Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 48

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 48
Lega ræktunarstaða -46- og áburðarefnum, og því heppilegri verður hún til ræktunar. A skjóllausu og næðingasömu landi getur verið mikil fokhætta í sendnum görðum. Þannig er ekki óalgengt að stormviðri feyki jarðvegi frá útsæðinu að vori, og séu grös að ráði komin á legg særast þau og sortna af jarðefnum, sem eru á ferð og flugi á meðan á veðrinu stendur. Segir sig sjálft, að þannig skemmdir geta reynst alvarlegur vaxtarhnekkir. í sandgörðum, sem á flatlendi liggja, getur frost- hætta reynst mikil eftir sólríka síðsumardaga, því hitasveiflur sólarhringsins eru þar örar. Jörð hitnar ört og mikið að degi, en kólnar fljótt að nóttu. Sé yfirborð jarðvegs þurrt, geta snörþ síðsumarfrost valdið mun meira tjóni, en þar sem yfirborðið er rakt, en frost gengur dýpra niður í léttan og þurran jarðveg en rakan. I sendnum jarðvegi, sem skortir raka, er kláðahætta ætíð töluverð, og jafnan meiri en í annari jörð. 3. Mýrarjörð. Hún hefur verið tekin nokkuð til kartöfluræktunar á seinni árum, en hún er lífræn að uppruna. Sé mýrarjörð vel framræst og jarðvegur ekki um of torf- kenndur, getur hún reynst allgóð kartöflujörð. Venjulega er þó mýrarjörð lengi að brjóta sig og fúna. Tekur því tíma, að hún verði hæfilega þurr og myldin. Mýrarjörð tekur miklum rúmmálsbreytingum, þegar hún frýs, enda getur hún haldið miklu vatni. Sömuleiðis þiðnar hún og hitnar frekar seint að vori. Hún verður því sjaldan eins hlý og annar jarðvegur. Rakaheldnin er hins vegar góð og sama gildir um skilyrðin til loftræslu. Frosthættuskemmdir eru allverulegar í mýrar- jörð, enda liggja margar mýrar mjög lágt miðað við umhverfið. Er þannig garð- stæði því mjög áhættusamt fyrir ræktun. Mýrarjörð heldur yfirleitt vel næringu, en reynist oft mjög fosfórsnauð. Hér og þar getur hún einnig reynst nokkuð súr, en kartöflur vaxa jafnan best við pH 5-6 í þessari jörð. Að öðru leyti skal bent á, að mýrarjörð er yfirleitt létt í meðförum og skilar hreinum og útlits- góðum kartöflum. Stundum skortir þó á, að þær séu nægilega bragðgóðar og þéttar. Kostir mýrarjarðvegs aukast til muna, ef einhver sandur eða leir kunna að vera til staðar í þeim, sem unnt væri að blanda við ræktunarlag. 4. Leirjarðvegur. Jörð með mjög ríkjandi leirinnihaldi er margra hluta vegna afleit til rækt- unar á kartöflum, og næsta fráleit, ef ræktun til sölu er höfð í huga. ökostir leirjarðvegs eru miklir og koma skýrast fram, ef sumarveðráttan reynist óhagstæð um úrkomu og hita. Undantekningarlítið er leirjörð erfið í vinnslu nema í ákveðnu rakaástandi. Sakir óheppilegrar kornunar, heldur hún
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Fjölrit RALA

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.