Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 31
-29-
Ræktun útsæðis
b) Ötsæðið. Hið góða útsæði var fengið frá tveimur bæjum í Eyjafirði,
sem hafa stofnrækt með höndum og valdir bæir, sem taldir voru framleiða gott
útsæði. Hið lélega útsæði var fengið frá bæ í Þykkvabæ, og hafði það verið
minnst 5 ár í ræktun þar. Mikið sjúkdómavandamál var á þessum bæ. Fengið
var útsæði af bæði Gullauga ög Rauðum íslenskum frá hverjum stað. Allt
útsæði í tilraunina kom á Keldnahólt fljótlega eftir upptöku og var geymt á
sama stað, í jarðhúsunum við Elliðaár, veturinn 1976-1977.
c) Framkvæmd tilraunar. Ötsæðið var sett til spírunar á Korpu. Fyrir
niðursetningu var farið í gegn um allt útsæðið, meðalþyngd og sjúkdómar skráðir
og allt sjúkt tekið úr. Þ. 27.5. og 31.5. 1977 var ca. helmingur af útsæðinu
settur niður á Korpu, fyrri daginn Rauðar og þann seinni Gullauga. Var sett
niður í raðir og reynt að líkja eftir niðursetningu með vélum. Fyrst voru
settar 4 raðir í varðbelti og síðan 4 raðir af hverjum lið, um 25 m langar.
Notaður var blákorn-áburður (12-12-17-2) í magni, er svarar til ca. 2,7 t/ha.
Þ. 8.6. var sett niður það sem eftir var af útsæðinu í sandgarð í Þykkvabæ
og var sett niður með vél í 3 raðir af hverjum lið, nema Gullauga frá öðrum
norðlenska staðnum, en það var þrotið. Notaður var 14-18-18 áburður.
Þ. 30.6. var skráð framspírun plantna á Korpu og þ. 8.7. í Þykkvabæ.
Þ. 17.8. voru skráðir sjúkdómar á Korpu og þ. 22.8. í Þykkvabæ. Við þessar
athuganir voru mældir út þrír 10 m reitir í hverjum lið og þeir skoðaðir.
Þ. 14. og 15.9. var tekið upp á Korpu og þ. 16.9. í Þykkvabæ. Tekið var upp
í þeim þremur 10 m reitum, er skoðaðir höfðu verið um sumarið og uppskeran
vegin.
d) Niðurstöður. í 3. töflu er sýnd meðalþyngd og sjúkdómsástand þess
útsæðis er notað var. Meðalþyngdin var mjög svipuð og hefur þyngdarmismunur
þar varla gefið tilefni til afgerandi uppskerumunar. Miklu meira var um sjúk-
dóma í hinu lélega útsæði en í hinu góða, og munaði þar mestu um Phoma-rotnun,
sem í hinum lélegri Rauöum var 8,6%. Alls reyndust 10,3% af hinum lélegu
Rauðum og 6,6% af hinu lélega Gullauga vera sjúkt fyrir niðursetningu gegn
aðeins 0 og 0,4% af hinum góðu Rauðum og 0,3 og 2,3% af hinu góða Gullauga. í
4. töflu eru sýndar aðrar niðurstöður. Þar kemur fram, að hið góða útsæði
hefur spírað hraðar eftir niðursetningu en hið lélega, þ. 30.6. var aðeins
38,8% af hinu lélega Gullauga komið upp á Korpu gegn 65,3 og 81,3% af hinu
góða. Minni munur var í Rauðum íslenskum. 1 þessum tölum er einungis miðað
við þær kartöflur er gátu sent spírur upp, en ekki reiknað með óspíruðum eða
rotnuðum kartöflum. Heilbrigðisástand var greinilega lakara hjá hinu lélega
útsæði um vaxtartímann. Var hér um að ræða stöngulsýki og hrukkutíglaveiki,
en auk þess komu fram sjúkleg einkenni í plöntum undan hinu lélega útsæði af