Morgunblaðið - 12.03.2020, Side 34

Morgunblaðið - 12.03.2020, Side 34
34 FRÉTTIRFormúla-1 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. MARS 2020 því að segja að það væri veikleika- merki að skaka vopnin með þeim hætti sem hann gerði. „Eina raunverulega keppnin sem hann hefur fengið síðustu árin er frá liðsfélaga sínum,“ segir Ver- stappen. „Bíll þeirra hefur verið um of drottnandi vertíðina út í gegn til að aðrir gætu gert eitthvað við því. Það hefur verið nokkuð óþægileg og mér finnst við ekki hafa getað sett hann í álagspróf. Ég er orðinn volgur og ólmur í að takast á við hann og hann veit af því. Liðið allt er áfram um að standa sig vel og velgja þeim [Mercedes] verulega undir uggum. Hafi maður ekki eld- móð til þess er eins gott bara að sitja heima.“ Gamall refur glottir Við þróunarakstur í aðdraganda keppnistíðarinnar birtust bílar Mercedes með tveggja öxla stýri (DAS) við hefðbundinn skarkala keppinauta þeirra í bílskúrarein- inni. Með því útspili vonast liðið til að standa betur að vígi er það freistar þess að vinna heimsmeist- aratign bílsmiða sjöunda árið í röð. Keppnisstjóri formúlunnar, Ross Brawn, gamall refur þegar bíltækni er annars vegar, sagði útspil Merce- des „klassískt fyrir Formúlu-1“. Brawn stýrði á sínum tíma Benetton og Ferrari til fjölda titla og síðan með eigin liði árið 2009. Hann segir að gera megi ráð fyrir formlegum mót- mælum gegn nýrri tækni Mercedes í fyrsta móti og að búnaðurinn verði bannaður á næsta ári. „Ég hef verið þátttakandi í fullt af rifrildismálum um dagana. Nú horfi ég á þræturnar með glotti,“ segir hann. Brawn segir að Hamilton verði áfram sá sem leggja verði að velli ætli aðrir ökumenn sér titilinn. Þeirri skoðun deilir fyrrverandi heims- meistari, Damon Hill, sem líkir stöðu landa síns í Formúlu-1 við ríki Roger Federer í tennisíþróttinni. „Hann kemst aftur og aftur fremst í fylkingu,“ segir Hill. „Til þess þarf óhemju hæfileika en ekki þó bara það. Hann hefur ræktað þá, beitt þeim, ekki sóað þeim í óþarfa. Hann er undur,“ bætti landi Hamiltons við. Titil ökumanna hefur Hamilton unnið sex sinnum (2008, 2014, 2015, 2017, 2018 og 2019) og hampi hann honum á ný undir árslok jafnar hann metin við Schumacher. Blasir þá við að stökkva inn í ókannaðar lendur til frekari sigra og mögulega áttunda titlsins. Hvað sem öðru líður gæti árið 2020 allt eins markað upphaf drottnunarskeiðs. AFP Á fullri ferð Franski ökuþórinn Romain Grosjean, sem ekur fyrir Haas, á fullri ferð á æfingu á Circuit de Catalunya í Barcelona fyrr á þessu ári. 25 24 26 10 Daniil Kvyat (Rússland) Pierre Gasly (Frakkland ) AlphaTaur i 30 21 11 18 Sergio Perez (Mexíkó) Racing Po int Lance Stroll (Kanada) HACKETT Claro Heimild: Formula1.com Aldur Númer ökum anns Lið og ökum enn 2020 32 22 5 1 6 Sebastian Vettel (Þýskalan d) Ferrar i Charles Leclerc (Mónakó ) 23 303 Daniel Ricciardo (Ástra lía) 31Esteban Ocon (Frakkland ) Renault 22 23 33 23 Red Bul l Max Verstappen (Hol l.) Alexander Albon (Taíland) 33 27 8 20 Haas Romain Grosjean (Frakk l.) Kevin Magnussen (Da n.) splunk > Klipsch 20 2555 4 McLaren Carlos Sainz Jr (Spánn ) Lando Norris (Bretland ) 35 30 Mercedes Lewis Hamilton (Bre tl.) 44 77 Valtteri Bottas (Finnland ) 40 26 7 99 Kimi Räikkönen (Fin. ) Antonio Giovinazzi (Ítalí a) Alfa Rome o 24 22 6 63 Wil l iams Nicholas Latifi (Kanada) George Russell (Bretlan d) AFP Mörg handtök Það eru mörg handtökin við undirbúning fyrir kappakstur. Hér bjástra starfsmenn McLaren-liðsins við vélarhluta í Melbourne. Flatahrauni 7 | 220 Hafnarfirði | Sími 565 1090 | www.bjb.is Fékk bíllinn ekki skoðun? Aktu áhyggjulaus í burt á nýskoðuðum bíl Sameinuð gæði BJB-Mótorstilling þjónustar flesta þætti endurskoðunar anngjörnu verði og að ki förum við með bílinn n í endurskoðun, þér kostnaðarlausu. á s au þin að ALLT Í FERMINGAR- VEISLUNA Smiðjuvegi 9 • 200 Kópavogur • s. 567 9911 • www.alltikoku.is SKOÐAÐU ÚRVALIÐ Á ALLTIKOKU.IS Frábært úrval af fermingarstyttum sykurskreytingum servíettum – löberum Sjón er sögu ríkari, kíktu við ! Yfir 12.000 vörunúmer

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.