Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 28
Svo sé ég bara þegar ég er að ýta þessum rúmmetrum af snjó á undan mér að það fara að koma pakkning- ar af hveiti og sykri upp úr snjónum Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@ frettabladid.is Bærinn Molastaðir er í Fljótum í Skagafirði. Þar búa bændurnir Halldór Gunnar Hálfdansson og María Númadóttir ásamt átta börnum sínum. Þrjú þeirra eru að vísu í námi eða vinnu að heiman en á jólunum kemur öll fjölskyldan saman í sveitinni og oft koma for- eldrar Halldórs eða Maríu líka svo það er mikið líf á bænum. Aðfangadagur er hefðbundinn en útihúsin gegna miklu hlutverki og Halldór segir hvergi vera eins mikinn jólaanda og í fjárhúsunum. „Ég er samt alltaf kominn inn fyrir sex og þá er messan sett í botn á Gufunni,“ segir Halldór og hlær. Hann segir að í sveitinni sé mikil keppni milli bænda í jóla- skreytingum. „Það eru sett jólaljós á öll útihúsin og svo vindur þetta upp á sig eins og snjóbolti. Ef menn sjá að einhver er að setja upp meira en venjulega þá rjúka hinir til og kaupa meira dót, en þetta er auð- vitað allt í góðu.“ Halldór á ýmsar skemmtilegar sögur af klaufaskap og hrakförum í kringum jólin. „Ég upplifi mig alltaf sem sein- heppna fjölskylduföðurinn Clark Griswold í jólamyndinni National Lampoon‘s Christmas Vacation,“ segir hann hlæjandi. Upplifir sig eins og fjölskylduföðurinn í Christmas Vacation Jólin og að- ventan eru uppáhaldstími fjölskyldunnar á Molastöðum. MYND/AÐSEND Molastaðir prýddir jóla- ljósum. Jólin og aðventan eru uppá- haldstími stóru fjölskyldunnar á Molastöðum. Bóndinn Halldór er þó ansi seinheppinn stundum og á ýmsar sögur af hrakförum í kringum jólin. góðu verði,“ útskýrir Halldór. „Það var einu sinni ófært í búðina héðan frá bænum og ég fór á traktornum í búðina að kaupa í baksturinn. Ég sótti þessar vörur og fékk mér svo kaffi í búðinni og spjallaði aðeins og fer svo af stað heim. En ég hef afskaplega gaman af að moka snjó. Það er svona hobbí hjá mér, nema hvað á leið- inni heim gleymdi ég að ég væri með skófluna á traktornum fulla af hveiti og sykri og ég fer að moka snjó. Svo sé ég bara þegar ég er að ýta þessum rúmmetrum af snjó á undan mér að það fara að koma pakkningar af hveiti og sykri upp úr snjónum. Ég var nú ekki vinsæll þegar ég kom heim.“ Halldór skellir upp úr, en segir svo að eitthvað hafi bjargast af þessu, suðusúkku- laðið hafi allavega verið heilt. Járnrík jólasteik Halldór segir líka sögu af því þegar hann setti eitt sinn lambalæri í ofninn á jóladag en allt í einu lagði þvílíkan fnyk um húsið. „Lyktin kom úr ofninum. Við lógum okkar dýrum heima og ég hafði sagað niður læri til að hafa í matinn, en ég setti óvart sögina með í ofnskúffuna og hún bráðn- aði og varð að einhverri klessu.“ Halldór hlær þegar hann er spurður hvort þetta hafi verið járn- rík steik. „Já, það má segja það!“ Í eitt skiptið ákvað Halldór að leyfa elstu sonum sínum að taka upp pakka fyrir kvöldmat á aðfangadagskvöld. Um var að ræða tvo Lego-kalla, annar var brosandi en hinn með reiðisvip. „Sonur minn, sem fékk reiða kallinn, var afar ósáttur við gjöfina og setti þetta svip á allt kvöldið. Ég reyndi að bjarga þessu með því að teikna skælbrosandi munn á kall- inn með tússpenna með hörmu- legum árangri.“ Halldór segist eiga ótal fleiri svipaðar sögur að segja af hrak- förum sínum um jól en þrátt fyrir allt segir hann jólahátíðina og aðventuna vera uppáhaldstíma fjölskyldunnar. „Ég get sagt þér ágætis sögu af því þegar jólabaksturinn fór einu sinni illa hjá okkur. Það er útibú hérna í sveitinni frá Kaupfélagi Skagfirðinga sem heitir Ketilás. Þeir eru oft með bökunartilboð fyrir jólin. Það er alveg fantagott fyrir smákökubaksturinn. Þetta eru örugglega alveg tuttugu kíló af hveiti og fimm kíló af sykri á fanta- arionbanki.is Gjöf sem gleður alla Gjafakort Arion banka er alltaf rétta gjöfin. Nú geta viðskiptavinir pantað gjafakort á arionbanki.is og fengið þau send heim. 24. nóvember 2020 JÓL 2020 6 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.