Fjölrit RALA - 10.01.1979, Qupperneq 36
Ræktun útsæðis
-34-
2. Tillögur til brey;tinga á fyrirkomulagi stofnræktar.
Vegna þýðingar útsæðisins fyrir kartöfluræktina í heild, verður ræktun
þess og sala að vera undir ströngu opinberu eftirliti. Ef ekkert eftirlit er
haft með ræktun og sölu útsæðis, er hætta á, að nýir skaðvaldar berist út með
útsæðinu, og að almenn aukning verði í tíðni þeirra sjúkdóma, þar sem smit berst
með útsæðinu. Einnig er hætta á því, að afbrigði blandist öðrum afbrigðum.
Þar sem breytileikinn er mikill innan afbrigðis, er einnig hætta á, að bestu
einstaklingarnir fái ekki að njóta sín, og þannig fáist ekki það uppskerumagn
og þau gæði, sem hægt er að fá út út afbrigðinu.
Sú stofnrækt, sem framkvæmd hefur verið í umsjá Grænmetisverslunar land-
búnaðarins og undir eftirliti.: sárfræðings hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins
er spor í rétta átt og hefur gefið útsæði, sem menn yfirleitt hafa verið ánægðir
með. Hins vegar er ljóst, að þetta útsæði uppfyllir ekki þær kröfur^sanþaðskyldi
og má þar nefna útbreitt vírus- og stöngulsýkissmit og einnig tilfelli af blöðru-
kláða og Phomarotnun.
Það er brýn þörf á, að komið verði á heildarskipulagi á ræktun og sölu
útsæðis í landinu, svo ávallt sá til útsæði af fyrsta flokks gæðum, ekki síst
fyrir þá, sem vilja hefja kartöfluraskt í nýju landi eða þá, sem vilja hafa
sáðskipti.
Þar sem það mun taka tíma að byggja upp endanlega það skipulag, sem telja
má tryggast, er einnig nauðs^mlegt, að settar verði reglur til bráðabirgða, sem
hægt verði að framfylgja strax og sem ætla megi að leiði til bættra gæða útsæðis.
A. Tillaga að bráðabirgðafyrirkomulagi stofnræktar.
a) Nokkrum mönnum verði falið að koma upp heilbrigðum stofnum af hverju
afbrigðanna: Rauðum íslenskum, Gullauga, Helgu og Bintje. Tilgangur þessarar
stofnræktar skal vera að koma hrukkutíglaveiki, stöngulsýki, blöðrukláða,
Fusarium- og Phoma-rotnun í algjört lágmark. Þessu verður reynt að ná með
sterku úrvali og sótthreinsun með eiturefnum samkvæmt reglum, sem Rannsóknastofn-
un landbúnaðarins gefur út. Ef vel tekst til, geta þessir stofnar myndað
A-stofninn.
b) Rannsóknastofnun landbúnaðarins skal koma upp stiklingastofnum af
afbrigðunum: Rauðum íslenskum, Gullauga, Helgu og Bintje. Stofnar þessir skulu
byggðir á stiklingafjölgun plantna, sem lausar eru við hrukkutíglaveiki, og á
þann hátt ættu’að fást stofnar, sem að mestu eru lausif við hrukkutíglaveiki,
bakteríu- og sveppasmit. Ef þetta tekst, skulu þessir stofnar mynda A-stofninn,
svo framarlega sem uppskerumagn þeirra er sambærilegt við það, sem almennt fæst.