Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 114

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 114
2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R18 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT Presturinn Isaac var einn þeirra sem sátu fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY KÖRFUBOLTI Fimm manna sendi- nefnd  skipuð leikmönnum  úr NBA-deildinni  í körfubolta f laug til Ítalíu í fyrradag og sat fund með Frans páfa um áhrif aðgerða NBA- leikmanna á baráttuna fyrir félags- legu réttlæti. Mótmæli leikmanna NBA-deildarinnar í sumar vöktu heimsathygli. Kornið sem fyllti mælinn var þegar hinn 29 ára gamli Jacob Blake sem er svartur á hörund var skotinn til bana af lögreglu mán- uðum eftir að George Floyd var myrtur af lögregluþjónum. Leikmennirnir nýttu vettvang- inn í úrslitakeppninni til að vekja athygli á óréttlætinu sem ríkir í landinu. Það vakti athygli páfans sem kom á fundi með leikmönn- unum. Meðal þess sem rætt var voru aðgerðir leikmanna til að vekja athygli á félagslegu og fjárhagslegu óréttlæti og næstu aðgerðum. Einn þeirra sem sátu fundinn með páfanum var Jonathan Isaac, leikmaður Orlando Magic, sem er vígður prestur. – kpt Leikmenn úr NBA sátu fund með páfanum Föstudaginn 27. nóvember gefur Fréttablaðið út sérblaðið BLACK FRIDAY Á Íslandi þekkist Black Friday undir viðurnefninu Svartur Föstudagur og er þekktur sem mikill verslunardagur og þá sér í lagi í netverslun. Í dag er veislan haldin um allan heim og undanfarin ár hafa netverslanir að sjálfsögðu ekki verið nein undantekning, hvað þá núna á tímum Covid. Dagurinn hefur löngum talist marka fyrsta dag jólavertíðar hjá verslunareigendum. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Jóhann Waage sölu-og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins Sími 550-5656 / johannwaage@frettabladid.is FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fer st vit að d gurin og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryg þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is FRJÁLSAR ÍÞRÓTTIR „Sigurinn er ekki unninn enn en það var mikið fagnaðarefni að sjá að þetta og léttir að þetta sé komið upp á borðið. Við hjá Frjálsíþróttasam- bandinu höfum verið í sérstakri stöðu því  hvorki ríki né borg hefur til þessa verið tilbúið að gefa það út hvað ætti að gera til fram- búðar. Miðað við yfirlýsingar Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menn- ingarmálaráðherra, og nú hjá borginni, þá sé ég ekki annað en það sé líkleg niðurstaða að reynt verði að leysa vandamál okkar með nýjum þjóðarleikvangi fyrir frjálsar íþróttir,“ segir Freyr Ólafs- son, formaður FRÍ, aðspurður út í starfshópinn sem á að mynda um þjóðarleikvang fyrir frjálsar íþróttir. Málið var rætt á borgarráðsfundi fyrir helgi þar sem lagt var til að Reykjavíkurborg myndi tilnefna fulltrúa í hópinn. „Eftir þetta geta menn varla frestað því að taka ákvörðun mikið lengur. Þetta er búið að sitja á hak- anum í mörg ár en nú ættu öll gögn að koma fram. Það hefur verið talað um innviðauppbyggingu og það er óskandi að þetta yrði innan þess. “ Samkvæmt tilvísun mennta- og menningarmálaráðuneytisins er starfshópnum ætlað að vinna for- vinnu til að af la upplýsinga um þarfir fyrir mannvirki til lengri tíma, skoða nýtingarmöguleika og hvort að mannvirki sem eru til staðar gætu nýst í þetta eða hvort að þörf sé á nýju mannvirki til að geta staðið fyrir alþjóðlegum keppnum. Þá mun starfshópurinn skoða kostnað ríkis og borgar af rekstri og uppbyggingu vallarins og er von á niðurstöðum 1. apríl næstkomandi. „Kröfurnar okkar eru í raun bara að hafa ásættanlega aðstöðu til æfinga og keppni fyrir frjálsar íþróttir. Þegar alþjóðlegar keppnir fara fram er kostur að vera skammt frá öðrum íþróttavelli. Í því sam- hengi eru vísbendingar um að það myndi henta vel að hafa völlinn við Laugardalshöll, ef hann á að vera í borginni.“ Aðspurður hvort önnur sveitar- félög en Reykjavík hafi komið til greina segir Freyr að fyrst þurfi að koma niðurstaða um framtíð Laugardalsvallar. „Við höfum bara í rauninni verið að bíða eftir svari ríkis og borgar. Að þau myndu staðfesta Laugardals- völl sem núverandi þjóðarleikvang í frjálsum íþróttum til framtíðar eða að segja okkur að það verði farin önnur leið sem mér sýnist að eigi að fara. Við höfum í rauninni ekki haft neitt í höndunum um að við séum líklegast að f lytjast á annan stað fyrr en núna. Við vitum af áhuga innan Breiðabliks að fá þjóðarleik- vang í frjálsum íþróttum í Kópa- vog en þetta veltur allt á því hvaða sveitarfélag er tilbúið að standa undir þessu.“ Raunveruleiki FRÍ er sá sami og annarra minni sérsambanda. Keppnisaðstæður á Íslandi standa ekki undir kröfum þess að halda alþjóðleg mót. „Við erum í rauninni ekki með neinn völl í Reykjavík núna og höfum þurft að afþakka boð um að hýsa alþjóðleg mót. Það er vilji fyrir því að halda þessi mót en við erum ekki með aðstöðuna til þess,“ segir Freyr og heldur áfram: „Ástandið hefur í raun aldrei verið verra en í ár, það er enginn völlur í Reykjavík sem er í lagi. Það stóðu framkvæmdir yfir á Laugar- dalsvelli og völlurinn í Mjódd var ekki tilbúinn. Reykjavíkurborg bjargaði okkur með því að opna frjálsíþróttahöllina í Laugardal í sumar,“ segir Freyr sem útilokar ekki áframhaldandi samstarf við KSÍ um þjóðarleikvang. „Ef það finnst hagstæð lausn á Laugardalsvelli fyrir báðar íþróttir væri hægt að lifa við það en það er bara spurning hvað er besti mögu- leikinn. “ Innan FRÍ hefur sá möguleiki verið ræddur að völlurinn yrði að einhverju leyti opinn almenningi til afnota. „Hvar sem við verðum kemur til greina að völlurinn verði opinn almenningi, að almenningur geti komið inn og æft við frábærar aðstæður. Það fara ekki margir dagar árlega í það sem ætlast er til af vellinum og það þarf að hugsa hvernig hann nýtist sem best.“ kristinnpall@frettabladid.is Frábært að fá loksins svör  Fyrir helgi tók borgarráð fyrir bréf mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að setja á laggirnar starfshóp um þjóðarleikvang fyrir frjálsar íþróttir. Fagnaðarefni að fá loksins svör, segir formaður FRÍ. Frá framkvæmdum fyrr á þessu ári þegar ný hlaupabraut var lögð á Laugardalsvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Eftir þetta geta menn varla frestað því að taka ákvörðun mikið lengur. Freyr Ólafsson, formaður Frjáls- íþróttasambands Íslands FÓTBOLTI Í nýjustu ársskýrslu Tott- enham kemur fram að félagið tap- aði tæplega 64 milljónum punda á síðasta tímabili. Það kemur aðeins ári eftir að félagið lauk tímabili með tæplega sjötíu milljóna punda gróða. Þar munaði helst um að sjón- varpstekjur í Meistaradeild Evr- ópu minnkuðu um sextíu millj- ónir punda. Ári eftir að hafa tapað í úrslitaleiknum sjálfum féll Spurs úr leik í sextán liða úrslitunum í ár. Félagið tók fyrr á þessu ári 175 milljóna punda neyðarlán til að standa undir tekjutapi vegna áhrifa kórónaveirufaraldursins. – kpt  Stórtap í fyrra hjá Tottenham
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.