Fjölrit RALA - 10.01.1979, Blaðsíða 74
Illgresiseyðing
-72-
fmsir framleiðendur gripu því hormónaefnin Iso-Cornox og Propinox fegins hendi,
þegar byrjað var að ráðleggja þau.
Árið 1964 var í Handbók bænda bent á eftirfarandi illgresisefni til notkunar
i kartöflugarða: Atrazin, Iso-Cornox, Karmex DW, Propinox, Stam F-34, og gegn
húsapunti: Dalapon eða Weedazol. Ári síðar er aðeins bent á Aresin, Karmex
DW og Stam F-34, og má því gera ráð fyrir, að þau efni hafi að líkindum verið
mest notuð. Það ár náði notkun Stam's F-34 mestri útbreiðslu, en Karmex DW var
hins vegar alveg að hverfa úr notkun, enda hafði það oft valdið tjóni á
kartöflum. Árið 1966 eykst notkun Aresins verulega. Einnig er farið að mæla
með skyldu efni, Afalon (linuron). Stam F-34 er þó enn mjög mikið notað, enda
hentugt sakir þess, að því mátti úða yfir garðlönd eftir að kartöflugrös voru
farin að koma upp. Afalon og Aresin tilheyrðu aftur á móti þeim hópi efna, sem
varð að nota á meðan spírur voru enn í jörð. Um 1970 hverfur Stam F-34 af mark-
aði, en framleiðslu þess var þá hætt, enda stóðu þá nýrri, ódýrari og fullt eins
góð eyðingarefni til boða á erlendum vettvangi.
Hárlendis sótti þá notkun Afalons verulega á, og smám saman ryður það
Aresini alveg úr vegi, og hefur verið einrátt í notkun til þessa.
Illgresiseyðingarefni þau, sem hér hafa verið upp talin, eru hin flóknustu
að efnasamsetningu og eðli. Þau eru undantekningarlaust vandmeðfarin og
útheimta afar mikla nákvæmni við notkun, bæði hvað varðar magn, styrkleika,
dreifingu og dreifingartíma.
c. Áhrif og verkanir efna. Skal nú vikið að ýmsum atriðum er hér að lúta.
Illgresisefnum er oft einfaldlega raðað í tvo hópa, eftir því á hvaða tíma og
hvernig þau eru notuð, og eins, með hvaða hætti þau uppræta þann illgresisgróð-
ur, sem fyrir hendi er. Annars vegar getur verið um að ræða efni, sem reynast
gagnlegust, sé þeim úðað eftir að illgresið er farið að komast á legg og mynda
dálitla laufþekju, og hins vegar er um að ræða efni, sem reynast áhrifamest, sé
þeim úðað á jörð áður en illgresið byrjar að spíra. Mætti nefna fyrri hópinn
blaðeyðingareitur og þann siðari jarðillgresiseitur.
Að öðru leyti getur sérhæfni og eitrunarsvið illgresisefna verið breytilegt
eins og fram kemur í eftirfarandi yfirliti. Er því oftast greint á milli eigin-
leika og áhrifasviðs efnasambanda eins og þar kemur fram:
A. Snertiverkandi efni
B. Kerfisverkandi efni
1. Áhrif á rætur
2. Áhrif á blöð
3. Áhrif bæði á blöð og rætur
1. Allir hlutar plöntunnar
taka eitrið upp
2. Aðeins rætur taka eitrið
til sín.