Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 29
-27-
RÆKTUN ÖTSÆÐIS.
Ölafur Geir Vagnsson, Búnaðarsambandi Eyjafjarðar,
og
Sigurgeir ölafsson, Rannsóknastofnun landbúnaðarins.
INNGANGUR.
1 þessum kafla verður fjallað um ræktun kartaflna, þar sem tilgangurinn
með ræktuninni er að selja uppskeruna til útsæðis. Slík ræktun hefur átt sér
stað um alllangt skeið hér á landi og gengur undir nafninu stofnrækt. í flestum
löndum, þar sem kartöflurækt skiptir einhverju verulegu máli, þykir ræktun á
heilbrigðu og hreinkynjuðu útsæði undir opinberu eftirliti, vera ein mikilvæg-
asta undirstaða fyrir gæði kartöfluframleiðslunnar í þessum löndum. Hér verður
fyrst sagt frá nokkrum tilraunum, er snerta ýmsa eiginleika útsæðis og síðan
sagt frá stofnræktinni og komið með tillögur að bráðabirgða- og framtíðarskipu-
lagi hennar.
I. TILRAUNIR MEÐ ÖTSÆÐI AF MISMUNANDI GÆÐUM.
1. Tilraunir á Sámsstöðum
Hér skal getið um tvær tilraunir, er gerðar voru á Sámsstöðum og snerta
eiginleika útsæðis. Fyrri tilraunin var gerð 1938 og 1939, þar sem borið var
saman íslenskt og norskt útsæði af þremur afbrigðum: Eyvindi (Kerr's Pink),
Ackersegen og Jubel. Islenska Ackersegen gaf aðeins meiri uppskeru en það norska,
en hið gagnstæða var tilfellið með Kerr's Pink og Jubel. Islenska útsæðiö af
Kerr's Pink og Jubel var stöngulsjúkara en það norska og getur það verið skýringin
á þeim uppskerumun (Klemenz Kr. Kristjánsson, 1953a).
Hin tilraunin var hafin 1947 og þar borið saman útsæði frá 3 jarðvegstegund-
um: moldarjarðvegi, sandjarðvegi og mýrarjarðvegi. Samanburðurinn var gerður á
sandjarðvegi og notuð afbrigðin Gullauga og Ben Lomond. Meðaltal 5 ára benti
ekki til þess, að ræktunarjarðvegur útsæðis væri af neinni afgerandi þýðingu
(Klemenz Kr. Kristjánsson 1953b).
2. Tilraun á Korpu 1974 (Umsjón: Þorsteinn Tómasson).
a) Framkvæmd. 1974 var borin saman uppskera undan útsæði af Helgu og Rauðum
íslenskum úr Eyjafirði og úr Þykkvabæ. Einnig var borin saman uppskera undan
Bintje-útsæði frá Hollandi og útsæði úr Eyjafirði. Utsæðið í tilrauninni var
valiö þannig, að það væri sem líkast að stærð og lögun. Hver endurtekning var
9 hnýði, sem sett voru niður í einn fermetra. 1 sömu tilraun voru könnuð áhrif
plastyfirbreiðslu þannig, að endurtekningar voru 6 af hverju afbrigði. Við niður-
setningu var ekki hægt að merkja mun á útsæðinu frá hinum mismunandi stöðum, en