Orð og tunga - 2020, Page 64
52 Orð og tunga
Hér virðist um stýrinafnhátt að ræða þar sem girnast tekur með sér
nafn háttarsetningu með ósögðu FORfrumlagi: Nafnháttarsögnin er
hér líka og FORfrumlagið samsvarar þemanu (nefnifalli sagnar inn
ar). Þágufallið guði þeim er þá andlag sagnarinnar. Dæmið í (25) er
mjög áhugavert og vert að athuga betur svipuð dæmi á eldri mál
stig um ís lensku. Dæmið er fengið úr Norsku hómilíubókinni og það
vek ur upp spurningar hvort rökliðagerðin hafi í raun og veru ver ið
svona í íslensku (hvernig svo sem við skilgreinum hana).11 Við höf um
kannað líka í ýmsum sögulegum gagnasöfnum, þ. á m. Ord bog over
det norrøne prosasprog, Ritmálssafni Orðabókar Há skól ans og forn máls
hluta Markaðrar íslenskrar málheildar í því skyni að kanna rökliðagerð
sagnarinnar á eldri stigum.12 Annars vegar höfum við beint sjónum
okkar að orðaröð, þar sem nefnifalls eða þágufallsliður fer strax á
eftir persónubeygðri sögn, en hins vegar stýrinafnháttum. Hér leggj
um við megináherslu á það síðarnefnda.
Við höfum fundið ýmis fleiri hliðstæð dæmi með stýrisögninni
girn ast með líka í nafnhætti, eða hliðstæðu umhverfi, eins og sýnt er í
(26):13
11 Þess ber einnig að geta að dæmið í (25) er túlkað á annan hátt af Wagener (2017:152).
Að hans mati er þar um enn aðra merkingu að ræða sem í nútímaíslensku er táknuð
með líkjast og hjá honum er dæmið þýtt „if he wants to be like God“ (þ.e. ‘ef hann
vill vera eins og guð’). Sögulega er talið að líka í merkingunni ‘falla við, geðjast að’
sé leitt af lo. líkur og að skrefin í þróun merkingarinnar hafi verið ‘líkjast’ > ‘hæfa’ >
‘falla við, geðjast að’ (sjá flettuna líka(1) hjá Ásgeiri Blöndal Magnússyni 1989:562).
Samkvæmt fornmálsorðabókum getur líka að fornu vissulega haft merkinguna
‘líkjast, líkja eftir’, sbr. t.d. dæmi og skýringar við sögnina líka hjá Fritzner (1896),
en þau eru þó verulega frábrugðin þeim dæmum sem hér eru til umræðu. Þá er
rétt að geta þess að eitt dæma Fritzners er mjög sambærilegt dæmi (25) og fellur hjá
honum undir merkinguna behage ‘hugna’ (lat. placere). Það sést í (26c) hér á eftir.
12 Við gerum ekki greinarmun á þessu stigi á fornnorsku og forníslensku en rétt er
að hnykkja á að helstu röksemdir okkar er bæði að finna í textum sem varðveittir
eru í íslenskum og norskum handritum.
13 Neðanmáls í útgáfu dæmis (26a) er að finna orðmyndina likia (líkja) þar sem
skrifari handritsins virðist fara línuvillt og tvíritar dæmið, í fyrra skiptið likia,
síðara skiptið lika.
Þess ber einnig að geta að hægt var að nota girna(st) sem stýrisögn með marg vís
legum sögnum í nafnhætti:
(i) a. ok girnisc hann at snuasc til guðs (Alk 127.2)
b. Tóm dyrð er þa er maðr girnisc at lofasc í goðum lutum sinum
(tilv. rit, 127.10)
c. ... at maninn girnir til uið hann at leica misserom heilom (Kgs 131.24)
d. ec scal segia þer þa luti d(rotning) er þek girnir at vita (ÓTOdd 31.19)
e. var þar kominn hestrinn, er hann hafði sua mioc girnnzk á at æiga (Elis 99.4)
f. þeir er mioc moðer verða girnaz at liggia hœgt (Streng 152.16)
tunga_22.indb 52 22.06.2020 14:03:51