Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 30
Dýrðardagar
í desember
Aðventan verður kannski með öðru
sniði nú en áður vegna heimsfarald-
ursins, en kærleikurinn fellur aldrei
úr gildi né gjafmildi, góðar smákökur,
jólasöngur og ljúfar samvistir. Njótum
daganna í desember með minna ati og
kætumst saman á meðan við bíðum í
tilhlökkun eftir heilögum jólum.
2
Smákökurnar til-
heyra aðventunni og
því er tilvalið að baka
eina sort í kvöld, til
dæmis lakkrístoppa
drengsins Hauks
Freys á bls. 4.
3
Jólin eru tími gjaf-
mildi og gleði. Það ber
vott um hlýjan hug og
náungakærleik að tína til
útiföt, spariföt og leik-
föng til að gefa þeim
sem minna mega
sín.
4
Frískandi skauta- og
sleðaferðir koma öllum í
jólaskap og skapar það dá-
samlegar minningar að leggj-
ast saman í tindrandi fönn og
búa til snjóengla. Líka að setja
heitt kókó, samlokur og
smákökur í körfu og fara í
lautarferð um undur
vetrarlands.
5
Aðventan er
töfrandi tími samveru.
Púslum saman jólalegt
púsluspil og spilum sem
mest, allt frá lúdó og
slönguspilinu yfir í
tafl og Skrafl.
10
Hringjum í ástvini á
hjúkrunarheimilum og
syngjum fyrir þá jólalag.
Maður er manns gaman
og margir eru einmana
þegar heimsóknir eru
með takmörk-
unum.
11
Komum á óvart
með heitu súkkulaði
og skreyttum pipar-
kökum á rúmstokkinn,
og látum fylgja með
jólastafsbrjóst-
sykur til að dýfa í
kókóið.
13
Það fyllir sálartetr-
ið fegurð og andagift
að setjast á kirkjubekk
á aðventunni, hlusta
á jólasálma og með-
taka frið jólanna
sem nálgast.
14
Um borg og bý
standa stór og ljósum
prýdd jólatré. Því ekki
að skunda að næsta úti-
jólatré til að dansa þar
í kringum og syngja
saman jólalög?
15
Munum að hugsa
undurvel um fólkið
okkar og gefa því
tíma og bros þótt
dagarnir séu
annasamir.
16
Kyssumst sem
oftast undir mis-
tilteini á róman-
tískri aðvent-
unni.
17
Förum í skógarferð,
til dæmis í Öskjuhlíð,
Elliðaárdal eða Heið-
mörk og tínum köngla,
sígrænar greinar og
jafnvel ber til að búa
til jólaskreytingu
saman.
18
Föstudagskvöld
í aðdraganda jóla er
skemmtilegt tækifæri
til að búa til jóladrykki frá
hinum ýmsu heimshorn-
um, til dæmis eggnogg,
heitt toddí, jólaglögg
og mexíkóskt heitt
súkkulaði.
19
Nú er tími til að
fara í skógarhögg
sem víða býðst á
aðventunni og finna
sitt draumajólatré
í fagurri nátt-
úrunni.
20
Til að létta
á spennunni
fyrir pakkafjöld og
komandi sældarlíf er
stórgaman að búa
til sætan snjó-
karl.
21
Í dag er dimmasti
dagur ársins, vetrarsól-
stöður, og upplífgandi að
fara í bæinn til að skoða
ljósadýrð jólanna, jóla-
köttinn og jólaveina
sem sjást víða á
kreiki.
22
Ef ekki er þegar
búið að skreyta allt
í topp á heimilinu er
það aldeildis tíma-
bært. Upp með
jólatré og jóla-
ljós!
23
Þorláksmessukvöld
er hátíð út af fyrir sig.
Eftir skötu í mallakút er
fátt jólalegra en að labba
niður Laugaveg og kasta
kærri jólakveðju á vini
og kunningja sem
við mætum.
24
Jólin koma í kvöld!
Við kveikjum á kerti
hjá látnum ástvinum og
hlustum á aftansöng með
þeim sem lifa. Njótum matar,
gjafa og samveru á lífsins
dýrmætu kvöldi og munum
að þakka fyrir allt sem
okkur var og er
gefið.
12
Í nótt smellir Stekkj-
arstaur kveðjukossi á
kinn Grýlu mömmu sinnar
og stikar stórum skrefum til
byggða til að kíkja eftir skóm
barnanna í gluggum, fyrstur
þrettán jólasveinanna.
Munum að setja skó í
gluggann.
9
Finnum jólagjöf
til góðgerðarmála
með hjartanu og
setjum undir jóla-
trén í Kringlunni
og Smáralind.
6
Það er notaleg
fjölskyldustund að
skreyta saman pipar-
kökuhús með glassúr og
litríku gotteríi. Líka að
hnoða saman í kökur
og konfekt.
8
Á aðventunni tilheyr-
ir að hjúfra sig saman
í jólaljósunum og horfa
á hugnæmar og væmnar
jólabíómyndir. Af nógu er að
taka, bæði sígild kvikmynda-
verk og nýjar jólamyndir
á helstu efnisveitum,
eins og Netflix.
7
Á tímum kórónu-
veirunnar sparar tíma
og fyrirhöfn að fara í
búðaráp á netinu til að
finna hina fullkomnu
jólagjöf handa ástinni
og ástvinum.
1
Fyrsti desember
er loks upprunninn og
bara 24 dagar til jóla! Í dag
tendrum við kertaljós á
dagatalskertinu. Það er líka
tilvalið að taka upp húslest-
ur á aðventunni og lesa
Aðventu eftir Gunnar
Gunnarsson.
24. nóvember 2020 JÓL 2020 8 FRÉTTABLAÐIÐ