Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 78
Illgresiseyðing
-76-
III. NAUÐSYNLEG AÐGÆSLA OG NAKVÆMAR ATHUGANIR.
Ber ætíð að hafa hugfast, að illgresisefni geta reynst tvíeggjuð vopn
í illgresisbaráttunni. Sömuleiðis er gott að gera sér grein fyrir því, að hæpið
er að útrýmingaraðferð af þessu tagi, muni geta komið að öllu leyti í staðinn
fyrir hefðbundin verk við umhirðu. A vettvangi innlendrar tilraunastarfsemi,
hefur aldrei verið aðhafst nægilega mikið við rannsóknir á fyrrnefndum þáttum.
Hlutverki illgresisefna hefur þar aðeins verið sinnt gróflega eins og fram kemur,
ef tilraunaskýrslur eru kannaðar í kjölinn. Þar með hefur einnig skort að
kanna hugsanleg áhrif eyðingarefna á matargæði og ávöxt uppskerunnar, sem og
nögulegar eftirverkanir og afleiðingar þeirra. En ætíð er hætt við, að sum efni
geti haft einhver eftirköst, ekki síst séu þau notuð til langframa. Nú er þó
vísir að þess háttar rannsókn í gangi með Afalon á Möðruvöllum, þar sem könnuð
eru áhrif efnisins á bragógæðin og uppskeruna.
Að því er viðkemur leiðbeiningum um notkun illgresiseyðandi efna, hefur af
skiljanlegum ástæðum ætíð verið stuðst að miklu leyti við umsagnir og ráð
samkvæmt fenginni erlendri reynslu, þegar ný efni hafa verið tekin í notkun.
Meðal annars sakir þess, að tilraunastöðvarnar hafa ekki, þrátt fyrir góða við-
leitni, megnað að sinna þessu hlutverki sínu nægilega vel og fljótt. Fjárþröng
og mannaflaskortur hafa ráðið ferðinni, en það bitnar oftast á þeim verkefnum
búgreina, sem jafnan kann að vera litið á sem minniháttar.
Þannig hefur það líka verið um árabil, að engar tilraunir hafa verið í
gangi á þessu sviði, ef undan er skilin bragðgæðistilraunin fyrrnefnda. Virðist
þetta bagalegt, þegar tekið er mið af hinni öru þróun á sviði illgresisefna.
Það gefur auga leið, að fengin erlend reynsla verður ekki ætíð fullkomlega
heimfærð á hérlendar aðstæður. Síst af öllu á það við illgresisefni, sem um
verkanir eru mjög háð hitastigi, rakaástandi og jarðvegssamsetningu, eins og
áður er upplýst. 1 hitasnauðu og fremur úrkomusömu landi, með lágum jarðvegs-
hita á sprettutímanum, mætti í vissum tilvikum jafnvel búast við því, að
efnisleifar eyddust ekki nægilega fljótt úr jarðveginum, en það eru fyrst og
fremst smáverur, sem sjá um að sundra og tortíma þeim.
Gæti því sú hættulega staða komið upp, að langtímaáhrifa færi að gæta.
Er hættast við slíku ástandi, með stöðugri notkun sömu efna. Má benda á, að
í Norður-Noregi hefur þessa gætt á stöku stað, þar sem linuron hefur verið
notað um árabil.
Augljóslega er því brýnt að efla rannsóknir hér að lútandi, og eins að
halda vel opnum augum fyrir álitlegum nýjum illgresisefnum, sem fram koma og
prófa eiginleika þeirra og hæfni.