Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 65
-63-
NOTKUN PLASTS.
Magnús öskarsson, Bændaskólinn Hvanneyri
og
Þorsteinn Tómasson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
I. TILRAUNIR MEÐ PLASTÞEKJU YFIR KARTÖFLUR.
Á síðari árum hefur notkun á plastyfirbreiðslu í kartöflurækt aukist mjög.
Notkun á plasti er þó enn takmörkuð við heimilisræktun, þó vitað sé, að tilraun
hafi verið gerð til notkunar á plastyfirbreiðslu í stærri stíl í Þykkvabæ.
Þegar glært plast er notað, er algengast að gróðursetja í beð, úða ill-
gresiseyði, þar sem hætta er á arfa, og breiða plastdúkinn yfir. Vanalega er
plastdúkurinn látinn vera á beðinu allt sumarið, en gerð göt fyrir grösin upp
úr miðjum júní. Einnig er algengt að svipta plastinu af beðinu í júnílok og má
þá nota sama plastið árið eftir eða e.t.v. fleiri ár.
Þegar svart plast er notað, er plastið lagt á beðið fyrir gróðursetningu og
gróðursett í gegn um göt á plastinu. Svart plast hindrar sprettu illgresis
og þarf því ekki að úða.
Ahrif plastyfirbreiðslu á hita í jarðveginum voru mæld á árunum 1968-1970 á
tilraunastöðinni að Korpu og eru niðurstöður sýndar í 1. töflu.
1. tafla. Áhrif plastyfirbreiðslu á meðalhita á 10 cm dýpi (Sturla Friðriksson
1968, 1969, 1970).
1968 1969 1970
0 svart glært 0 svart glært 0 svart glært
júní 8,8 9,3 11,7 9,4 10,1 12,o’ 9,8 10,9 13,9
júlí 11,4 11,3 12,0 9,4 10,7 10,4 9,7 11,4 12,1
ágúst 10,1 10,1 10,1 10,4 10,8 10,8 9,7 9,8 10,5
september 9,1 8,7 9,6 7,5 7,7 8,3 6,2 6,5 6,5
meðalh. 9,8 9,8 10,8 9,2 9,8 10,4 8,5 9,4 10,7
Á töflunni má sjá, að svart plast hefur lítil áhrif á jarðvegshitann.
Undir glæra plastinu er meðalhiti yfir allt vaxtarskeiðið um einni gráðu hærri
en undir svarta plastinu og án plasts. 1 júnímánuði er hitinn tveimur til
þremur gráðum hærri. Munurinn minnkar eftir því sem líður á vaxtarskeiðið, þar
sem kartöflugrasið nær að skyggja meir á jörðina.