Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 37
-35-
Ræktun útsæðis
c) Þar sem A-ræktin krefst mikillar umhirðu er rétt að skipta henni milli
fleiri aðila, t.d. einn aðili með hvert afbrigði eða jafnvel fleiri með sum
afbrigðin, pn ekki skal dreifa A-ræktinni of mikið, þar eð það skapar erfið-
leika við eftirlit.
d) Þeir, sem hafa A-ræk't með höndum, mega ekki hafa aðra ræktun af því
afbrigði, er þeir hafa A-ræktun á. Ef þeir verða uppvísir að því að brjóta
þetta ákvæði, skal A-ræktin tekin af þeim og fengin öðrum.
e) A-ræktin skal fara fram í nýjum garði eða eins nýlegum og kostur er á.
f) Fram fari sótthreinsun á A-stofninum, ef sýnt þykir, að sveppasmit sé
of mikið. Það mætti hugsa sér, að slík sótthreinsun fari fram í áföngum og ein-
ungis verði haldið áfram, ef sýnt þykir, að hún beri árangur.
g) Gerðar verði þær kröfur til A-ræktenda, að þeir auk stöngulsjúkra
plantna (grös og það, sem undir þeim er) fjarlægi eins og unnt er plöntur með
greinilegum víruseinkennum (hrukkutíglaveiki).
h) Þar sem það mun ef til vill valda erfiðleikum að framfylgja fyrrnefndum
kröfum fyrir það magn, sem um er að ræða, má hugsa sér, að B-ræktendur fái að
nota eigið útsasði annað hvert ár, ef það að mati sérfræðinga uppfyllir þær kröf-
ur , sem gera skal til A-stofnsins. Þannig er hægt að minnka magn A-stofnsins
um allt að helming.
i) Ef kartöfluhnúðormur, vörtupest eða hringrot finnst á einhverjum bæ,
skal sá bær útilokaður frá stofnrækt, þar til sannað þykir, að smit sé horfið.
j) Gerð verði sú krafa til ræktenda stofnútsæðis (bæði A og B), að á
meðan þeir hafi með stofnrækt að gera, þá taki þeir ekki útsæði utan að, hvorki
til stofnræktar né til annarrar ræktunar, nema það sé stofnræktarútsæði. Þó er
hægt að taka útsæði inn í stofnræktina, ef sannað þykir, að því muni ekki fylgja
hættulegir skaðvaldar.
B. Tillaga að framtíðarskipulagi útsæðisræktar.
Landbúnaðarráðuneytið setur reglugerð um ræktun og sölu útsæðis. Hún
segir til um, hvernig ræktunin skuli byggð upp, hvaða kröfur skuli gerðar,
hverjir hafi umsjón með henni o.s.frv.
Útsæðinu verði skipt í 4 flokka:
a. A-stofn (Úrvalsútsæði)
b. B-stofn (Aðalsútsæði)
c. C-stofn (Gæðaútsæði)
d. D-útsæði (Venjulegt útsæði)