Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 14

Íþróttablaðið - 01.07.1979, Blaðsíða 14
Lyftingaherbergið í íþróttamiðstöðinni. unar, saunaböð, fundarherbergi, búningsklefar fyrir íþróttavell- ina, kaffitería, o.fl. — Það gefur auga leið að það hefur orðið bylting í íþróttamál- um okkar með tilkomu þessarar stórkostlegu aðstöðu. Þetta sést m.a. vel á því að nú er handbolt- inn að koma upp, körfuboltinn er kominn í 1. deild og lyftingar hafa tekið fjörkipp, svo og sund- ið. — Húsið er í svo að segja stöð- ugri notkun og er í gangi frá kl. 7—24 á hverjum degi á veturna. Skólarnir og íþróttafélögin eru þarna stærstu aðilarnir en síðan eru almennir tímar, t.d. old boys, frúarleikfimi og síðan er nokkuð um að fyrirtæki taki salinn á leigu fyrir starfsfólkið að leika sér. Á sumrin er eðlilega meira sótt í sundlaugina og salurinn er þá minna notaður. Þó eru t.d. haldnar þar skemmtanir og ein slík var haldin þar á sjómanna- daginn síðasta og þá komu um 800 manns. Þá halda íþróttafé- lögin kabaretta til fjáröflunar- starfsemi sinnar í salnum. Sundlaugin er mjög glæsileg og í henni munu vera 560 tonn af vatni að staðaldri. Allt vatnið fer í gegnum fullkomin hreinsitæki 6 sinnum á sólarhring þannig að það ætti að standast allar kröfur um hreinlæti. Vatnið er 0.9% salt en það er sama saltmagn og mannslíkaminn inniheldur. Þetta hefur þann kost að úr svo söltu vatni er t.a.m. möguleiki að bjarga manni úr dauðadái eftir allt að 5 mínútur í stað tveggja ef vatnið er ósalt. Þá er einnig mun léttara að synda í dálítið söltu vatni. Laugin er 25X11 metrar að stærð og er því lögleg keppnislaug. Þá eru ótalin tvö sauna-böð, eitt fyrir hvort kyn. — Við erum að ráðgera að koma upp útivistarsvæði, hér fyrir framan húsið. Þar verða m.a. tveir heitir pottar og baðlaug fyrir börn. Einnig verður þar að- staða fyrir sólböð og úti-trimm og veitingasala þegar veður er gott. Einnig vonum við að unnt verði að koma upp inni-sólböðum með sóllömpum, einhvern tíma í framtíðinni. Forráðamenn hússins geta vart kvartað yfir lítilli aðsókn í íþróttamiðstöðina því að hún slær örugglega öll met hérlendis og þótt víðar væri leitað. Aðsókn að sundlauginni frá opnun til 20. júlí sl., var 302.308 manns. í íþróttahúsið komu á sama tíma 246.615 manns og eru þá bæði keppendur og áhorfendur inni í dæminu. Aðsókn á einstaka leiki í handknattleiknum var um 4—600 manns en metið er 900 manns en sá fjöldi sá landsleik íslendinga og Dana í desember 1976. Alls munu því 548.923 hafa heimsótt íþróttamiðstöðina í Framhald á bls. 82. 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Íþróttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.