Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 62
Afkomendur Þórdísar og Sigurðar bíða árvisst í ofvæni eftir jólaísnum góða og er alkunna að ísinn sé sá allra besti í heimi. „Kannski er það nostalgía hjá krökkunum líka, en ísinn er ein- faldur í gerð og svalandi góður eftir heitt hangikjötið. Dóttir mín býr stundum til súkkulaðisósu og skvettir þá dálitlu viskí út í fyrir fullorðna fólkið en svo býð ég bara upp á sósur og útálegg eins og hver vill. Vanillukornin gefa ísnum höf- ugt bragð og ég laga hann yfirleitt á aðfangadag, þá er hann ferskur og ekki búinn að vera lengi í frysti áður en ég ber hann fram.“ Ísblönduna frystir Þórdís í sögu- frægu formi. „Já, uppskriftin er upphaflega úr dönsku blaði þar sem ísinn var sýndur í fögru formi en ég átti ekk- ert slíkt. Svo var það einn daginn að ákveðið var að leyfa fólki að kaupa sitthvað úr gamla mjólkur- húsinu á Vífilsstöðum, þar sem áður var býli, og viti menn, við mér blasti eins ísform og var í danska blaðinu forðum, og þá var ísgerðin fullkomnuð,“ segir Þórdís kankvís, en ísinn er nánast konunglegur ásýndar þegar honum er hvolft úr forminu. Þórdís gefur lesendum tvær ísuppskriftir en á gamlárskvöldum æskunnar lagaði móðir hennar rommrúsínuís fyrir öll áramót. „Hann var auðvitað áfengur, með rommlegnum rúsínum, og því sérlagaður fyrir fullorðna fólkið og börnin fengu vanilluís. Romm- rúsínuísinn er einstakt sælgæti og ég hef hann enn oft á borðum á gamlárskvöld.“ Besti ís í heimi 5 eggjarauður 1 dl sykur 1 vanillustöng ½ lítri rjómi Þeytið rjómann sér. Þeytið svo sykur og eggjarauður vel saman. Skerið vanillustöngina langsum, skafið vanillukornin úr henni og bætið út í eggjahræruna. Hrærið nú þeyttan rjómann varlega saman við eggjahræruna með sleikju og blandið vel. Hellið ísnum í ísform og frystið í fjóra tíma. Ísinn þarf að standa við stofuhita í 15 til 20 mínútur áður en hann er tekinn úr forminu og borinn fram. Súkkulaði- og rommrúsínuís Þórdísar 5 eggjarauður 250 g sykur 3 eggjahvítur ½ lítri þeytirjómi 1 bolli rúsínur 3 msk. romm 150–200 g suðusúkkulaði 1/2–1 msk. Neskaffi Leggið rúsínur í bleyti í romm. Þeytið eggjarauður og helming sykurs, þar til létt og ljóst. Stífþeyt- ið eggjahvíturnar og svo restina af sykrinum saman við yfir volgu vatnsbaði þar til úr verður þykkur marengsmassi. Þeytið rjómann en ekki of stíft né þurrt. Grófsaxið súkkulaðið en skiljið 50 g eftir til skrauts. Hrærið nú marengsnum út í þeyttu eggjarauðurnar. Bætið næst við kaffi, rommrúsínum og súkkulaði. Hrærið því næst rjómanum varlega saman við og setjið ísinn í form. Frystið í 4 til 6 tíma. Gott er að hræra einu sinni til tvisvar í ísnum til að koma í veg fyrir ísnálar á meðan frýs. Takið úr frysti um hálftíma fyrir notkun og setjið í ísskáp. Dýfið þá forminu snöggt í volgt vatn og hvolfið ísnum úr því á disk. Puntið með afgangssúkkulaðinu. „Þessi uppskrift að jólaís hefur fylgt mér frá fyrstu hjúskaparárum okkar Sigurðar Björgvinssonar. Við vorum vön að bjóða tengda- foreldrum mínum úr Keflavík í heitt hangikjöt með uppstúf, heitu heimagerðu rauðkáli og Ora grænum baunum í hádeginu á jóladag og svo var gætt sér á ísnum í eftirrétt. Enn í dag höldum við hádegisboð á jóladag og koma þá börnin okkar, makar og barna- börn í heitt hangikjöt og jólaís, og erum við þá alls 21 manns,“ segir hjúkrunarfræðingurinn Þórdís Guðjónsdóttir. Þórdís er sest í helgan stein. Síðustu fimmtán starfsárin var hún fyrsti forstöðumaður Lækjar í Hafnarfirði, athvarfs fyrir fólk með geðraskanir. Áður vann hún við hjúkrun á dagdeild endurhæfingar á Kleppi og þar á undan á lungna- deild Vífilsstaða. „Þá hentaði vel að hafa jólaboð í hádeginu og taka kvöldvakt á jóladagskvöldi. Hádegið finnst mér líka skemmtilegur tími til samfunda og gaman að fá börnin kát og hress. Þetta er alltaf jafn skemmtileg stund þar sem við stórfjölskyldan hjúfrum okkur saman yfir góðum mat og sam- veru.“ Þórdís Lilja Gunnarsdóttir thordisg@ frettabladid.is Allra besti jólaís í heimi Í hádeginu á jóladag fyllist hús Þórdísar Guðjónsdóttur hjúkr- unarfræðings af sársvöngum afkomendum hennar sem tví- stíga af tilhlökkun að komast loks í jólaísinn úr sögulegu ísforminu. Jólaís Þórdísar Guðjónsdóttur er einkar stásslegur kominn úr forminu fornfræga. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 24. nóvember 2020 JÓL 2020 40 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.