Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 86
Það eru nú liðin níu ár síðan þau
Árni Árnason og Kolbrún Björns-
dóttir gengu, eða ja, skelltu, í það
heilaga, með ekki nema þriggja
vikna fyrirvara, og það í miðri
jólatörn.
Eðlilega efuðust nákomnir þeim
um andlegt heilbrigði þeirra
beggja og sumir töldu þau gjör
samlega vera búin að missa vitið.
Nú, níu árum seinna, segir Árni
þetta bestu ákvörðun sem þau hafi
tekið. „Við höfðum verið trúlofuð
í mörg ár og ástæðan fyrir því að
við höfðum ekki drifið í þessu fyrr
var sú að við vorum alltaf að bíða
eftir rétta tímanum.“ Það liðu þrjú
ár, svo liðu tvö í viðbót og eftir um
sjö ára trúlofun var lífið enn þá að
þvælast fyrir þeim skötuhjúum.
Hann birtist aldrei, þessi rétti tími.
„Það var því ekki neitt annað í
stöðunni en að drífa í þessu sem
fyrst,“ segir Árni.
Það varð úr að Árni og Kolbrún
gengu í það heilaga í viðurvist
prests og votta, sunnudaginn
18. desember 2011, eingöngu sex
dögum fyrir aðfangadag. „Dag
setningin sjálf hefur svo sem enga
þýðingu fyrir okkur, en þegar við
tókum ákvörðunina vildum við
síður hafa brúðkaupið inni í miðri
jólahátíðinni. Það kom á daginn
að þessi dagur var laus og þá hófst
allur frekari undirbúningur. Við
töluðum við prest, Ólaf Jóhann
Borgþórsson í Seljakirkju, sem
var meira en til í þetta með svona
stuttum fyrirvara. Svo bókuðum
við Lágafellskirkju, en sú kirkja
er ótrúlega falleg. Margir sem við
þekkjum hafa lýst því yfir að við
höfum verið brjáluð að gera þetta
allt í miðju jólastressi, en það
hefur komið á daginn að það er
alveg æðislegt að eiga brúðkaups
afmælið í miðjum jólaundirbún
ingi,“ fullyrðir Árni.
Jólalegt brúðkaupsafmæli
Árni og Kolbrún eru bæði mjög
mikil jólabörn í anda og finnst
þetta báðum yndislegur tími. „Við
eigum okkur eina hefð á brúð
kaupsafmælisdaginn og það er að
verja deginum saman. Við vöknum
saman, erum saman allan daginn
og förum í rúmið saman. Þá gerum
við hvað eina það sem við erum að
bardúsa þá stundina, en oftast er
það eitthvert stúss í anda jólanna.
Jólahátíðin er tími þar sem við
náum að slaka aðeins á og hægja á
ferðinni, íhuga lífið og tilveruna.
Það besta við jólin er friðurinn og
róin. Mér finnst að áherslurnar
hafi breyst almennt í þjóðfélaginu
og fólk vill nú eiga rólegar og nota
legar stundir saman í kringum
jólin, í stað þess að gera allt, taka
til í öllum hornum og þrífa og
skrúbba allt. Þetta er einmitt tími
til þess að hlúa að andlegu hliðinni
og ekki hvað síst núna þegar
faraldur skekur heimsbyggðina.“
Hélt að Jesú væri jólasveinn
„Pétur Jesú sjálfur söng fyrir okkur
í athöfninni og það er skemmtileg
saga að segja frá því að dóttir
okkar, sem á þessum tíma
var rétt að verða tveggja ára
og alger pabbagemlingur, sat
í fanginu á mér alla athöfn
ina og ríghélt í mig. Ástæðan
var sú að hún var svo ofboðs
lega smeyk við jólasveina og
hún hélt að Pétur Jesú væri
jólasveinninn.“ Þess má geta
að á þessum tíma skartaði
Pétur vígalegu skeggi, sem
hefur styrkt stoðirnar undir
grunsemdir stúlkunnar til
muna.
Gefst ekki tími í stress
Árni segir að það sé í raun margt
gott við að hafa ekki of langan
fyrirvara þegar kemur að því að
plana svona viðburð. „Það gefst
enginn tími til þess að stressa sig
á hlutunum. Maður verður bara
að taka af skarið og velja það sem
er í boði. Brúðkaup þurfa nefni
lega ekki alltaf að vera risastór
og flókin. Og ég mæli heilshugar
með að fólk íhugi vetrarbrúð
kaup. Þennan dag var veðrið alveg
dásamlegt. Það var allt svo kyrrt
og rótt og fallegt. Úti var jólaleg
snjókoma og dúnmjúkur snjórinn
á jörðinni brakaði undan skónum.
Það voru miklir töfrar í loftinu. Ég
geri mér grein fyrir að við vorum
að sjálfsögðu heppin að fá svona
gott veður, en ef það hefði gert
vont veður þá ætluðum við bara að
hafa það notalegt inni.
Giftu sig í miðri
jólatörn með 3
vikna fyrirvara
Árni og Kolbrún
giftu sig 18.
desember 2011
með eingöngu
þriggja vikna
fyrirvara í
miðri jólatörn.
Veðurguðirnir
blessuðu þetta
brúðkaup, enda
fengu þau stillt
vetrarveður og
jólasnjókomu.
MYNDIR/
AÐSENDAR.
Börnin þeirra: Theodóra, Helena, Arnór Blær og Sólveig María. MYND/SISSA
Háspenna, lífs-
hætta á Spáni er
ný bók frá Árna
og sjálfstætt
framhald af
Friðbergi for-
seta sem kom
út í fyrra.
Jóhanna María
Einarsdóttir
johannamaria
@frettabladid.is
Einnig buðum við bara
þeim allra nánustu. Þetta var í
raun næstum eins og COVID
brúðkaup, níu árum á undan
sinni samtíð, því það voru
ekki nema rétt um þrjátíu
manns í kirkjunni. Þetta var
bara lítið og náið með nánustu
fjölskyldu og einum, tveimur
vinum hvort sínum megin. Við
hefðum að vísu ekki sloppið
undir 20 manna samkomu
bann í dag,“ segir Árni og
kímir.
Jólabrúðkaupsboð
Brúðkaupsveislan var haldin
heima hjá nýpússuðu hjónunum.
Í stað þess að reyna að komast
undan jólastemningunni var
ákveðið að fara frekar alla leið í
jólagleðinni. „Við buðum öllum
heim til okkar í jólaboð eftir
athöfnina. Það var hangikjöt, malt
og appelsín, laufabrauð, jólalög og
allur pakkinn. Jólin í kjölfarið voru
svo alveg hreint yndisleg. Að verja
jólahátíðinni í hveitibrauðsdagana
var alveg frábært.
Þetta var allt í allt stórkostlegur
dagur og frábær ákvörðun enda
vissum við bæði að við vildum
verja restinni af ævinni saman. Við
þurftum ekki að hugsa um það því
það var ekki partur af ákvörðun
inni. Það var bara tímasetningin
sem þurfti að ákveða. Að vera gift
hvort öðru er skuldbinding okkar
gagnvart hvort öðru og ótrúlega
rómantískt í þokkabót. Það var
líka viss rómantík að gera þetta
með svona stuttum fyrirvara og
finna að maður væri tilbúinn að
taka svona stóra ákvörðun með
svo stuttum fyrirvara með mann
eskjunni sem maður elskar. Í því
er falið mikið traust, enda er þetta
ákvörðun fyrir lífstíð ... vonandi,“
segir Árni og hlær.
Vinsæl barnabók
Árni er augljóslega sögumaður
mikill enda kemur það á daginn
að hann er að gefa út bók á vegum
Bjarts bókaforlags núna í jóla
törninni. „Bókin er nýlega komin
út og er sjálfstætt framhald af
barnabókinni Friðbergi for
seta sem ég gaf út í fyrra. Þessi bók
heitir Háspenna, lífshætta á Spáni
og er ægilega spennandi og fyndin
saga fyrir 8–13 ára. Bókin fjallar
um systkinin Sóleyju og Ara sem
eru á leið í frí til Spánar. En það
breytist allt þegar þau komast í
tæri við afar skuggalegan náunga
sem hefur ekkert sérstaklega gott
í hyggju.“ Bókin í fyrra var mjög
vinsæl og því eru líklega margir
krakkar spenntir að lesa þessa bók.
Kolbrún Björnsdóttir, fyrrverandi
útvarpskona á Bylgjunni, starfar
nú sem framkvæmdastjóri hjá
stéttarfélaginu Lífi. Einnig er hún
leiðsögumaður og sinnir verk
efnum fyrir Ferðafélag Íslands.
24. nóvember 2020 JÓL 2020 64 FRÉTTABLAÐIÐ