Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 57
-55-
ABURÐARTILRAUNIR
Bjarni Helgason, Ránnsóknastofnun landbúnaðarins.
Áburðartilraunir á sviði kartöfluræktunar virðast ekki skipa jafn háan
sess í tilraunastarfsemi undanfarinna ára og áður fyrr. Ástæða er samt til
að draga saman á einn stað helstu upplýsingar, sem fram hafa komið í hinum
eldri tilraunum, þótt e.t.v. megi deila um hagnýtt gildi þeirra fyrir tækni-
vædda stórræktun þessa áratugs.
Á árunum 1948-52 voru könnuð á Sámsstöðum áhrif ólíkra tegunda köfnunar-
efnisáburðar, þ.e.a.s. kalkríks köfnunarefnisáburðar og brennisteinsríks köfn-
unarefnisáburðar. Enginn mismunur kom í ljós, enda kannski eðlilegt, þegar
tekið er tillit til þess, að grunnáburður í öllum liðum tilraunarinnar var
brennisteinssúrt kalí og súperfosfat.
Árið 1949 var einnig gerð athugun að Sámsstöðum varðandi ræktun Gullauga í
moldar (móa-) jarðvegi og sandjörð. Uppskeruhlutfall söluhæfra kartaflna varð
100:83 sandjörðinni í óhag.
Samkvæmt niðurstöðum Sámsstaðatilraunanna reyndust kartöflur úr sandjörð
hins vegar að jafnaði þurrefnisríkari en úr móa- eða mýrajarðvegi. Hefur verið
bent á sem dæmi í því sambandi, að Gullauga ræktað í sandjörð hefur verið með
23% þurrefni á sama tíma og það hefur aðeins gefið 19% í móajarðvegi. í fram-
haldi af þessum niðurstöðum hefur sú ályktun m.a. lengi verið dregin, að kart-
öflur ræktaðar í mýrajarðvegi séu lausari í sér og lakari til matar, en kart-
öflur ræktaðar í eðlisþyngri jarðvegi. Þetta virðist samt ekki einhlítt, því
að ýmsar yngri niðurstöður benda til hins gagnstæða varðandi þurrefnisinnihaldið.
Árið 1949 er gerð athugun að Reykhólum, þar sem borin er saman ræktun með
tilbúnum áburði eingöngu og búfjáráburði (grindataði) einum saman. Tilraun þessi
virðist aðeins hafa staðið þetta eina ár, en ástæða er til að vekja athygli á
henni. Gullauga var notað í þessari tilraun. Söluh*»ft
hkg hlutf.
a-liður 450 kg brst. amm. 350 kg þrífosf. 300 kg brst. kalí 197 100
b- " 100 tonn sauðatað (grindatað) 160 81
c- " 225 kg brst. amm. 175 þríf. 150 kg brst kalí 213 108
Árið 1950 er hafin tilraun bæði á Akureyri og að Sámsstöðum með vaxandi
magn alhliða áburðarblöndu. Blanda þessi var byggð á brennisteinssúru ammoní-