Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 42
Patience Karlsson kemur frá Gana en hefur búið á Íslandi í bráðum 18 ár. Hún segir íslensk- ar og ganverskar jólahefðir mjög ólíkar. Í Gana eru nágrannarnir hluti af fjölskyldunni, allir borða saman og börnin ganga í hús og syngja og fá sælgæti. sandragudrun@frettabladid.is Patience býr á Íslandi ásamt íslenskum eiginmanni sínum og börnum þeirra. Hún er kennari í Breiðholtsskóla auk þess sem hún rekur búðina Afro Zone í verslunarmiðstöðinni Hólagarði í Breiðholti. Hún heldur íslensk jól þegar hún er á Íslandi en segist samt sakna margs frá jólunum heima í Gana. „Jólahefðirnar í Gana og á Íslandi eru ólíkar. Á Íslandi eru allir heima með fjölskyldunni sinni og borða saman, en í Gana eru jólin meira samfélagsleg. Þú borðar ekki endilega það sem þú eldar. Fólk eldar og gefur nágrann- anum og nágranninn gefur þér. Þú ert þess vegna að borða mjög fjölbreyttan mat og hafa samskipti við nágrannana. Krakkar fara líka hús úr húsi og syngja og fá nammi í staðinn. Þetta er samt ekki eins og hrekkjavaka eða öskudagur. Krakkarnir eru ekki í búningum, þau syngja jólalög í fínum fötum, oft nýjum,“ segir Patience. „Ég gerði þetta þegar ég var lítil stelpa og það var mjög gaman,“ segir hún og hlær að minningunni. „Það var mjög gaman að fara út og sýna vinum mínum nýja kjólinn minn og stundum nýja skó og syngja saman. Kannski var maður kominn með nýja klippingu líka eða búinn að gera eitthvað flott við hárið á sér. Þetta var mjög gaman.“ Patience útskýrir að í Gana séu nágrannarnir eins og fjölskylda og það séu mjög mikil samskipti á milli þeirra. „Mér fannst mjög skrýtið þegar ég f lutti til Íslands að nágrannar tala ekki oft saman og stundum þekkjast þeir ekki, en ég er orðin vön þessu núna. Eitt af því sem er gott við það að nágrannar eru nánir er að kona sem á til dæmis lítið barn og þarf að fara í vinnuna, hún getur beðið nágranna sinn að passa barnið og fólk er síður ein- mana.“ Fyrst var farið í kirkju svo eldað Patience segir að jólagjafir séu ekki stór hluti jólanna í Gana, sumir gefa gjafir en ekki allir. Jólin þar snúast meira um að elda sér- stakan mat sem er ekki borðaður hversdagslega og líka að fara í kirkju. „Við förum í kirkju um morgun- inn og svo komum við heim og þá er eldað. Hefðbundinn matur á jólunum eru hrísgrjón, kjöt og kássa. Við erum ekki með sósu heldur kássu, svo er salat með, gos og mjög sætt kex. Við borðum ekki sætan mat venjulega en á jólunum fáum við mjög sætt kex sem við kaupum, fólk í Gana er ekki mikið að baka, við erum meira í því að elda,“ útskýrir Patience. Jólaskraut er ekki eins áberandi í Gana og á Íslandi að sögn Patience, en hún segir að fólk skreyti samt eitthvað fyrir jólin. „Það er heldur ekki eins mikið um flugelda þar og hér, en það er að aukast. Yfirleitt kaupir fólk litlu raketturnar sem þú kveikir í og kastar þeim svo frá þér. Þær eru mjög vinsælar og fólk er að sprengja þær alveg frá jólunum fram að áramótum. Við höldum upp á jóladag 25. desember en annan í jólum fara margir á strönd- ina, eftir það byrjar hversdags- lífið aftur hjá fullorðna fólkinu. Við höldum samt áfram að borða afganga frá jóladegi alveg fram að áramótum,“ segir Patience og hlær. „Á gamlársdag er mikilvægt fyrir kristið fólk að fara í kirkju í Gana. En múslimar mega líka fara í kirkju. Í Gana eru kristnir og múslimar miklir vinir og kristið fólk býður oft múslimskum vinum sínum með í kirkju. Við strengjum áramótaheit í kirkjunni, eins og til dæmis, ég lofa að vera góð stelpa og hætta að stela nammi frá mömmu minni. Þú stendur kannski við þetta í tvo daga og svo fer allt aftur í gamla farið,“ segir Patience og skellir upp úr. Eitt af því sem Patience saknar mest frá jólunum í Gana er sú hefð krakkanna að búa til skýli úr pálmatrjám. „Á síðasta ári var ég í Gana og mér fannst gaman að sjá að krakk- arnir eru enn að gera þetta. Við notuðum greinar pálmatrjánna til að byggja hús og settum jólaljós inn í húsið. Svo söfnuðumst við saman þar og sungum. Stundum þegar maturinn var tilbúinn fórum við með hann inn í litla húsið og borðuðum þar. Þetta var svo gaman, ef þú áttir ekki ný föt eða nýja skó þá skipti það ekki máli, það sem skipti máli var að safnast saman, syngja og borða góðan mat.“ Notuðu greinar pálmatrjánna til að búa til hús og settu jólaljós inn í það Patience er frá Gana en hefur búið á Íslandi í bráðum 18 ár. Hún segir jólin í þessum löndum ólík. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Patience á jóladag með fjölskyldunni og nágrönnunum úti í Gana, rétt eftir að þau höfðu lokið við að borða saman gómsætan jólamat. MYND/AÐSEND Opið 10–19 alla daga fram að jólum BÓKABÚÐ FORLAGSINS • Næg bílastæði • Rúmt í versluninni – auðvelt að halda tveggja metra fjarlægð • Spritt og grímur í boði • Sameiginlegir snertifletir sótt- hreinsaðir reglulega • Innpökkunarborð og merkimiðar Bókabúð Forlagsins | Fiskislóð 39 | www.forlagid.is LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA 24. nóvember 2020 JÓL 2020 20 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.