Íþróttablaðið


Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 33

Íþróttablaðið - 01.11.1991, Síða 33
KASTUR! MAGNUS VER MAGNUSSON „STERKASTl MAÐUR HEIMSy< Af röddinni að dæma gæti hann allt eins verið guðfræðinemi við Há- skóla íslands. Hann er yfirvegaður, talar hægt og örugglega og kemur því skýrt og skilmerkilega frá sér sem hann hefur að segja. Næstum því eins og hann væri að tala úr predik- unarstóli. En aðspurður segist sterkasti maður heims ekki trúa á Guð — heldur sjálfan sig. Segist allavega ekki hafa orðið var við neinn Guð, hingað til. Maður, sem vinnur til þess „stóra" titils að vera sterkasti maður heims, hlýtur að hafa trú á sjálfum sér. í æsku var hann sagður frekar feim- inn og hlédrægur og eftir stundar- Texti: Þorgrímur Þráinsson Myndir: Gunnar Gunnarsson og Kristján Einarsson spjall virðast þeir þættir ekki hafa yfirgefið hann fyrir fullt og allt. „Ég á mínar slæmu hliðar," segir Magnús Ver. „Það leynist skap í mér en ég nota það mest á lóðin og í keppni. Menn hafa sagt um mig að ég sé góður keppnismaöur og það finnst mér hrós. I sannleika sagt næ ég oft- ast að bæta mig í keppni. Nei, ég get ekki sagt að ég hafi verið ofbeldishneigður unglingur. Þó kom það fyrir að ég lenti í slagsmál- um á sveitaböllunum ígamla daga en það var oftast vegna þess að menn viltu reyna sig við „þennan strákling" sem var farinn að fikta við lóðin. Leikar fóru yfirleitt þannig að menn fóru grátandi frá mér." Magnús segir þetta með stóískri ró og því varla hægt að efast um sann- leiksgildi orðanna. Líklega vilja fæst- ir takast á við sterkasta mann heims í VEITIR í FYRSTA SKIPTI VIÐTAL EFTIR AÐ HANN HLAUT TITILINN

x

Íþróttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íþróttablaðið
https://timarit.is/publication/1455

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.