Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 48
Sigríður Inga Sigurðardóttir sigriduringa@ frettabladid.is Jólakransinn er kominn á úti- dyrahurðina heima hjá Guðfinnu en hún bjó hann til úr fíngerðum hreindýramosa. „Það er fastur liður í jólaundirbúningnum að búa til hurðarkrans. Á haustin fer ég út í skóg til að finna efni í vetrar- eða jólaskreytingar og finnst það alltaf mikil stemning. Ég gæti þess auð- vitað að ganga vel um náttúruna og passa upp á að skilja hvergi eftir ummerki um mig, en það er mikil- vægt að sýna umhverfinu virðingu. Það sást til dæmis ekki á nokkurri þúfu að ég hefði tínt hreindýra- mosa,“ segir hún með bros á vör. Þetta árið ætlar Guðfinna að setja jólaljósin fyrr upp en vana- lega, sem og jólaskrautið. „Það er nauðsynlegt fyrir fólk sem býr á norðurslóðum að hafa nota- legt inni hjá sér í mesta skamm- deginu og það hefur sjaldan skipt jafnmiklu máli og í ár. Mér finnst aðventan yndislegur tími en hef aldrei verið föst í jólahefðum, heldur er ég meira fyrir að spila í takt við það stuð sem ég er í hverju sinni. Ég er alin upp við að jólin séu með ýmsu móti og er þakklát fyrir að hafa upplifað fjölbreytileg jól í gegnum tíðina,“ segir Guðfinna. Jólamarkaðurinn að bresta á Guðfinna er vöruhönnuður að mennt og stofnaði Vík Prjóns- dóttur á sínum tíma. Í fyrra lauk hún námi í umhverfisskipulagi frá Landbúnaðarháskólanum og stýrir jólamarkaði Skógræktarfélags Reykjavíkur í Heiðmörk í fyrsta sinn í ár. Síðustu vikur hafa því verið óvenju líflegar. „Jólamarkaðurinn snýst um Ævintýri í skóginum Guðfinna segir einfalt að búa til jólakrans. Hún keypti bastkrans, sem er góður grunnur, bleytti hreindýramos- ann upp, vafði honum utan um bastkransinn og festi vandlega með vír. FRÉTTA- BLAÐIÐ/ANTON BRINK Undanfarið hefur Guðfinna haft í mörg horn að líta en hún stýrir hinum vinsæla jólamarkaði Skógræktar Reykjavíkur í ár. Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir notar gjarnan náttúrulegan efni- við í skreytingar fyrir jólin. Það er vel við hæfi því hún vinnur hjá Skógræktarfélagi Reykjavíkur í Heiðmörk og stutt að fara út í skóg að sækja greinar og köngla. að fólk gangi inn í jólaævintýri, með skóginn og útivistarsvæðið alltumlykjandi. Við ætlum að opna markaðinn fyrstu helgina í aðventu og hann er algjörlega hannaður í takt við sóttvarna- reglur. Sölubásarnir verða færri en venjan er og með tveggja metra millibili og það verður einstefna í gegnum markaðinn. Við verðum líka með logandi varðeld úti í rjóðri allan þann tíma sem opið er,“ segir Guðfinna og bætir við að jólaskógurinn verði opnaður viku síðar, en þá gefst fólki tækifæri til að velja sér og fella eigið jólatré. „Það er mjög vinsælt, enda mikil upplifun að fara út í skóg að velja sitt eigið jólatré, furu- eða greni- tré. Það verður líka hægt að kaupa einstakt jólatré á markaðnum sjálfum. Ég held að það verði kærkomið fyrir marga eftir þetta sérstaka ár, að koma og upplifa jólastemningu í skóginum og fá endurnæringu úr náttúrunni. Það er vissulega mikil áskorun að skipuleggja viðburði í þessu árferði. Fólk þráir að komast út, stíga út úr hversdagsleikanum og upplifa jólaævintýri en við erum í þeirri stöðu að þurfa stöðugt að meta aðstæður í takt við gildandi reglur,“ segir hún að lokum. WWW.SANNARGJAFIR.IS Hlýtt teppi fyrir 4 börn, 3.477 kr. 100 skammtar af jarðhnetumauki, 5.030kr. Krakkapakkinn, körfubolti, fótbolti, tíu sippubönd og barnabók, 3.113 kr. Ömmugjöfin, 16 prótínríkar kexkökur, hlýtt flísteppi, vetrarfatnaður fyrir eitt barn, 6.358 kr. Stúlknastyrkur, 25 fjölnota dömubindi, skólagögn fyrir þrjár stúlkur og 300 járntöflur fyrir verðandi mæður, 6.589 kr. Gefðu Sannar gjafir um jólin Umhverfisvænar jólagjafir sem bjarga lífi barna 24. nóvember 2020 JÓL 2020 26 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.