Bændablaðið - 30.07.2020, Síða 21

Bændablaðið - 30.07.2020, Síða 21
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 21 og Vinnueftirlitið eftir atvikum. Við erum þó stundum að heyra af slysum í fréttum sem hafa ekki verið tilkynnt og á þetta við um alla, ekki bara bændur.“ Hannes segir að þegar fólk tilkynni slys fari í gang ákveðið ferli. Best sé að hringja í 112 þegar slys ber að höndum. „Þegar alvarleg slys eru tilkynnt ber að rannsaka orsakirnar. Við metum það í samráði við lögreglu og mögulega aðila á staðnum hvort við förum á slysstað og hvort vernda þurfi slysavettvanginn. Þegar þangað er komið reynum við að meta hvernig slysið átti sér stað og gerum skýrslu. Okkar hlutverk er ekki að finna blóraböggla heldur að reyna að koma í veg fyrir frekari slys sem að gæti gerst við sömu eða svipaðar aðstæður. Ef eitthvað er enn þá hættulegt þá getum við bannað vinnu eða notkun á vélum þar til úrbætur hafa verið gerðar. Alltaf er skrifuð skýrsla og teknar myndir. Við alvarleg slys eru venjulega gerðar umsagnir um vinnuslys sem er dýpri skýrsla sem gefur ákveðnar niðurstöður. Tilgangur okkar í þessu er alltaf forvarnarstarf en ekki að benda á sökudólga. Við gerum kröfur um að aðstæður séu lagfærðar og göngum eftir því.“ Nú hafa búin stækkað og bændum fækkað síðustu áratugi. Hvernig horfir staðan við þér sem eftir­ litsmanni þegar litið er til öryggismála í landbúnaði í dag? „Það hefur margt breyst. Allir sem vinna í landbúnaði þekkja það. Nútíma bændur eru vel upplýstir, vel mennt aðir og nota þá tækni sem býðst í sínum búrekstri. Þeir eru oftast með nýjustu tækni og sá tæknibúnaður er oft og tíðum nokkuð öruggur. Það koma hins vegar nýjar hættur þó þær gömlu hverfi eða minnki. Sjálfvirkni hefur aukist gríðarlega og þá skapast nýjar hættur. Grunnreglan er alltaf að útiloka hættuna ef það er mögulegt og er það ábyrgðarhluti að setja upp nýjan búnað sem uppfyllir mögulega ekki öryggisviðmið og reglur þar um.“ Hraðskreiðar dráttarvélar þarf að skoða Hefðbundnar dráttarvélar eru ekki skoðunarskyldar í dag samkvæmt lögum en fyrr á árum sá Vinnu­ eftirlitið um að fara á bæi og skoða þær. Nú er þó komið ákvæði í nýju umferðarlögin sem segir að allar dráttarvélar sem komast yfir 40 km hraða á klukkustund skuli skoða reglulega. Á sínum tíma reyndum við að sinna eftirliti með dráttarvélum í heimsóknum á bæi en það er liðin tíð í bili að minnsta kosti. Núna sér Vinnueftirlitið um að skoða liðléttinga og önnur vinnuvélaskráð tæki en obbinn af dráttarvélunum verður út undan.“ Hannes segir að fyrirtækjaeftirlit og vinnuvélaeftirlit sé tvennt ólíkt. „Ef við berum fyrirtækjaeftirlit saman við vinnuvélaeftirlit þá eru gjöld tekin fyrir hverja skoðun í því síðarnefnda. Þar af leiðandi er hægt að ráða fleiri eftirlitsmenn þar sem verkefnin eru greidd af eigendum tækjanna, þ.e. skráðum vinnuvélum eins og liðléttingum, gröfum, lyfturum og slíku. Dráttarvélin er hins vegar út undan. Það er ekkert í lögum eða reglum Umferðarstofu um að dráttarvélar skuli skoðast árlega eða reglulega að frátöldum fyrrnefndum lagabreytingum um hraðskreiðari vélar. Dráttarvél sem búið er að að setja á ámoksturstæki eða tengja tæki við með drifsköftum eða glussaslöngum, er ekki lengur dráttarvél í lagalegum skilningi Vinnueftirlitsins heldur vinnuvél. Þar af leiðandi ætti hún að vera skráð hjá Vinnueftirlitinu en er í raun skráð hjá Umferðarstofu. Vinnueftirlitið hefur skráð hjá sér, í svokallaðri skoðunarskráningu, dráttarvélar sem eru hjá verktökum. Þetta má gagnrýna og spyrja af hverju dráttarvélar hjá bændum eru ekki líka skoðaðar undir sömu formerkjum. Þeir eru í raun ekkert öðruvísi, þ.e. báðir að vinna. Því eru óskoðaðar og stundum mjög stórar dráttarvélar á ferð um vegi landsins með alls konar búnað meðferðis eða í eftirdragi. Þetta er eitt af stóru vandamálunum sem þyrfti að laga að mínu mati.“ Að mati Hannesar þyrfti sömu­ leiðis að leiðrétta undanþágu sem bændur hafa frá því að vera með réttindi á dráttarvélar heima á sínum býlum. Sú undanþága nær hins vegar ekki til annarra véla eins og liðléttinga. Í grunninn er dráttarvélin skráð hjá Umferðarstofu og þarf því bílpróf til aksturs úti á vegi en ekki vinnuvélaréttindi. „Skoðun dráttarvéla og réttindamál á dráttarvélar verður að lagfæra í kerfinu. Það er mjög áríðandi og skýtur skökku við allt annað sem er í gangi. Vinnueftirlitið hefur talað um þetta í mörg ár en málið virðist alltaf stoppa í kerfinu, hverju sem um er að kenna.“ Öflugt eftirlit er nauðsyn Í lokin berst talið að úrbótum í vinnuverndarstarfi bænda og hvaða ráð séu til að fækka slysum enn frekar í landbúnaði. Hannes telur að aðalatriðið sé virkt og gott eftirlit í bland við ráðgjöf og fræðslu. „Partur af því að koma í veg fyrir slæm slys eru upplýsingar og þjálfun en stóri parturinn er að viðhafa virkt eftirlit og lagfæra það sem ekki er í lagi. Útilokum hætturnar eins og hægt er og eflum forvarnir. Það má ekki gleyma því að Vinnueftirlitið er eftirlitsstofnun. Okkur ber að líta eftir hag þeirra sem eru að vinna, þeirra öryggi og aðstæðum. Ef ekki er hægt að gera það nema með beinum kröfum, þá verður svo að vera. Við reynum alltaf að fara mjúku leiðina, maður gerir kröfur og upplýsir í leiðinni, reynir að fá fólk með sér og klára málin án einhverrar hörku eins og með beitingu dagsekta. Það vilja allir hafa vinnuumhverfið í lagi en það er bara spurning hvernig við náum því fram. Gott eftirlit sem fylgt er eftir í samstarfi við hagsmunasamtök er það sem er árangursríkast að mínu mati. Ég geri kröfur sem ég get byggt á lögum og reglum enda mitt hlutverk en ég verð að hafa þekkingu á hlutunum. Sú þekking eflist með samtali við fólkið sem vinnur störfin. Auðvitað er mitt hlutverk líka að fræða, upplýsa og hjálpa en ég verð samt að standa í lappirnar með hagsmuni starfsmannsins að leiðarljósi ef ekki er farið eftir því sem beðið er um og ég get staðið við samkvæmt lögum og reglum. Í öllu mínu eftirliti í gegnum tíðina kem ég alltaf að því sama. Fólk sér ekki hætturnar eða það sem betur má fara. Það vill vel en sér ekki umhverfið eins og aðkominn eftirlitsmaðurinn. Það er samdauna umhverfinu eða tekur því sem sjálfsögðu. Þetta á líka við um fyrirtæki sem gera sitt besta í vinnuverndinni og sýnir mögulega hversu stutt við erum komin í hinum almenna skilningi á hugmyndafræðinni. Úrbætur þurfa ekki alltaf að kosta mikið eða mikla fyrirhöfn en auðvitað verður að bregðast við þegar þörf er á, öllum til hagsbóta. Þess vegna segi ég: það þarf gott eftirlit með vinnustöðum landsins en á hliðarlínunni þarf að vera góð upplýsingagjöf og fræðsla,“ segir Hannes Snorrason. „Partur af því að koma í veg fyrir slæm slys eru upplýsingar og þjálfun en stóri parturinn er að viðhafa virkt eftirlit og lagfæra það sem ekki er í lagi,“ segir Hannes Snorrason. Áhættumat í fyrirtækjum og hjá bændum Með tilkomu reglugerðar frá 2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum er öllum atvinnurekendum skylt að gera skriflega áætlun um öryggi og heilbrigði sem inniheldur skriflegt áhættumat starfa. Í grófum dráttum gengur áhættumatið út á að greina hættur í vinnuumhverfinu, skrá þær niður og meta áhætturnar sem þeim fylgja. Síðan er gerð áætlun þar sem úrbætur eru ákveðnar og tímasettar og þeim forgangsraðað eftir áhættustigi. Hannes segir að sárafáir bændur séu með áhættumat og þurfi að taka sig á við gerð þess. Slíkt eigi líka við um mörg fyrirtæki. „Það eiga allir að gera áhættumat sem er lagaleg skylda, hvort sem þú ert einn að vinna eða með fleirum. Ef þú ert með menn í vinnu berð þú að sjálfsögðu ábyrgð á þeim og þér ber að gera áhættumat fyrir starfsemina. Áhættumatið er formleg leið að fara yfir vinnuumhverfið og er í raun og veru einfalt að framkvæma. Það eru til alls kyns gátlistar, vinnuumhverfisvísar og aðrar upplýsingar til að hjálpa manni við þetta. Áhættumatið er unnið þannig að maður fer skipulega yfir vinnuumhverfið með starfsmönnum og gerir það skriflega. Útbýr úrbótaáætlun og lagar það sem þarf að laga. Niðurstöður í lokin sýna hvað er viðvarandi en út úr því geta orðið til vinnu­ eða verklagsreglur. Í fullkomnum heimi þyrfti ekkert vinnueftirlit því allir gerðu svo gott áhættumat og færu svo vel eftir því. Þegar talað er um áhættu þá er ekki verið að tala um slysahættur eingöngu heldur allt vinnuumhverfið. Líkamsbeiting, aðstaða, hitastig, loftræsting og lýsing sem og sálfélagslegar aðstæður skipta máli. Það eru líklega sárafáir bændur sem eru með áhættumat í fullkomnu lagi miðað við þær kröfur sem eru gerðar til þess. Að því sögðu þá á það líka við um fyrirtækin í landinu. Ég hef aldrei komið inn í fyrirtæki þar sem áhættumatið er það gott að það þurfi ekki að bæta úr eða lagfæra. Þetta er aldrei búið og þarf stöðugt að vera í endurskoðun.“ Bændur sem vilja gera áhættumat geta nálgast gögn á vef Vinnueftirlitsins og einnig fyllt út rafrænt áhættumat, Oira, sem er að finna á vef BÍ, bondi.is og á vef Vinnueftirlitsins. Austurvegi 69 800 Selfoss 480 0400 jotunn.is jotunn@jotunn.isLANDBÚNAÐARDEILD AFLVÉLA PRONAR PDF 340 (C) Framsláttuvél - Vinnslubreidd: 3,4m með knosara 2.575.000 án vsk. án knosara 1.997.000 án vsk. PRONAR PDT 340 Miðjuhengd sláttuvél. Vinnslubreidd: 3,4m Kr. 1.615.000 án vsk. PRONAR PDD 830 Sláttuvél (fiðrildi) Vinnslubreidd: 2x3m Kr. 3.115.000 án vsk. PRONAR PWP 530 4 stjörnu snúningsvél, lyftutengd. Vinnslubreidd: 5,3m Kr. 1.225.000 án vsk. PRONAR ZKP 420 Einnar stjörnu rakstrarvél. Lyftutengd. Vinnslubreidd: 4,0-4,5m Kr. 875.000 án vsk. PRONAR ZKP 800 Miðjuvél Vinnslubreidd: 7-8m Kr. 3.369.000 án vsk. PRONAR PWP 770 6 stjörnu snúningsvél. Vinnslubreidd: 7,7m Kr. 1.665.000 án vsk. PRONAR PDT 300 Miðjuhengd sláttuvél Vinnslubreidd: 3,0m Kr. 1.495.000 án vsk. *U pp lýs ing ar va rð an di sk ilm ála ve itt ar hj á A flv élu m . 3636 mánaðaverksmiðju ábyrgð* Alvöru heyvinnutæki Þökkum frábærar móttökur! Það borgar sig aldrei að loka augun- um fyrir vandanum ef öryggis málin eru ekki í lagi. Úrbætur þurfa ekki að kosta mikið eða mikla fyrirhöfn. Mynd / Steini D.

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.