Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 13
Nú þega r kórónuveira n hefur verið að valda okkur leiðindum í nánast eitt ár þá hefur Reykjavíkurborg ekki tekist að finna lausnir á ýmsu er við kemur hertum sóttvarnaaðgerðum. Síðan 31. október hefur ekki öllum börnum í grunnskólum Reykja­ víkurborgar boðist hádegismatur. Önnur sveitarfélög hafa leyst þetta en vanmáttur Reykjavíkurborgar er mikill. Það á að vera hlutverk Reykja­ víkurborgar að lágmarka félagslegan skaða, skerðing á þjónustu við börn er alltaf slæm. Þessi vanmáttur á þó við á f leiri stöðum þar sem kenn­ arar fengu ekki útborgað um síðustu mánaðamót samkvæmt nýjum kjarasamningum, stærsta sveitar­ félag landsins réði ekki við þessa breytingu, einnig hafa foreldrar barns sem hefur veikst vegna myglu í Fossvogsskóla flutt í annað sveitar­ félag þar sem Reykjavíkurborg hefur ekki náð að koma í veg fyrir að börn séu að veikjast í skólanum. Það er mikilvægt núna þegar hertar aðgerðir eru vegna kórónu­ veirufaraldursins að þær bitni ekki á börnum á grunnskólaaldri þannig að þau fái ekki mat í sínum skólum. Áður en hertar aðgerðir tóku gildi bauðst öllum börnum hádegismatur. Eftir að hertar reglur tóku gildi þann 31. október varð breyting á þessu. Mörg börn sem klára um hádegi fara heim og eiga að borða þar. Skólinn hvort svo sem það er leikskóli eða grunnskóli er vin fyrir börn. Það er mikilvægt þegar reglur eru hertar að til sé aðgerðaáætlun þannig að sem minnst rask verði á lífi barna. Það að ekki sé hægt að fá að borða lengur í skólanum þrátt fyrir það að þú sért í skóla til hádegis er mikið rask fyrir mörg börn. Á borgarstjórnarfundi fyrir viku síðan felldi meirihlutinn tillögu Sjálfstæðismanna um að samþykkt væri að tryggja öllum börnum sem stunda nám í grunnskólum Reykja­ víkurborgar matarþjónustu í skól­ anum á meðan skólastarf er skert vegna kórónuveirufaraldursins. Engin aðgerðaáætlun er til þegar sóttvarnaaðgerðir eru hertar þar sem lagðar eru línurnar um hvernig skólar eiga að bregðast við varðandi matarþjónustu við börn. Því fara mörg börn svöng heim að loknum skóladegi. Við vitum að núverandi ástandi lýkur, en við vitum að trú­ lega lendum við í sams konar ástandi áður en bóluefni verður komið í dreifingu og því er mikilvægt að gera aðgerðaáætlun. Um það snérist tillaga Sjálfstæðisflokks að skóla­ og frístundasvið komi í veg fyrir að börn séu send heim án þess að hafa verið boðið upp á mat í skólanum sínum. Meirihlutinn felldi því tillögu sem er til hagsbóta fyrir börnin í borginni, það finnst mér sorglegt því við vitum að sum börn eru í vanda í Reykjavíkurborg. Svöng börn í Reykjavík Valgerður Sigurðardóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins í Reykjavík Hu g my nd a s öf nu n f y r i r Hverfið mitt er hafin! Hún stendur yfir til 20. janúar 2021 og er söfnunin því opin lengur en áður og nú óskum við eftir enn stærri hugmyndum þar sem það er um tvöfalt meira fjármagn í pott­ inum í hvert sinn. Eitt af stóru verkefnum þessa kjörtímabils í mannréttinda­, nýsköpunar­ og lýðræðisráði Reykjavíkur er að ef la samráð og lýðræðisverkefni Reykjavíkur­ borgar. Hér eru stigin stór skref í þá átt, en þessi skref eru hluti af heild­ arendurskoðun á lýðræðisgáttum Reykjavíkur. Í vikunni gefst færi á að ræða lýð­ ræðið í Reykjavík, það sem vel hefur gengið og það sem betur má fara, á opnum samráðsfjarfundi 25. nóv­ ember um lýðræðisstefnu Reykja­ víkur sem er í mótun. Skráðu þig á „Stefnumót við lýðræðið“ á reykja­ vik.is/stefnumot­vid­lydraedid til að taka þátt! Hverfinu mínu hefur nú verið breytt á þann hátt að nú nær ferlið yfir tvö ár í senn, og gerir ráð fyrir meira samráði og mun meira fjár­ magni í hvert sinn, sem getur þá farið í stærri og betri verkefni. Með þessu móti gefst tími til að eiga aukið samráð við hugmynda­ höfunda og íbúa hverfisins til að tryggja sem besta niðurstöðu og stuðla þannig að enn meiri ánægju með verkefnin sem komast til fram­ kvæmda. Samhliða þessum breytingum hefur verið ákveðið að taka örygg­ is­ og viðhaldsverkefni úr Hverfinu mínu eftir mikla hvatningu íbúa í þá veru. Þær tillögur verða sendar á annan vettvang þar sem íbúar geta komið að forgangsröðun viðhalds­ og öryggisaðgerða út frá heildstæðri nálgun. Þessar breytingar munu styrkja verkefnið Hverfið mitt og gera borgina okkar enn betri. Í þátttökulýðræði er útgangs­ punkturinn borgarinn og hans sjónarmið sett í miðjuna. Rann­ sóknir benda til þess að þar sem þátttökulýðræði og lýðræði er virkast eru líka öflugustu samfélög í heiminum, bæði út frá mannrétt­ indum og efnahagslegum sjónar­ miðum. Ef lum lýðræðið, bætum ákvarðanatöku og aukum lífsgæði. Lýðræðisborgin Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráðs Reykjavíkur Jara er stílhreinn og þægilegur sófi. Jara er nútímalegur sófi í skandinavískum stíl. Sessurnar eru notalegar og áklæðið er slitsterkt og mjúkt viðkomu. Fætur sófans eru stílhrein gæðasmíð úr eik sem tóna vel við hvaða umhverfi sem er. Jara hentar vel í löng og innileg samtöl með rauðvíni og ostum — en virkar líka í bíókvöldið. Penninn kynnir Jöru Með dökkgráu tauklæði Listaverð 214.000 kr. Tilboðsverð 179.000 kr. Með ljósgráu tauklæði Listaverð 195.000 kr. Tilboðsverð 159.000 kr. Með svörtu leðri Listaverð 359.000 kr. Tilboðsverð 299.000 kr. 212 cm Hekla er hönnuð og framleidd á Íslandi og er nefnd eftir drottningu íslenskra eldfjalla og gefur stórbrotinni nöfnu sinni ekkert eftir. Sófinn er þægilegur og aðlaðandi og passar fullkomlega í rýmið þitt — möguleikarnir eru óendanlegir. 10 ára ábyrgð er á grind sófans. Beinir sófar – verð frá 282.000 kr. Tungusófar – verð frá 319.000 kr. Hornsófar – verð frá 499.000 kr. Penninn kynnir til leiks Heklu Hekla er íslenskur sófi sem er smíðaður eftir þínum óskum. Opið virka daga 8:00–18:00. Skeifunni 10, Reykjavík Hafnarstræti 91–93, Akureyri // Hafnarstræti 2, Ísafirði www.penninn.is Opið á laugardögum til jóla frá 11:00- 15:00 í Skeifunni 10. Aðrir opnunartímar á penninn.is S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13Þ R I Ð J U D A G U R 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.