Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 29

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 29
-27- RÆKTUN ÖTSÆÐIS. Ölafur Geir Vagnsson, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar, og Sigurgeir ölafsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins. INNGANGUR. 1 þessum kafla verður fjallað um ræktun kartaflna, þar sem tilgangurinn með ræktuninni er að selja uppskeruna til útsæðis. Slík ræktun hefur átt sér stað um alllangt skeið hér á landi og gengur undir nafninu stofnrækt. í flestum löndum, þar sem kartöflurækt skiptir einhverju verulegu máli, þykir ræktun á heilbrigðu og hreinkynjuðu útsæði undir opinberu eftirliti, vera ein mikilvæg- asta undirstaða fyrir gæði kartöfluframleiðslunnar í þessum löndum. Hér verður fyrst sagt frá nokkrum tilraunum, er snerta ýmsa eiginleika útsæðis og síðan sagt frá stofnræktinni og komið með tillögur að bráðabirgða- og framtíðarskipu- lagi hennar. I. TILRAUNIR MEÐ ÖTSÆÐI AF MISMUNANDI GÆÐUM. 1. Tilraunir á Sámsstöðum Hér skal getið um tvær tilraunir, er gerðar voru á Sámsstöðum og snerta eiginleika útsæðis. Fyrri tilraunin var gerð 1938 og 1939, þar sem borið var saman íslenskt og norskt útsæði af þremur afbrigðum: Eyvindi (Kerr's Pink), Ackersegen og Jubel. Islenska Ackersegen gaf aðeins meiri uppskeru en það norska, en hið gagnstæða var tilfellið með Kerr's Pink og Jubel. Islenska útsæðiö af Kerr's Pink og Jubel var stöngulsjúkara en það norska og getur það verið skýringin á þeim uppskerumun (Klemenz Kr. Kristjánsson, 1953a). Hin tilraunin var hafin 1947 og þar borið saman útsæði frá 3 jarðvegstegund- um: moldarjarðvegi, sandjarðvegi og mýrarjarðvegi. Samanburðurinn var gerður á sandjarðvegi og notuð afbrigðin Gullauga og Ben Lomond. Meðaltal 5 ára benti ekki til þess, að ræktunarjarðvegur útsæðis væri af neinni afgerandi þýðingu (Klemenz Kr. Kristjánsson 1953b). 2. Tilraun á Korpu 1974 (Umsjón: Þorsteinn Tómasson). a) Framkvæmd. 1974 var borin saman uppskera undan útsæði af Helgu og Rauðum íslenskum úr Eyjafirði og úr Þykkvabæ. Einnig var borin saman uppskera undan Bintje-útsæði frá Hollandi og útsæði úr Eyjafirði. Utsæðið í tilrauninni var valiö þannig, að það væri sem líkast að stærð og lögun. Hver endurtekning var 9 hnýði, sem sett voru niður í einn fermetra. 1 sömu tilraun voru könnuð áhrif plastyfirbreiðslu þannig, að endurtekningar voru 6 af hverju afbrigði. Við niður- setningu var ekki hægt að merkja mun á útsæðinu frá hinum mismunandi stöðum, en
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.