Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 121

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 121
Jón Guðmundsson opnaði um liðna helgi sýningu í Gallerí Göngum í Háteigskirkju. Hann nefnir hana Áhrif að austan og til­ einkar hana Fljótsdalshéraði, sér­ staklega Hallormsstað og Vallanesi. Þar eru bæði málverk og ljósmyndir. Jón hefur verið þekktari fyrir f lautuleik og kennslu en myndlist en nú sýnir hann á sér nýja hlið. „Haustið 1988 tókum við hjónin þá ákvörðun að taka okkur upp frá Reykjavík og f lytja austur á Hall­ ormsstað. Ég hafði ekkert kynnst landsbyggðinni og varla farið út fyrir höfuðborgina nema í stuttar sumarferðir. Austur á Hérað hafði ég þó tvisvar komið,“ útskýrir Jón og segir þessa dvöl hafa orðið lengri en þau hjón grunaði í fyrstu því á Hallormsstað hafi þau búið í sex­ tán ár. „Þessi ákvörðun er sennilega sú gáfulegasta sem við höfum tekið,“ segir hann. „Börnin okkar þrjú ólust upp í Hallormsstaðaskógi og við hjónin kynntumst f ljótlega fólki sem reyndist okkur afar vel enn í dag og teljast til okkar bestu vina.“ Fyrir austan fékk Jón andann yfir sig og prófaði ýmislegt sem honum hefði sennilega aldrei dottið í hug í höfuðborginni, að eigin sögn. „Ég steig meðal annars á leiksvið í Vala­ skjálf á Egilsstöðum, söng í kirkju­ kór Vallaneskirkju, skrifaði leikrit og sögur, hélt ljósmyndasýningu á Skriðuklaustri, fór að spila aftur á f lautu og prófa að mála myndir.“ Eitt enn nefnir Jón sem hann hefði alls ekki átt kost á í höfuðborginni, það var að kynnast sveitalífi. Nýjustu myndirnar á sýningunni í Gallerí Göngum í Háteigskirkju eru af kartöf luútsæði. Þær segir Jón hafa orðið til þegar vinir hans, Eymundur og Eygló, bændur í Valla­ nesi, héldu jarðeplahátíð í október síðastliðnum og sýndu meðal ann­ ars ýmis litbrigði kartaf lna. „Svo eru ljósmyndirnar úr Vallanes­ kirkju en gömlu myndirnar gerði ég á Hallormsstað.“ – gun Áhrif að austan Jón sýnir á sér nýja hlið á sýning- unni í Gallerí Göngum. MYND/ JÓHANNA ÞÓRHALLSDÓTTIR Ein myndanna á sýningunni. Kannski gerð undir áhrifum frá „rauðri íslenskri“! Hefðbundinn kveð­skapur á sitt vígi í tímaritinu Stuðla­bergi. Nýlega kom hefti af því í hús til að kæta anda við­ takenda. Forsíðuna prýðir Ragn­ heiður Gröndal sem allir vita að er ein af okkar bestu söngkonum, hitt vita líklega færri að hún leikur sér að því að yrkja limrur. Ragnar Ingi Aðalsteinsson, rit­ stjóri Stuðlabergs, kastaði fram hverjum fyrripartinum eftir annan í samkomu­ banninu í vor og á 24 dögum bárust honum ríf lega 900 botnar, takk fyrir. Brot af þeim birtist í þessu hefti. R íót r íós­sk á ld ið á Raufarhöfn, Jónas Frið­ rik, er í viðtali. Hann gefur letilega mynd af sér í bundnu máli sem ekki er pláss fyrir hér. Ómar Ragnarsson, fréttamaður, skáld og skemmtikraftur, velur sín uppáhalds­ ljóð og opnuviðtal er við skáldið Valdi­ mar Tómasson. Upp­ lýst er í ritinu að hið fræga Þórsmerkurljóð Sig u rðar Þórar ins­ sonar sé ort við Gríms­ vötn og alþingismenn yrkja hver í kapp við annan á einni opnunni. Þá er getið margra nýrra ljóðabóka, þar af sex eftir sama höfund, Skagfirðinginn Bjarna Stefán Konráðsson, sem heitir öðrum eins skammti á næsta ári. Þá mun tólf stafa titill bóka­ flokksins koma í ljós því einn stafur er á hverri bók! Að sjálfsögðu er kveðið um kór­ ónaveiruna í Stuðlabergi. Þessi vísa er eftir Karl Kristensen: Ég kemst ekki út að keyra, hvað þá nú heldur meira. Ég kúldrast hér inni með konunni minni. Hún er voðaleg þessi veira. – gun Níu hundruð botnar bárust í samkomubanni Ragnar Ingi ritstjóri frá Vaðbrekku. Benný Sif Ísleifsdóttir fer á kostum í leiftrandi skemmtilegri skáldsögu sem gerist á Vestfjörðum í upphafi 20. aldar. Hansdætur segir af harðgerðum konum og andans mönnum, sorgum og sigrum, draumum og þrám. „... vildi ég gjarnan að ég gæti gefið sögunni eitthvað meira en fullt hús stiga.“ R AGNHILDUR ÞR ASTARDÓTTIR / MORGUNBLAÐIÐ „Það er ekki oft sem ég klára bók og þrái framhald en nú biðla ég til höfundarins: Megum við fá frekari frásagnir af Gratíönu?“ S Æ U N N G Í S L A D Ó T T I R / L E S T R A R K L E F I N N „Vel skrifuð og áhrifamikil bók sem erfitt er að leggja frá sér.“ B R Y N H I L D U R B J Ö R N S D Ó T T I R / F R É T T A B L A Ð I Ð Innbundin Rafbók Hljóðbók Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | Opið 10–19 alla daga fram að jólum | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 25Þ R I Ð J U D A G U R 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.