðu oft hefur honum tekist vel
til í leikmannakaupum — það
sýnir best árangur FC Barcelona,
sem tvímælalaust er eitt þekkt-
asta og virtasta knattspyrnulið
heims um þessar mundir. Raunar
gerir Nunéz ekkert annað en að
fylgja fordæmi fyrirrennara
Neeskens fer til Cosmos
Neeskens hefur nú gert samning við bandaríska félagið New York Cos-
mos og fetar þar með í fótspor hins fræga Pele, sem staddur var í
höfuðstöðvum félagsins þegar Neeskens kom þangað til samninga.
48