Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 50

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 50
Lega ræktunarstaða -48- II. VAL OG LEGA GARÐLANDS. Kartöflurækt útheiintir að vera vel í sveit sett varðandi dreifingu og möguleika til sölu. Þótt þetta atriði komi ekki beinlínis legu garðstæðis við, er það eigi að síður mikilsvert að íhuga. Aður hefur verið að því vikið, að yfirleitt ná kartöflur aldrei fullkomnum eðlisþroska hér. Þær eru því viðkvæm- ar og vandmeðfarnar, og þola illa það hnjask, sem þær óhjákvæmilega verða fyrir, ef vegalengdir flutninga reynast langar. Gildir einu, hvort það er heima fyrir úr garðlandi og að geymsluhúsnæði, eða að heiman til kaupandans. Við mat á hugsanlegum möguleikum, og síðar, þegar að vali garðlands kemur, verður það sjónarmið ávallt að ganga fyrir öðrum, að garðlandið búi við góð veðurskilyrði og henti vel ræktuninni að öðru leyti. Hér er og verður þýðingar- mesta atriðið, að sprettutími sé langur og órofinn. í þessu felst m.a., að landið bjóði sem minnstri frosthættu heim. Er sérstaklega áríðandi að hyggja vel að þessu máli, því næturfrost valda jafnan langmestum skaða á kartöflurækt hér- lendis. Landslag ræður oft lyktum um frosthættu, en mikill munur getur reynst innan tiltölulega - já jafnvel mjög - afmarkaðs svæðis um það, hversu land ver sig vel gegn næturfrosti. Alkunnugt er, að mjög óheppilegt reynist að staðsetja garða í dældum eða lægðum, því kalt loft er þyngra en hlýtt, og rennur undan halla líkt og vatn og sest fyrir á lægstu svæðunum. En þar staðnæmist það, ef ekki er um greiða útrás að ræða. Þess eru mörg dæmi, að hvorki þurfi fyrirstöður né misfellur á landi að vera miklar til þess að skapa alvarlega hættu af þessu tagi, ef næturfrost er yfirvofandi. En frosthættan er mest í heiðskíru og kyrru veðri, t.d. eftir bjartan og hlýjan dag, þegar snögglega lækkar hitastig og útgeislun frá yfir- borði jarðar verður mikil. Ber því ætíð að forðast að velja garðstæði á landi, sem býr við þá annmarka, að liggja lágt miðað við umhverfið, jafnvel þótt skýlt kunni að vera á svæöinu. En um þýðingu skjóls mun rætt á öðrum stað. Hætta á næturfrosti er jafnan minni nær sjó, en inni í landi. Sömuleiðis er hún minni við stöðuvötn, ár og læki, en þar sem langt reynist til vatns, vegna þess að kalda loftið sækir þangað, sem vatn er á hreyfingu. Skurðir, sem eru meöfram kartöflugörðum, geta þannig í vissum tilvikum náð að bæja vægu frosti frá landinu, séu þeir vel djúpir. Það gildir ekkert síður um kartöflur en aðrar matjurtir, að þær þurfa bæði sól og yl sér til viðurværis. Hér er hvoru tveggja af skornum skammti og veldur það ófullnægjandi sprettu í mörgum árum, sem jafnan eru þá um of vætusöm. Langur sólargangur að sumri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.