Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 41
FQRSPÍRUN, STÆRÐ ÚTSÆÐIS, SAÐDYPT, SABTÍMI OG VAXTARRÝMI.
Jón Guðmundsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins
I. SPÍRAÐ EÐA ÓSPiRAÐ ÖTSÆÐI.
I tilraunum, sem gerðar voru á Akureyri á árunum 1905-1907 kom fram,
að spírað útsæði gaf að meðaltali þriðjungi meiri uppskeru en óspírað
(ólafur Jónsson 1934).
A árunum 1939-1941 voru gerðar tilraunir á Sámsstöðum með moldspírun
kartaflna. Fjórum vikum fyrir niðursetningu voru kartöflurnar settar í moldar-
kassa. Þeim var síðan plantað út með moldinni í maí ásamt venjulega spíruðu
útsæði. Moldspíraða útsæðið gaf u.þ.b. 20% meiri uppskeru en það, sem spíraði
á venjulegan hátt (Klemenz Kr. Kristjánsson 1953).
Ekki er því vafi á, að það borgar sig að láta útsæðið spíra fyrir niður-
setningu, en moldspírun er þó sennilega ekki hagkvæm, þar eð hún útheimtir
talsverða aukavinnu, nema ef væri til að fá matarkartöflur snemma.
II. STÆRÐ ÖTSÆÐIS.
í tilraunum, sem gerðar voru á Akureyri, kom fram, að stórt útsæði gaf
meiri uppskeru en smátt, neraa ef settar voru tvær kartöflur í stað einnar
(ólafur Jónsson 1950).
I tilraunum á Korpu árin 1974-1975 virtist, sem að hagkvæmast væri að
nota 40-50 gramma útsæðiskartöflur af Gullauga og a.m.k. 50 gramma útsæðis-
kartöflur af Rauðum íslenskum (óbirtar niðurstöður frá Korpu).
A Akureyri hefur verið prófað að kljúfa útsæðið og í ljós kom, að það •
borgaði sig ekki (ólafur Jónsson 1934, ólafur G. Vagnsson og Bjarni E. Guð-
leifsson 1974).
III. sAðdýpt.
í tilraunum a'Akureyri árin 1905-1908 varð uppskera að meðaltali mest
við 8-10 cm sáðdýpt (ólafur Jónsson 1934). A Sámsstöðum varð uppskera einna
mest við 9 cm sáðdýpt á árunum 1938-1941. Við dýpstu (12 cm) og grynnstu
niðursetningu varð og heldur meira smælki hlutfallslega (Klemenz Kr. Kristjáns-
son 1953).
Gera má því ráð fyrir, að 8-10 cm sáðdýpt sé einna hagkvæmust, en þó
er ekki ólíklegt, að það fari að nokkru eftir veðráttu og jarðvegstegund.