Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 36

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 36
Ræktun útsæðis -34- 2. Tillögur til brey;tinga á fyrirkomulagi stofnræktar. Vegna þýðingar útsæðisins fyrir kartöfluræktina í heild, verður ræktun þess og sala að vera undir ströngu opinberu eftirliti. Ef ekkert eftirlit er haft með ræktun og sölu útsæðis, er hætta á, að nýir skaðvaldar berist út með útsæðinu, og að almenn aukning verði í tíðni þeirra sjúkdóma, þar sem smit berst með útsæðinu. Einnig er hætta á því, að afbrigði blandist öðrum afbrigðum. Þar sem breytileikinn er mikill innan afbrigðis, er einnig hætta á, að bestu einstaklingarnir fái ekki að njóta sín, og þannig fáist ekki það uppskerumagn og þau gæði, sem hægt er að fá út út afbrigðinu. Sú stofnrækt, sem framkvæmd hefur verið í umsjá Grænmetisverslunar land- búnaðarins og undir eftirliti.: sárfræðings hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins er spor í rétta átt og hefur gefið útsæði, sem menn yfirleitt hafa verið ánægðir með. Hins vegar er ljóst, að þetta útsæði uppfyllir ekki þær kröfur^sanþaðskyldi og má þar nefna útbreitt vírus- og stöngulsýkissmit og einnig tilfelli af blöðru- kláða og Phomarotnun. Það er brýn þörf á, að komið verði á heildarskipulagi á ræktun og sölu útsæðis í landinu, svo ávallt sá til útsæði af fyrsta flokks gæðum, ekki síst fyrir þá, sem vilja hefja kartöfluraskt í nýju landi eða þá, sem vilja hafa sáðskipti. Þar sem það mun taka tíma að byggja upp endanlega það skipulag, sem telja má tryggast, er einnig nauðs^mlegt, að settar verði reglur til bráðabirgða, sem hægt verði að framfylgja strax og sem ætla megi að leiði til bættra gæða útsæðis. A. Tillaga að bráðabirgðafyrirkomulagi stofnræktar. a) Nokkrum mönnum verði falið að koma upp heilbrigðum stofnum af hverju afbrigðanna: Rauðum íslenskum, Gullauga, Helgu og Bintje. Tilgangur þessarar stofnræktar skal vera að koma hrukkutíglaveiki, stöngulsýki, blöðrukláða, Fusarium- og Phoma-rotnun í algjört lágmark. Þessu verður reynt að ná með sterku úrvali og sótthreinsun með eiturefnum samkvæmt reglum, sem Rannsóknastofn- un landbúnaðarins gefur út. Ef vel tekst til, geta þessir stofnar myndað A-stofninn. b) Rannsóknastofnun landbúnaðarins skal koma upp stiklingastofnum af afbrigðunum: Rauðum íslenskum, Gullauga, Helgu og Bintje. Stofnar þessir skulu byggðir á stiklingafjölgun plantna, sem lausar eru við hrukkutíglaveiki, og á þann hátt ættu’að fást stofnar, sem að mestu eru lausif við hrukkutíglaveiki, bakteríu- og sveppasmit. Ef þetta tekst, skulu þessir stofnar mynda A-stofninn, svo framarlega sem uppskerumagn þeirra er sambærilegt við það, sem almennt fæst.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.