Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 18

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Page 18
Ahugasamir Minni-bolta strákar. MINNI-BOLTI 9-11 ÁRA Um 30-40 strákar voru á körfu- boltaæfingu í minni-bolta undir stjórn Jóns Guðbrandssonar og Ste- fáns Arnarsonar. Að sögn Jóns er áhuginn gífurlegur í þessum aldurs- flokkum og hann sagði að keppnis- fyrirkomulagið væri í formi túrner- inga. Hann var bjartsýnn fyrir vetur- inn og sagði að innan um leyndust hetjur framtíðarinnar í kört'ubolta. 8. flokkur ásamt Nökkva Jónssyni þjálfara. 7. flokkur ásamt Júlíusi Friðrikssyni þjálfara. 7. FLOKKUR Það var skemmtileg upplifun að fylgjast með íslandsmeisturum Minni-boltans (11 ára) frá því í fyrra, sem tilheyra nú 7. flokki. Júlíus Frið- riksson sér um þjálfun flokksins og var hrein unun að fylgjast með því hvernig hann stjórnaði lærisveinum sínum. Júlíus er að þjálfa hjá Keflavík fjórða árið í röð og segist líka það mjög vel. „Þetta eru allt leikmenn framtíðarinnar og hópurinn telur um 20 manns. Jú, við ætlum okkur að verða íslandsmeistarar. Annað kem- ur ekki til greina." Það varengu líkara en maðurværi staddur á heræfingu úti í heimi því strákarnir öskruðu í tíma og ótíma, eftir bendingum Júlíusar, og einbeit- ingin skein úr augum þeirra. Þeir lögðu sig alla fram og slógu hvergi slöku við. Raddir í íþróttahúsinu hvísluðu því að íþróttablaðinu að Júlíus vareinstakur þjálfari ogeinn sá efnilegast á landinu. TVÆR ÚR TUNGUNUM?? í öllum strákaskaranum á æfingu hjá minni-boltanum sást glitta í tvær stelpur. Þær sögðust heita Helena Eyjólfsdóttir og Bryndís Gísladóttir og aðspurðar sögðust þær fá að vera með strákunum af því þær væru svo stórar. Þær æfa líka með sínum ald- ursflokki í stúlknaflokki og sögðu að það væri skemmtilegra að æfa með stelpum. „Það er skemmtilegast að spila," sögðu þær en þær fengu varla frið til þess að ræða við íþróttablaðið því strákarnir héngu utan í þeim. 8. FLOKKUR Nökkvi Jónsson, leikmaður meist- araflokks, er þjálfari 8. flokks í körfu- bolta. í þeim flokki eru 13 ára gamlir strákar. Þótt þeir hafi ekki náð að verða Islandsmeistarara í fyrra sögð- ust þeir vera staðráðnir í því að verða bestir í vetur. GÓRILLUBOLTI Það er grei n i legt að einh ver ríg- ur er á milli handboltans og körfu- boltans á Suðurnesjum því þegar íþróttablaðið fylgdist með æfingu hjá meistaraflokki karla í hand- bolta skoppaði körfubolta óvænt inn á gólfið. „Burt með þennan górilluboltal," hrópaði þáeinhver en vitanlega var það meira í gríni en alvöru. Helena Eyjólfsdóttir og Bryndís Gísladóttir. 18

x

Íþróttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.