Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 50

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 50
Elín Albertsdóttir elin @frettabladid.is María býr ásamt eiginmanni sínum, David Milo, og tveimur börnum í Austin í Texas. Vegna COVID-19 hafa þau dvalið hér á landi hjá foreldrum Maríu í nokkra mánuði, enda er veiran mjög skæð á þeirra heimaslóðum. María segist alin upp við bakstur og móðir hennar sé sömuleiðis dugleg að skreyta fyrir jólin. „Við reynum yfirleitt að koma til Íslands um jól en vorum heima í fyrra. Þá keyptum við okkar fyrsta jólatré og skreyttum fallega. Reyndar eru Bandaríkjamenn óðir í jólaskreyt- ingar og skreyta mikið. Íslenska jólahefðin er öðruvísi og lengri. Það er eiginlega bara einn frídagur í Bandaríkjunum um jólin. Þeir fá aðeins lengra frí á þakkar- gjörðardaginn. Hér er meira um fjölskyldusamverustundir,“ segir hún. „Það eru engar sérstakar hefðir á jólunum hjá foreldrum mínum varðandi mat utan þess að við fáum alltaf humar í forrétt. Á undanförnum árum hefur aukist að það sé villibráð á aðfangadag, til dæmis hreindýr en mágur minn er veiðimaður og hefur boðið upp á það. Stundum höfum við haft nautalund.“ Þegar María bakar skoðar hún Jólabomba með fullt af nammi María býr í Bandaríkjunum en dvelur nú á Íslandi með fjölskyldu sinni. Hún hefur mjög gaman af því að baka tertur og er algjör snillingur í skreytingum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Þessi kaka er ekkert smáræði. Full af gúmmelaði. María Ólafsdóttir er alin upp við bakstur og hefur mjög gaman af því að baka tertur sem gleðja augað. Þessi jólabomba sem hún gefur hér uppskrift að er eiginlega stútfull af gleði og sætindum. alls konar tertur á netinu og býr síðan til sína eigin. „Hugmyndirnar koma úr öllum áttum en alltaf með smá tvisti frá mér sjálfri,“ segir hún. „Ég reyni að betrumbæta og setja eitthvað sem mér finnst gott í upp- skriftirnar,“ segir hún. María ætlar að nota tímann sem hún dvelur hér á landi til að stunda nám í Reykjavik Makeup. „Ég klára skólann í febrúar og reikna með að við snúum þá aftur heim. David er að vinna sína vinnu héðan en vegna sex tíma tímamismunar er vinnu- tíminn frá 15–23 sem er ekki mjög skemmtilegt,“ segir hún. „Á hans vinnustað eru allir að vinna heima, líkt og hér, svo staðsetningin skiptir ekki miklu máli.“ En hér kemur bomban hennar Maríu sem ætti ekki að svíkja neinn sem elskar góðar tertur. JÓLABOMBA Þessi kaka er samansett af brún- kökubotni og tveimur marengs- botnum, tveimur lögum af sæl- gætis-rjómafyllingu, kókosbollum, jarðarberjum, bræddum þristum og karamellum. SÚKKULAÐIBOTN Þetta er uppskrift fyrir tvo súkku- laðibotna. Ég nota annan botninn í kökuna og frysti hinn botninn. 3 eggjahvítur 180 g sykur 200 g sykur 100 g smjör (við stofuhita) 320 g hveiti 40 g kakó 1 ½ tsk. matarsódi ½ tsk. salt 3 stk. eggjarauður 2 ½ dl mjólk 1 tsk. vanilludropar 1 Stífþeytið eggjahvítur og sykur. Setjið í aðra skál og geymið í kæli- skáp. 2 Þeytið vel saman sykur og smjör. Á meðan það er þeytt saman, sigtið saman öll þurrefnin í skál. 3 Bætið eggjarauðunum út í, einni í einu, í sykur/smjör blönduna og skafið vel niður á milli. 4 Setjið vanilludropana út í mjólk- ina. Bætið mjólkurblöndunni og þurrefnunum út í til skiptis. Bætið þeyttu eggjahvítu- blöndunni varlega saman við með sleikju. Bakið í tveimur formum við 180 gráður í 25–28 mín. MARENGSBOTN Þetta er uppskrift fyrir tvo mar- engsbotna. 4 eggjahvítur 200 g sykur 3 dl Rice Krispies Stífþeytið eggjahvíturnar. Setjið sykurinn saman við í nokkrum skömmtum og þeytið vel. Setjið Rice Krispies varlega saman við með sleikju. Notið sömu bökunarformin og fyrir súkkulaðibotnana og teiknið tvo hringi eftir þeim á bökunar- pappír svo að botnarnir verði jafn stórir. Deilið marengsnum á hringina og bakið við 150 gráður í 60 mín. Slökkvið á ofninum og látið botnana kólna inni í ofninum. SÆLGÆTIS- RJÓMAFYLLING 200 g þristur (ca 12 þristar) ½–¾ dl rjómi 250 g askja jarðarber 4 mars súkkulaðistykki (4 x 45 g) 1 poki Nóa Síríus Tromp kurl 1 poki Nóa Síríus Krisp kúlur 750 ml rjómi 1 pakki kókosbollur 1 Bræðið þrist og rjóma saman í potti, kælið aðeins. 2 Skerið mars í litla bita og jarðar- berin. Þeytið rjómann og blandið öllu varlega saman við rjómann nema kókosbollunum og bræddu þristunum. Skerið hverja kókosbollu í 4 bita, eða til helminga ef notaðar eru minni kókosbollurnar. SAMSETNING Setjið annan marengsbotninn á kökudisk og helminginn af rjóma- fyllingunni ofan á marengsinn. Ofan á rjómafyllinguna kemur brúnkökubotninn. Dreifið bræddu þristunum ofan á brúnkökubotn- inn. Raðið kókosbollunum ofan á bræddu þristana. Setjið hinn helminginn af rjómablöndunni ofan á kókosbollurnar. Að lokum fer hinn marengsbotninn ofan á rjómablönduna. SKREYTING 150 g rjómakaramellur ¾ dl rjómi Bræðið saman karamellurnar og rjómann og kælið. Hellið kara- mellubráðinni yfir kökuna. Skreytið að vild, t.d. með jarðar- berjum og/eða sælgæti. Ég notaði kókos sem snjó og skreytti með jólatrjám og jóla- sveinum. Súkkulaðijólatré Bræðið 150 g suðusúkkulaði yfir vatnsbaði. Teiknið jólatré á blað og leggið bökunarpappír ofan á. Gott er að setja tvöfalt límband á milli svo að bökunarpappírinn færist ekki til. Setjið súkkulaðið í sprautupoka og sprautið á bök- unarpappírinn og látið harðna í kæli. Takið varlega af bökunar- pappírnum og skreytið hliðarnar á kökunni. Ég notaði brædda kara- mellu til að festa trén á kökuna. 24. nóvember 2020 JÓL 2020 28 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.