Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 10
COVID-19 Bóluefni Oxford-háskóla
og lyfjafyrirtækisins AstraZeneca,
er með frá 70 til 90 prósenta virkni
gegn kórónaveirunni. Þetta kemur
fram í bráðabirgðaniðurstöðum
úr þriðja fasa lyfjaþróunarinnar.
Tveggja skammta bólusetning
sýndi 70,4 prósenta virkni. Minni
skammtur virkaði í 90 prósentum
tilvika en þá fengu þátttakendur í
rannsókninni hálfan skammt og
svo heilan skammt mánuði síðar.
Ísland tekur þátt fjármögnun
rannsóknarinnar við Oxford með
styrk til CEPI, samtaka Bill Gates,
sem f jármagna rannsóknir og
þróun bóluefna um allan heim.
Með því hafa Íslendingar tryggt sér
aðgang að þessu bóluefni. Ísland
mun fá skammta fyrir 114 þúsund
einstaklinga. Bóluefnið sem Pfizer
hefur þróað virkar í 95 prósentum
tilfella. Íslandi hefur einnig verið
tryggður aðgangur að því bóluefni
í gegnum Evrópusambandið. – ab
Bóluefni
Oxford með 90
prósenta virkni
Talið er að Joe Biden hafi
valið sér utanríkisráðherra
Bandarískir fjölmiðlar fullyrða að Joe Biden muni tilnefna Anthony J. Blinken sem utanríkisráðherra
Bandaríkjanna. Þessi 58 ára lögfræðingur hefur unnið náið með Biden í gegnum tíðina. Blinken fær það
verkefni að koma þíðu í samskipti við bandamenn þjóðarinnar og alþjóðastofnanir sem hafa verið stirð.
SAMGÖNGUR Víðir Reynis son yfir-
lög reglu þjónn segir yfir völd vera
undir það búin að Ís lendingar komi
heim í aðdraganda jólanna og að
fjöldi farþega á Keflavíkurflugvelli
muni aukast í kringum jólin. Gerðar
hafi verið sér stakar á ætlanir og tvö
sótt varna hús reiðu búin.
Víðir bendir á að 18. desember
sé síðasti dagurinn fyrir komu til
Íslands ætli fólk að losna við að vera
í sóttkví um hátíðarnar. Þetta sagði
Víðir á blaðamannafundi almanna-
varna í gær.
Icelandair greindi frá því í til-
kynningu sem fyrirtækið sendi frá
sér að stefnt væri að því að fjölga
áfangastöðum og f lugferðum yfir
hátíðarnar.
Jólaáætlun Icelandair er komin í
sölu en áætlað er að fljúga til og frá
ellefu áfangastöðum yfir jól og ára-
mót. Flogið verður til og frá Kaup-
mannahöfn, Osló, Stokkhólmi,
Amsterdam, London, París, Frank-
furt og Berlín. Þá verða Boston, New
York og Seattle áfangastaðirnir í flugi
til og frá Norður-Ameríku. – hó
Áætlanir hafa
verið gerðar um
aukna umferð BANDARÍKIN Joe Biden mun tilnefna lögfræðinginn Antony Blinken sem
utanríkisráðherra Bandaríkjanna
að sögn bandarískra fjölmiðla.
Blinken, sem er 58 ára, kemur frá
New York en hann hefur unnið
fyrir Biden áður. Biden og Blinken
hafa starfað saman í um það bil tvo
áratugi.
Blinken, sem hefur fréttaskýrandi
hjá CNN síðustu árin með áherslu á
alþjóðamál, var aðstoðarutanríkis-
ráðherra í stjórn Baracks Obama en
hann gegndi því embætti frá árinu
2015 til 2017. Þar áður var hann ráð-
gjafi Bandaríkjastjórnar í þjóðar-
öryggismálum á meðan Biden var
varaforseti.
Blinken einbeitti sér þá að því
hlutverki að miðla málum í Mið-
austurlöndum á meðal annars
í Eg y ptalandi, Írak, Sý rlandi
og Líbýu.
Þegar Blinken starfaði í ríkis-
stjórn Obama var hann í lykilhlut-
verki þegar ákvörðun var tekin um
áhlaupið sem varð til þess að Osama
Bin Laden var felldur árið 2011 og í
baráttunni gegn hryðjuverkasam-
tökunum ISIS. Þá var Blinken falið
að sjá um samskipti við Rússa í kjöl-
far innrásarinnar á Krímskaga árið
2014.
Ákvörðun Bidens um að tilnefna
Blinken í embættið verður tilkynnt
á þriðjudaginn en öldungadeild
Bandaríkjaþings þarf svo að sam-
þykkja tilnefninguna til þess að
Blinken geti hafið störf sem utan-
ríkisráðherra.
Verði af þessum áformum Bidens
er talið að Blinken muni breyta
utanríkisstefnu sem Mike Pompeo,
fráfarandi utanríkisráðherra, hefur
rekið undanfarin ár.
Sem dæmi má nefna er að lík-
legt þykir að Biden og Blinken
muni freista þessa að milda sam-
skipti Bandaríkjanna við Kína,
Íran og f leiri rótgróna banda-
menn landsins. Þá muni fjölþjóða-
hyggja eigi ríkari sess í stefnu
Bandaríkjanna í utanríkismálum
undir stjórn Blinkens, ef af verður.
Honum verði þannig falið að
lappa upp á samskiptin við banda-
menn Bandaríkjanna og alþjóða-
stofnanir sem hefur gramist sú
stefna Trumps sem hefur sett
Ameríku í fyrsta sæti hvað sem
það kostar. Blinken mun koma
því til leiðar að Bandaríkin virði
Parísarsáttmálann og verði með
í því alþjóðasamstarfi sem fram
undan er í umhverfismálum.
Hann mun svo fá það verk-
efni að bæta samskipti Bandaríkja-
stjórnar við Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnunina (WHO) en það
kastaðist í kekki á milli Trumps og
stofnunarinnar þegar deilt var um
skynsamleg viðbrögð við kóróna-
veirufaraldrinum. Trump lét stöðva
fjárframlag Bandaríkjanna til WHO
eftir að stofnunin gagnrýndi aðgerð-
ir landsins í faraldrinum.
Bandarískir fjölmiðlar greina
einnig frá því að annar náinn sam-
starfsmaður Bidens, Jake Sullivan,
verði ráðinn þjóðaröryggisráð-
gjafi. Sullivan, sem er 43 ára gam-
all, starfaði fyrir Hillary Clinton á
meðan hún var utanríkisráherra
en hann var ráðandi í stefnumótun
Bandaríkjanna í utanríkismálum í
stjórnartíð hennar.
Ríkt traust er á milli Blinkens og
Sullivans en þeir deila sömu
sýn á alþjóðamál. Biden hefur á
stjórnmálaferlinum treyst mikið
á þá félaga þegar kemur að utan-
ríkismálum. Hin 35 ára gamla Linda
Thomas-Greenfield, sem þrátt fyrir
ungan aldur er reynd í utanríkis-
þjónustu, verður sendiherra Banda-
ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.
Hennar hlutverk verður fyrst og
fremst að liðka fyrir samskiptum
Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóð-
irnar sem hafa verið stirð í stjórnar-
tíð Trumps. hjorvaro@frettabladid.is
COVID-19 Enn er beðið eftir nýju
PCR-greiningartæki sem vonast
var til að kæmi til landsins í byrjun
nóvember. Karl G. Kristinsson, yfir-
læknir sýkla- og veirufræðideildar
Landspítala, segir óvíst hvort hægt
verði að setja tækið upp fyrir ára-
mót. Koma tækisins muni gjör-
breyta getu deildarinnar til þess að
greina COVID-19 sýni.
Tækið getur greint allt að fjögur
þúsund sýni á sólarhring og mun
þrefalda afkastagetu deildarinnar.
Karl segir greiningartækið, sem
nefnist Roche Cobas 8800, vera hið
eina sinnar tegundar í heiminum og
áætlaðan kostnað vegna þess vera í
kringum hundrað milljónir króna.
Íslensk erfðagreining (ÍE) hefur
hlaupið undir bagga við skimun
fyrir COVID-19 frá því í sumar
og lánað Landspítala aðstöðu og
tækjabúnað. Karl á von á því að
dregið verði úr því samstarfi þegar
nýja tækið er komið í gagnið. „Það
var aldrei ætlunin að við myndum
verða þar endalaust og ég reikna
með því að þegar við erum komin
með þetta í gott stand hjá okkur þá
bara tökum við yfir þetta.“
Sýkla- og veirufræðideildin getur
nú greint um tvö þúsund sýni á
sólarhring með tækjakosti sínum í
Ármúla og tæp fimm þúsund sýni
hjá ÍE. Karl segir að áætla megi að
afkastagetan verði um sex þúsund
sýni á sólarhring með tilkomu
Cobas 8800. Þá verði einnig hægt að
sameina sýni til að auka getuna enn
frekar líkt og gert var í sumar. – eþá
Bíða enn eftir að geta þrefaldað afkastagetuna
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar, er ekki viss um að
greiningartækið verði komið í notkun fyrir áramót. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
Von er á auknum fjölda farþega í
kringum jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Anthony Blinken hefur mikla reynslu af utanríkismálum en sýn hans er ólík fráfarandi ráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/AFP
Ísland mun fá 114
þúsund skammta af bólu-
efninu sem Oxford og
AstraZeneca er að þróa.
STJÓRNSÝSLA Úrskurðarnefnd í
umhverf is- og auðlindamálum
hefur í tvígang úrskurðað inn-
heimtu Hafnarf jarðar á stöðu-
leyfisgjöldum vegna gáma ólög-
lega. Annars vegar vegna gáma
fyrirtækis á Hringhellu og hins
vegar á Steinhellu. Var gjaldskrá
bæjarins talin stangast á við mann-
virkjalög og byggingarreglugerð
og þar af leiðandi sú ákvörðun að
innheimta stöðugjöld fyrir gámana
ógildanleg.
„Nú eru komnir fram tveir
úrskurðir á stuttum tíma þar sem
framkvæmd Hafnarfjarðarbæjar
á innheimtu stöðuleyfisgjalda er
ekki talin standast lög. Þetta þýðir
að gjöldin eru endurkræf,“ segir
Björg Ásta Þórðardóttir, lögfræð-
ingur hjá Samtökum iðnaðarins.
Samtök in hafa ítrekað gert
athugasemdir við gjaldtökuna hjá
Hafnarfjarðarbær og f leiri sveitar-
félögum sem hafa sambærilega
framkvæmd. Má þar nefna Akra-
neskaupstað og Fjarðabyggð.
Hafnarf jörður haf i innheimt
stöðuleyfisgjöld á hvern gám sem
standist ekki lög því eðli málsins
samkvæmt sé um að ræða þjón-
ustugjald fyrir leyfi.
Í ú rsk u rðu m nef ndar innar
kemur fram að bærinn hafi inn-
heimt um 15 milljónir króna árlega
vegna stöðuleyfis gáma. Gjald fyrir
20 feta gám hafi verið tæplega 32
þúsund krónur á ári og fyrir 40 feta
gám tæplega 64 þúsund krónur.
„Við höfum kallað eftir því að
sveitarfélög breyti framkvæmd
sinni til samræmis við leiðbein-
ingar Húsnæðis- og mannvirkj-
astofnunar frá árinu 2018 en það
hefur ekki gengið eftir,“ segir Björg.
„Hvert og eitt sveitarfélag virðist
hafa sinn háttinn á hvernig og
hvort þetta gjald sé innheimt.“ – khg
Gjaldheimta vegna gáma í Hafnarfirði úrskurðuð ólögleg
Hvert og eitt sveitar-
félag virðist hafa
sinn háttinn á hvernig og
hvort þetta gjald sé inn-
heimt.
Björg Ásta Þórðar-
dóttir, lögfræð-
ingur Samtaka
iðnaðarins
Bæði málin snerta gáma fyrirtækja
á Völlunum. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð