Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 31

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 31
-29- Ræktun útsæðis b) Ötsæðið. Hið góða útsæði var fengið frá tveimur bæjum í Eyjafirði, sem hafa stofnrækt með höndum og valdir bæir, sem taldir voru framleiða gott útsæði. Hið lélega útsæði var fengið frá bæ í Þykkvabæ, og hafði það verið minnst 5 ár í ræktun þar. Mikið sjúkdómavandamál var á þessum bæ. Fengið var útsæði af bæði Gullauga ög Rauðum íslenskum frá hverjum stað. Allt útsæði í tilraunina kom á Keldnahólt fljótlega eftir upptöku og var geymt á sama stað, í jarðhúsunum við Elliðaár, veturinn 1976-1977. c) Framkvæmd tilraunar. Ötsæðið var sett til spírunar á Korpu. Fyrir niðursetningu var farið í gegn um allt útsæðið, meðalþyngd og sjúkdómar skráðir og allt sjúkt tekið úr. Þ. 27.5. og 31.5. 1977 var ca. helmingur af útsæðinu settur niður á Korpu, fyrri daginn Rauðar og þann seinni Gullauga. Var sett niður í raðir og reynt að líkja eftir niðursetningu með vélum. Fyrst voru settar 4 raðir í varðbelti og síðan 4 raðir af hverjum lið, um 25 m langar. Notaður var blákorn-áburður (12-12-17-2) í magni, er svarar til ca. 2,7 t/ha. Þ. 8.6. var sett niður það sem eftir var af útsæðinu í sandgarð í Þykkvabæ og var sett niður með vél í 3 raðir af hverjum lið, nema Gullauga frá öðrum norðlenska staðnum, en það var þrotið. Notaður var 14-18-18 áburður. Þ. 30.6. var skráð framspírun plantna á Korpu og þ. 8.7. í Þykkvabæ. Þ. 17.8. voru skráðir sjúkdómar á Korpu og þ. 22.8. í Þykkvabæ. Við þessar athuganir voru mældir út þrír 10 m reitir í hverjum lið og þeir skoðaðir. Þ. 14. og 15.9. var tekið upp á Korpu og þ. 16.9. í Þykkvabæ. Tekið var upp í þeim þremur 10 m reitum, er skoðaðir höfðu verið um sumarið og uppskeran vegin. d) Niðurstöður. í 3. töflu er sýnd meðalþyngd og sjúkdómsástand þess útsæðis er notað var. Meðalþyngdin var mjög svipuð og hefur þyngdarmismunur þar varla gefið tilefni til afgerandi uppskerumunar. Miklu meira var um sjúk- dóma í hinu lélega útsæði en í hinu góða, og munaði þar mestu um Phoma-rotnun, sem í hinum lélegri Rauöum var 8,6%. Alls reyndust 10,3% af hinum lélegu Rauðum og 6,6% af hinu lélega Gullauga vera sjúkt fyrir niðursetningu gegn aðeins 0 og 0,4% af hinum góðu Rauðum og 0,3 og 2,3% af hinu góða Gullauga. í 4. töflu eru sýndar aðrar niðurstöður. Þar kemur fram, að hið góða útsæði hefur spírað hraðar eftir niðursetningu en hið lélega, þ. 30.6. var aðeins 38,8% af hinu lélega Gullauga komið upp á Korpu gegn 65,3 og 81,3% af hinu góða. Minni munur var í Rauðum íslenskum. 1 þessum tölum er einungis miðað við þær kartöflur er gátu sent spírur upp, en ekki reiknað með óspíruðum eða rotnuðum kartöflum. Heilbrigðisástand var greinilega lakara hjá hinu lélega útsæði um vaxtartímann. Var hér um að ræða stöngulsýki og hrukkutíglaveiki, en auk þess komu fram sjúkleg einkenni í plöntum undan hinu lélega útsæði af
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.