Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 79
-77-
SJÚKDÓMAR 0 G M E I N D í R.
Sigurgeir ólafsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
I. SÖGULEGT YFIRLIT.
Hinn stöðugi innflutningur á kartöflum, sem átt hefur sér stað síðan á
18. öld, hefur haft það í för með sér, að við höfum fengið hingað til lands
flesta þá skaðvalda, sem ásækja kartöflur í N-Evrópu. Erfitt er að fastsetja,
hvenær hinir ýmsu skaðvaldar hafa borist til landsins, því það er fyrst í
byrjun þessarar aldar, að menn fara að gera sér grein fyrir, hvers eðlis kvill-
arnir eru. Eins er líka það, að reikna má með, að það líði ákveðinn tími, frá
því að skaðvaldur berst til landsins og þar til hann er orðinn það útbreiddur,
að menn taka eftir einkennunum.
1. Kartöflumygla (Phytophthora infestans).
Þegar rætt er um kartöflusjúkdóma hér á landi, kemst maður vart hjá því
að minnast fyrst á kartöflumygluna. I Hvönnum frá 1926 segir Einar Helgason
hana hafa verið algenga við Faxaflóa um 1890 og sagt er, að Bjarni Sæmundsson
hafi fyrstur séð sveppinn 1896 (Ragnar Asgeirsson 1935). Árið 1932 er útbreiðslu-
svæði myglunnar sagt vera frá Snæfellsnesi að Landbroti og árið 1940 frá Snæ-
fellsnesi til Reyðarfjarðar (Ingólfur Davíðsson 1940a), en þó varð vart við
hana fyrir norðan og vestan (Ingólfur Davíðsson 1940b). Ekki hefur hún enn gert
teljandi skaða á nyrðri hluta landsins, þótt orðið hafi vart við hana þar.
Hins vegar hefur hún oft valdið miklu tjóni sunnanlands. Sem sérstaklega slæm
mygluár hafa verið nefnd 1890, 1899, 1918, 1919, 1920, 1921, 1926, 1932, 1933,
1939, 1941, 1944, 1945 og!953,en flest ár á fyrri hluta þessarar aldar mun..hafa
orðið vart við hana fyrir sunnan . Fer aSbera á henni síðastí júlí .og ágúst.
Árið 1919 og 1920 var reynd notkun Bordeaux-vökva gegn myglunni á Stokks-
eyri með góðum árangri (Einar Helgason 1921). Á árunum 1939-1946 gerðu Ingólfur
Davíðsson og Klemenz Kr. Kristjánsson tilraunir með mismunandi koparsambönd
gegn myglunni, mismunandi úðunartíma og könnuðu myglunæmi ýmissa afbrigða
(Ingólfur Davíðsson 1947). Ótkoman úr þessum tilraunum var sú, að úðun um
mánaðarmótin júlí-ágúst og endurtekning 2-3 vikum seinna gaf góðan árangur,