Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 63
-61-
Áburðartilraunir
Tilraunin á vegum tilraunastöðvarinnar á Möðruvöllum var árið 1973 gerð
að Áshóli í Grýtubakkahreppi. Hún var með öðru sniði en Sámsstaðatilraunin,
því að þar voru könnuð áhrif meira og minna köfnunarefnis á gæði kartaflnanna.
Niðurstöður þessarar tilraunar eru sýndar í töflu 4.
4. tafla. Áhrif áburðar á bragðgæði kartaflna.
Áshóll, Grýtubakkahreppi, S.-Þing.
Uppskera hkg/ha
Þe % Alls Söluh. bragð einkunn
Bintje a. Jafngildi 1600 kg garðáb. 16,1 306 277 4,8
b. " 1600 " " - 100 N 17,2 268 238 5,2
c. " 1600 " " + 100 N 17,3 313 279 4,5
Gullauga a. Jafngildi 1600 kg garðáb. 18,5 258 229 5,0
b. " 1600 " " - 100 N 18,4 191 156 7,8
c. 1600 " " + 100 N 17,2 272 234 6,1
Sett niður 29.5. Tekið upp 25.9. Grös voru þá að mestu fallin
Bragðeinkunn: 0-10 = óætt - mjög gott
7 einkunnarflokkar prófaðir.
Árið 1974 er breytt um fyrirkomulag tilraunarinnar í Eyjafirði, annars
vegar var reynt vaxandi magn garðáburðar ásamt tvenns konar áburðardreifingu,
og hins vegar voru könnuð áhrif kalks og magnesíum. Þessar niðurstöður eru
sýndar í töflum 5 og 6.
5. tafla. Kalk og Mg á kartöflur, (Helga), Brautarhóll, Svalbarðsströnd,
Suður-Þingeyj arsýslu.
Áburður 14:18:18 (14:7,9:14,9) Kartöflur hkg/ha
Alls Söluhæfar
a. 3000 347,6 334,4
b. 3000 + 500 kg kalk 371,9 351,6
c. 3000 + 1200 kg MgSO^ 391,4 374,2
d. 3000 + 1200 MgSO^ + 500 kg kalk 410,2 394,6
Mt. 380,3 363,7
Kartöflur í landi umhverfis tilraunina, fengu svipaðan áburð og a-liður,
en þar var spretta um 250 hkg/ha. Sett niður 28.5, tekið upp 17.9.