Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 93
UPPTAKA M E Ð VÉLU M.
ólafur Guömundsson, Bútæknideild, Hvanneyri.
A Búnaðarþingi 1975 var samþykkt svohljóðandi ályktun: "Búnaðarþing
beinir því til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, að hún hlutist til um, að
Bútæknideildin framkvæmi nákvæman samanburð á kartðfluupptökuvélum þeim, sem
nú eru í notkun hjá bændum. Kannað verði:
1. Afköst vélanna við mismunandi aðstæður og aksturshraða.
2. Skemmdir á kartöflunum við upptöku.
Einnig verði rannsakað, hvort flokkunarvélar þær, sem almennt eru notað-
ar, spilli gæðum og útliti kartaflna.
Þá vill Búnaðarþing fara þess á leit við Rannsóknastofnunina, að hún láti
gera samanburð á mismunandi aðferðum við geymslu kartaflna."
í samráði við stjórn Rannsóknastofnunar landbúnaðarins var hafist handa
um undirbúning tilrauna á upptöku kartaflna með vélum og var í því efni haft
samstarf við Búnaðarfélag íslands, yfirmatsmann garðávaxta og stjórn búnaöar-
félagsins í Þykkvabæ.
Upptökutilraunir hófust haustið 1975 og var framhaldið haustin 1976 og
1977. Þær fóru aðallega fram í Þykkvabæ, Rangárvallasýslu, en einnig í Arnes-
sýslu og Eyjafirði.
Tilraunir með geymslu kartaflna hafa tengst upptökutilraunum (sjá kaflann
um Kartöflugeymslur).
1. tafla sýnir yfirlit yfir þá staði, þar sem Bútæknideild hefur fram-
kvæmt tilraunir með upptökuvélar.
1. tafla. Býli, þar sem tilraunir fóru fram.
1975 1976 1977
Arnessýsla:
Birtingarholt X
Forsæti X
Eyjafjöríur:
Ashóll X
Garður X
Kaupangur X
Sílastaðir X
Staðarhóll X
Rangárvallasýsla:
Eyrartún, Þykkvabæ X
Háirimi, " X
Húnakot, " X X