Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 88

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 88
jólin þann 6. janúar hingað til. „En við leyfum jólatrénu samt að vera uppi lengur, oft út janúar. Svo fæddist dóttir okkar 6. janúar svo það er lukkudagurinn okkar,“ segir Hanna Rún. Föndrar með syninum Það jólaskraut sem er í mestu uppáhaldi hjá Hönnu Rún er skrautið sem Vladimir Óli, sonur hennar, hefur föndrað. „Bestu jólagjafirnar eru skrautið sem sonur minn hefur föndrað á leikskólanum. Hingað til er það bara sonur minn sem hefur verið að föndra en ég hlakka til þegar dóttir mín byrjar líka á því.“ Á heimilinu eru, eins og er, tvö jólatré. Eitt stórt í stofunni og svo annað aðeins minna í sjónvarps- horninu við hliðina á arninum sem Vladimir Óli á og skreytir sjálfur. „Svo vill maðurinn minn kaupa annað fyrir Kíru Sif en ég á eftir að finna út hvar það á að vera, við erum allavega með tvö núna,“ útskýrir Hanna Rún. Auk þess að skreyta allt heim- ilið sitt fallega fyrir jólin föndrar Hanna Rún líka jólakúlur sem hún selur í verslun foreldra sinna, Gull- smiðju Óla. „Sonur minn hefur verið að föndra mikið með mér alveg frá því hann var bara pínulítill. Við fórum að skreyta jólakúlur með krist- öllum eins og ég set á danskjólana mína. Við vorum bara að skreyta kúlurnar til að setja á tréð hjá okkur en svo voru svo margir sem sáu þetta og fóru að spyrja hvort hægt væri að kaupa svona kúlur af mér. Ég ákvað þess vegna að búa til kristalskúlur sem ég er með í sölu hjá pabba og mömmu. Það sló í gegn svo nú er þetta orðið árlegt.“ Hanna segist sitja sveitt þessa dagana við að föndra kúlurnar, sem eru hengdar upp á tré í gull- smiðjunni. „Svo erum við Vladimir líka að dunda okkur við að föndra á jólatréð og jólaskrautið er smátt og smátt að verða komið upp í öllu húsinu.“ Hanna Rún og eiginmaður hennar, Nikita Bazev, búa á fallegu heimili í Mosfellsbænum ásamt börnunum sínum, Vladimir Óla og Kíru Sif. Þar er sannarlega jólalegt um að litast en Hanna Rún skreytir alltaf mikið og byrjar snemma að setja upp jólaskrautið. „Sumir hneykslast á því og segja við mig, „en það eru tveir mánuðir í jólin“,“ segir Hanna Rún og hlær. „En ég er bara svo ótrúlega mikið jólabarn. Af því að við skreytum mikið þá vil ég taka tíma í það og njóta þess að setja skrautið upp en ekki henda því öllu upp í stressi. Við viljum líka njóta skrautsins en ekki vera nýbúin að setja allt upp þegar við þurfum að taka það niður aftur.“ Heimili Hönnu Rúnar og Nikita tekur því hægt og rólega á sig jólalegri mynd eftir því sem nær dregur jólum. „Ég er í raun alltaf að bæta ein- hverju við. Ég finn kannski fallega jólakúlu sem mig langar að setja á tréð. Í fyrra fann ég til dæmis svo fallega fugla rétt fyrir jól sem voru komnir á 70% afslátt, þannig að ég bætti þeim á skenkinn á Þorláks- messu. Það mesta fer samt alltaf upp í nóvember,“ útskýrir Hanna Rún. Hún segir að jólaskrautið komi úr öllum áttum, það sé engin búð í uppáhaldi þar sem hún finnur jólaskraut frekar en annars staðar. „Stundum er ég bara að kaupa í matinn og sé eitthvað fallegt og kaupi það. Ég finn skrautið í raun bara hér og þar og alls staðar. Þegar við höfum verið í keppnisferðum úti þá hef ég keypt skraut þar. Aðal- lega í Englandi, við höfum oft farið í keppnisferðir þangað fyrir jólin. Svo hefur mamma hans Nikita líka sent okkur skraut á tréð frá Rúss- landi.“ Nikita er rússneskur en þar er haldið upp á jólin 6. janúar. Hanna Rún segir því að fyrir honum hafi 24. desember ekki verið neitt merkilegur dagur áður en þau fóru að vera saman. „Hann var ekki svona mikið jólabarn eins og ég, en nú er hann rosalega mikið jólabarn. Hann elskar jólin og kippir sér ekkert upp við það þó ég byrji snemma að spila jólalög.“ Fjölskyldan heldur jólin að íslenskum sið en þau hafa ekki haldið sérstaklega upp á rússnesku Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@ frettabladid.is Ég er ótrúlega mikið jólabarn Hanna Rún er mikið jólabarn og nýtur þess að skreyta fyrir jólin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Hanna Rún finnur jóla- skrautið hér og þar, sumt föndrar hún með syninum Vladimir Óla. En þessa dagana eru þau að föndra jóla- kúlur. Dansarinn Hanna Rún Bazev Óladóttir hefur gaman af því að skreyta heimili sitt fyrir jólin. Hún byrjar yfirleitt snemma að skreyta svo hún geti notið þess sem lengst. Í uppáhaldi er skrautið sem Vladimir Óli, sonur hennar, föndrar. Af því við skreyt- um mikið þá vil ég taka tíma í það og njóta þess að setja skrautið upp. Hanna Rún Bazev Óladóttir Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Þríkrossinn Stuðningur til sjálfstæðis 24. nóvember 2020 JÓL 2020 66 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.