Fjölrit RALA - 10.01.1979, Síða 89
-87-
Sjúkdómar og meindýr
Niðurstöðurnar í 3. og 4. töflu sýna glöggt, að thiabendazol virkar vel
gegn Phoma-rotnun og betur en thiram. Til að kanna, hvort lifandi smit væri
utan á hinum heilbrigðu kartöflum í hinum mismunandi liðum, var gerð ákvörðun
á Phoma-smiti samkvæmt aðferðinni sem lýst var hér á undan með sköddun og kalda
geymslu. Ötkoman sést í 5. töflu.
5. tafla. Sýkingarhlutfall eftir að heilbrigðar kartöflur voru skaddaðar og
geymdar við köld skilyrði í nokkra mánuði. Sköddun 13.4. 1978. Gert upp
23.8. 1978. 3 x 25 kartöflur skaddaðar úr hverjum lið.
Tilraunaliðir % Phoma-rotnun
0 34,7
Thiram 28,0
TBZ 0,0
Smitunarhlutfallið í 0-lið er töluvert lægra en haustið áður (samanber
2. töflu) og má reikna með, að eitthvað smit drepist yfir veturinn. Greinilegt
er, að TBZ hefur dregið mjög verulega úr magni lifandi smits, en ekki er hægt
að fullyrða út frá þessum athugunum, að efnið sótthreinsi alveg. Hins vegar
virðist verkun thirams vafasöm.
16. Kartöfluhnúðormur.
Ekki er hægt að segja til um útbreiðslu þessa meindýrs, þar sem ekki
hefur verið fylgst með henni síðustu 10-20 ár. Þó má segja, að nú séu ræktað-
ar kartöflur í fjölmörgum hnúðormagörðum hér á Suðvesturlandi, einkum Eyrar-
bakka, Selfossi, Keflavík og á Reykjávíkursvæðinu. Þar sem ekkert eftirlit er
haft með þessu meindýri, er mjög sennilegt, að það sé að breiðast út. Kartöflu-
hnúðormurinn fannst víðs vegar út um land fyrir um 20 árum og mjög líklegt er,
að eitthvað af smiti sé þar enn og hafi breiðst út.
Til Rannsóknastofnunar landbúnaðarins koma alltaf öðru hvoru sýni af
kartöfluplöntum, þar sem skýringin á sjúklegum einkennum reynist vera kart-
öfluhnúðormur. Þannig hefur á undanförnum 2 árum fundist hnúðormur í sýnum
frá Keflavík, Njarðvík, Kópavogi, Reykjavík og Akranesi.
17. Ranabjöllur.
Eitthvað mun bera á lirfuskemmdum í kartöflum, en ekkert hefur verið
kannað, hvort hér sé eingöngu um ranabjöllulirfur að ræða eða hvort aðrar