Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 57

Fjölrit RALA - 10.01.1979, Page 57
-55- ABURÐARTILRAUNIR Bjarni Helgason, Ránnsóknastofnun landbúnaðarins. Áburðartilraunir á sviði kartöfluræktunar virðast ekki skipa jafn háan sess í tilraunastarfsemi undanfarinna ára og áður fyrr. Ástæða er samt til að draga saman á einn stað helstu upplýsingar, sem fram hafa komið í hinum eldri tilraunum, þótt e.t.v. megi deila um hagnýtt gildi þeirra fyrir tækni- vædda stórræktun þessa áratugs. Á árunum 1948-52 voru könnuð á Sámsstöðum áhrif ólíkra tegunda köfnunar- efnisáburðar, þ.e.a.s. kalkríks köfnunarefnisáburðar og brennisteinsríks köfn- unarefnisáburðar. Enginn mismunur kom í ljós, enda kannski eðlilegt, þegar tekið er tillit til þess, að grunnáburður í öllum liðum tilraunarinnar var brennisteinssúrt kalí og súperfosfat. Árið 1949 var einnig gerð athugun að Sámsstöðum varðandi ræktun Gullauga í moldar (móa-) jarðvegi og sandjörð. Uppskeruhlutfall söluhæfra kartaflna varð 100:83 sandjörðinni í óhag. Samkvæmt niðurstöðum Sámsstaðatilraunanna reyndust kartöflur úr sandjörð hins vegar að jafnaði þurrefnisríkari en úr móa- eða mýrajarðvegi. Hefur verið bent á sem dæmi í því sambandi, að Gullauga ræktað í sandjörð hefur verið með 23% þurrefni á sama tíma og það hefur aðeins gefið 19% í móajarðvegi. í fram- haldi af þessum niðurstöðum hefur sú ályktun m.a. lengi verið dregin, að kart- öflur ræktaðar í mýrajarðvegi séu lausari í sér og lakari til matar, en kart- öflur ræktaðar í eðlisþyngri jarðvegi. Þetta virðist samt ekki einhlítt, því að ýmsar yngri niðurstöður benda til hins gagnstæða varðandi þurrefnisinnihaldið. Árið 1949 er gerð athugun að Reykhólum, þar sem borin er saman ræktun með tilbúnum áburði eingöngu og búfjáráburði (grindataði) einum saman. Tilraun þessi virðist aðeins hafa staðið þetta eina ár, en ástæða er til að vekja athygli á henni. Gullauga var notað í þessari tilraun. Söluh*»ft hkg hlutf. a-liður 450 kg brst. amm. 350 kg þrífosf. 300 kg brst. kalí 197 100 b- " 100 tonn sauðatað (grindatað) 160 81 c- " 225 kg brst. amm. 175 þríf. 150 kg brst kalí 213 108 Árið 1950 er hafin tilraun bæði á Akureyri og að Sámsstöðum með vaxandi magn alhliða áburðarblöndu. Blanda þessi var byggð á brennisteinssúru ammoní-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.