Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 9
-7-
AFBRIGÐI
Jón Guðmundsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins
og
Sigurgeir ólafsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins
INNGANGUR
Skipulegar tilraunir með mismunandi kartöfluafbrigði hófust um síðustu
aldamót og hefur verið haldið áfram nær óslitið síðan. Það hafa verið reynd
a.m.k. um 400-600 afbrigði, en sárafá hafa náð slíkri hylli að verða ræktuð
í einhverjum mæli. Má segja, að aðeins eitt afbrigði af þeim, sem flutt hafa
verið inn í landið, hafi "slegið í gegn", en það er afbrigðið Gullauga. Mest
ræktaða afbrigðið nú er Rauðar íslenskar, en það er gamalt íslenskt afbrigði
og hefur aldrei virst sérlega uppskerumikið í tilraunum. Hins vegar er það
talið bragðgott, en sá eiginleiki hefur minna verið athugaður en uppskeru-
magnið. Annar kostur Rauðra íslenskra er, að það þolir allvel óblíða méðferð
og hefur sá kostur orðið þýðingarmeiri á tímum vélvæðingar. Þessi kostur
þeirra kemur hins vegar ekki fram í afbrigðatilraunum, sem undantekningalaust
hafa verið gerðar með handverkfærum einum saman.
Hér á eftir eru dregnar fram helstu niðurstöður afbrigðatilrauna á þess-
ari öld. Tölfræðilegu mati hefur aðeins verið beitt á hluta tilraunanna, og
því er oft erfitt að meta, hvort um marktækan uppskerumun er að ræða. Því
hefur sá kostur verið valinn, að taka mest tillit til innbyrðis afkastagetu
afbrigða og þá gjarnan yfir fleiri ár.
Ljóst er, að ekki verður hér sagt frá öllum afbrigðatilraunum, sem gerðar
hafa verið hér á landi. Tilraunir voru t.d. gerðar á ísafirði 1908-1918 með
kartöfluafbrigði, sem ekki er getið um hér á eftir og eflaust hafa einstakling-
ar oft verið með einhverja tilraunastarfsemi. Þar sem nær ekkert hefur verið
birt á prenti af niðurstöðum slíkra tilrauna, er örðugt að telja þær með.
Líta ber á frásögn af tilraunum fyrri áratuga sem sögulegt yfirlit, frekar
en að bein not megi af þeim hafa. Hávaðinn af kartöfluafbrigðunum hefur
jafnóðum gengið fyrir ætternisstapa. Þótt menn vilji e.t.v. komast yfir eitt-