Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 51
-49-
Lega ræktunarstaða
veitir þó verulega uppbót fyrir takmarkaðan sólskinsstundafjölda. Enda getur
uppskeran stundum náð að verða allt að því jafn mikil að vöxtum hér og í
löndum, sem njóta langt um fleiri sólskinsstunda, og búa þannig við mun hærri
lofthita.
Skortur á nægum sumarhita gerir nauðsynlegt, að garðlönd njóti sem best
sólarátta. Garðstæði í jöfnum en dálítið líðandi halla gegn suðri eða suð-
vestri nýtur að öðru jöfnu best sólar. Jarðvegshitinn verður þar meiri en á
flötu landi eða gegnt öðrum áttum, þá sólar gætir. Garðstæðið þiðnar, þornar
og hitnar fyrr að vori, og er því fyrr hæft til vinnslu og niðursetningar.
Hæðardrög á móti sólarátt geta einnig reynst ákjósanleg garðstæði svo fremi
halli sé ekki mikill. Þar stígur lofthitinn oft mjög hátt og góð hreyfing er
jafnan á lofti, sem ver frostskemmdum, þegar sú hætta er yfirvofandi. Oft get-
ur munað verulega miklu, hvað þetta snertir, og þannig jafnvel ráðið úrslitum um
sprettu í köldum og lélegum sumrum. En um þetta bera margir heimilisgarðar
vitni. Forðast ætti að velja garðland, sem hefur halla á móti austri eða suð-
austri, ef annað betra býðst. Aðalástæðan er sú, að eftir frostnætur verða þar
ávallt sneggri umskipti á milli kulda og hita en í görðum, sem liggja við öðrum
áttum. Nái sól að skína á plöntur snemma og snögglega eftir frostnætur, verða
frostskemmdir alltaf mun meiri, en ef plöntur þiðna hægt upp.
Mjög hallandi garðstæði ber að varast, bæði sakir þess að öll störf verða
þar fyrirhafnarsöm og tímafrek. Raka- og næringarskilyrði vilja einnig verða
misjafnari, auk þess sem hætta getur verið á burtskolun gróðurmoldar sé garður-
inn staðsettur á úrkomusvæði og jarðvegur hans mjög léttur og laus.
Þar sem kartöflurækt er umtalsverð og stunduð með fullkomnum vélakosti,
eins og nú tíðkast, getur reynst miklum vandkvæðum bundið að velja land, sem
stuðlar að því að jafna á sem æskilegastan hátt óhagstæðar sveiflur í tíðarfari
og skapa sem fullkomnasta ræktunaraðbúð. Eigi að síður skal þess ávallt kapp-
kostað eins og möguleikarnir í hverju tilviki leyfa að meta og vega sem best
allar aðstæður.
III. YFIRLIT.
Kartöflurækt getur seint orðið með öllu árviss sem búgrein, nema ef vera
kynni á tiltölulega afmörkuðum svæðum í veðursælustu héruðum landsins.
Löng ræktunarreynsla hefur leitt í ljós, að þannig góðsveitir eru alla
vega fyrir hendi á stöku stað í lághéruðum á Suðurlandi og á afmörkuðum svæðum