Bændablaðið - 30.07.2020, Side 29

Bændablaðið - 30.07.2020, Side 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 30. júlí 2020 29 Að duga eða drepast lýsir lífshlaupi Bjarna Jónassonar, flugmanns og útvarpsstjóra í Vestmannaeyjum. Bjarni hefur marga fjöruna sopið, jafnvel í orðsins fyllstu merkingu, þegar hann synti til lands við Ingólfshöfða til að hitta konu sína í Öræfum. Hann var sjómaður, vélstjóri og skipstjóri í tíu ár, verkamaður, tækjastjóri og verkstjóri í fiskvinnslu í önnur tíu og svo stofnandi Eyjaflugs og flugmaður í tíu ár. Síðan framkvæmdastjóri hjá Heimaey kertaverksmiðju og stofnandi ÚV FM104. Ekki hefur Bjarni alltaf farið troðnar slóðir, en í bók hans kemur líka fram saga venjulegs fólks í sjávarþorpi og saga þjóðarinnar á umbrotatímum á sjó og í landi. Hann minnist á sænsku bátana sem lögðust á hliðina og sukku og lýsir eldgosi á Heimaey og flugrekstri í óðaverðbólgu. Einnig segir hann hreinskilnislega frá fráfalli sona, sigrum og ósigrum, mönnum og málefnum. Að duga eða drepast LÍFSHLAUP BJARNA JÓNASSONAR Þeir sem hafa áhuga á að eignast bókina vinsamlega hafið samband: Símar: 481 1534 / 697 5242 / netfang: uvfm@internet.is Bókin send heim, árituð ef óskað er. búkolla Er hættulEgri En þú hEldur Mörg slys í landbúnaði tengjast meðhöndlun með stórgripi. Það er nauðsynlegt að þekkja viðbrögð skepna við ólíkar aðstæður og taka tilllit til þeirra. Gætum varúðar og förum rétt að dýrunum. Er þitt bú öruggur og góður vinnustaður? PO RT h ön nu n Kynntu þér leiðbeiningaefni um öryggi og vinnuvernd í landbúnaði á bondi.is Uppfyllir staðalinn EN 20471 og EN 343 Stærðir: S-3XL Efni: 190gr PU/pólýester Verð: kr. 7.900,- Verð: kr. 4.500,- KH Vinnuföt • Nethyl 2a • 110 Reykjavík • Sími: 577 1000 • info@khvinnufot.is • www.khvinnufot.is Regnjakki og smekkbuxur í sýnileika. Efnið er teygjanlegt sem auðveldar hreyngu. Jakkinn er með hettu, vösum og stillanlegri teygju í mitti. Regnsett Vetrarsól er umboðsaðili Sláttuvélar & sláttuorf Snjóblásarar Askalind 4 | Kópavogi | Sími 564 1864 | vetrarsol.is Gulltryggð gæði 40 ár á Íslandi Sláttutraktorar Bænda bbl.is Facebook Íslandsmeistaramótið í hrútadómum haldið sunnudaginn 16. ágúst: Þaulreyndir og óvanir þuklarar etja kappi Íslandsmeistaramótið í hrúta­ dómum verður haldið sunnu­ daginn 16. ágúst og hefst kl. 14.00 í Sævangi við Steingrímsfjörð. Jafnan er góð þátttaka í hrúta­ dómunum, bæði í flokki þaulreyndra hrútadómara og líka í flokki óvanra þuklara. Þessi furðulega íþróttagrein hefur smám saman náð almennri hylli landans síðan Sauðfjársetrið hóf að halda mótið árið 2003. Að venju verður kjötsúpa á boð ­ stólum og kaffihlaðborð allan lið­ langan daginn. Fólk er beðið að fylgjast með Facebook­síðu Sauð­ fjársetursins ef einhverjar breytingar yrðu á hrútaþuklinu þetta árið. Hrútadómarnir sjálfir fara þannig fram að ráðunautur fer fyrir dóm­ nefnd sem metur fjóra íturvaxna hrúta með nútíma tækjum og tólum og raðar þeim í gæðaröð fyrirfram. Síðan reyna keppendur sig við matið á hrútunum með hendur og hyggju­ vit að vopni og reyna að komast að sömu niðurstöðu og dómararnir. Þeir óvönu láta duga að raða hrútunum í sæti frá eitt til fjögur og færa rök fyrir máli sínu. Þeir vönu gefa hins vegar hrútunum stig fyrir einstaka þætti eins og t.d. bakbreidd, útlit og samræmi og fara þá eftir stigakerfi sem bændur gjörþekkja. Fræknir þuklarar fyrri ára Á síðasta ári sigraði Jón Þór Guð­ munds son frá Galtarholti í Hvalfjarðar­ sveit, í öðru sæti var Stranda maðurinn Sigmundur Sigurðsson frá Lyngási í Kollafirði og í þriðja sæti varð Bjarni Hermannsson á Leiðólfsstöðum í Dölum. Einungis einu sinni hefur kona sigrað í hrútaþuklinu, Hadda Borg Björnsdóttir frá Þorpum við Steingrímsfjörð árið 2016. Hið árlega líflambahappdrætti í tengslum við keppnina fer fram og geta allir keypt miða með því að hafa samband í skilaboðum á Facebook­ síðu Sauðfjársetursins eða við Ester í síma 693­3474. Þrjár sýningar í gangi Á Sauðfjársetrinu eru nú uppi þrjár sér­ sýningar, fyrir utan fastasýningu safns­ ins, sem ber yfirskriftina Sveitafólk og sauðfé á Ströndum. Á lista sviðinu er sýningin Álagablettir, í sérsýningar­ herbergi er sögusýningin Sumardvöl í sveit og í kaffistofunni er myndasýn­ ingin Lífið fyrir umbreytinguna en á henni eru myndir úr Árneshreppi sem ljósmyndarinn Yrsa Roca Fannberg á heiðurinn af. Sauðfjársetrið og veitingastofan Kaffi Kind er opið alla daga milli 10–18 yfir sumarið. Allar upplýsingar á Facebook­síðu Sauðfjársetursins. /Fréttatilkynning

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.