Fjölrit RALA - 10.01.1979, Side 99
-97-
Upptaka með vélum
6. tafla. Fallprófun á kartöflum. Averkar, % af þunga.
I An áverka II Hruflaðar III Skaddaðar
Gullauga:
Fyrir fallpróf 82,4% 11,9% 5,7%
Eftií- ' " 55,8% 15,4% 28,8%
Rauðar ísl.:
Fyrir fallpróf 84,7% 12,9% 2,4%
Eftir 66,0% 15,1% 18,9%
1. mynd sýnir niðurstöður af greiningu þeirra kartöflusýna, sem tekin
voru á upptökuvelunum. Kemur þar fram meðaltal fyrir hvert ár og hvort af-
brigði fyrir sig, Gullauga og Rauðar íslenskar kartöflur. 7. tafla sýnir
meðaltal út tilraununum yfir öll árin fyrir hvora vél Faun 1600 og Grimme, svo
og meðalþunga kartaflnanna í hverjum flokki. Niðurstöðurnar bera með sér, að
Gullauga er veikara fyrir hnjaski en Rauðar íslenskar kartöflur, sem kemur
skýrast fram í III flokk, þar sem magn R. ísl. er minna en Gullauga.
7. tafla. Skemmdaflokkun og meðalþyngd.
Vél Afbr. An áverka Hruflaðar Skaddaðar
% g % g % g
Faun Gull. 53,7 34,7 28,2 36,7 18,1 39,1
R.ísl. 49,5 31,0 39,3 33,9 11,2 39,5
Grimme Gull. 39,3 31,1 45,3 34,5 15,4 35,6
R.ísl. 49,1 27,3 39,4 30,3 11,5 37,1
III. ÁLYKTANIR.
Niðurstöður þeirra tilrauna, sem að framan er lýst, gefa til kynna árangur
af notkun upptökuvéla við hérlendar aðstæður og kemur glöggt fram, að hann er
ærið misjafn. Ytri aðstæður, svo sem lega garðlands, landhalli, jarðvegsgerð,
kartöfluafbrigði o.fl. hafa þar nokkur áhrif, en einnig er árangurinn háður
vinnubrögðum og verkhæfni þess fólks, sem að upptökunni vinnur. Eigi góður
árangur að nást, er aðkallandi, að upptökuvélin sé rétt stillt hverju sinni,
snúningshraði og ökuhraði sé hæfilegur og ekki síst það, að vélunum sé vel við
haldið.
Eigi að bæta úr þeim misbrestum, sem sums staðar eru í þessum efnum, er