Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 77
Fylltur lambahryggur.
Sérrífrómas
með Omnom
lakkríssúkk
ulaði og hind
berjum.
Innbakaðar kartöflur og
portobello-sveppir
600 g Þykkvabæjar sveppa
kartöflugratín
2 meðalstórir portobellosveppir
50 g rifinn ostur
steinselja – söxuð
truffluolía – ekki nauðsynlegt
salt
pipar
smjördeig
1 egg
Skerið sveppina og steikið á heitri
pönnu upp úr olíu og smjöri,
kryddið til með salti. Blandið rest
saman og smakkið til með smá
magni af trufflu-olíu, salti og pipar.
Setjið í eldfast mót. Smjördeig sett
yfir formið, penslað með slegnu
eggi og bakað við 190 °C þangað
til deig er klárt. Takið út og rífið
harðan ost yfir með rifjárni.
Síðan mun ég að öllum líkindum
bera þessa máltíð fram með öllu
því hefðbundna. Waldorf-salati,
rauðkáli, grænum baunum og jafn-
vel líka sykurbrúnuðum kartöflum
svo allir verði sáttir. En sjáum til.
Sérrífrómas með Omnom
lakkríssúkkulaði og
hindberjum
Þessi frómas klikkar ekki, við
vorum með hann á matseðli öll jól
sem ég vann á veitingastaðnum
Vox árin 2009–2013. Nema í þetta
skiptið set ég hann upp á mun
hefðbundnari hátt en við gerðum á
smakkseðlinum í þá daga.
Sérrífrómas
4 egg
200 g sérrí
100 g Omnom lakkríssúkkulaði –
saxað
200 g sykur
8 matarlímsblöð
600 g rjómi
kakó
Eggjarauður og sykur er þeytt
saman, matarlím lagt í bleyti
og leyst upp í heitu sérríi. Hrært
saman við eggin, stífþeyttum
eggjahvítum, léttþeyttum rjóma
og súkkulaði blandað varlega
saman við. Athugið að vera búin
að þeyta allt og blanda öllu saman
á svipuðum tíma, svo matarlímið
stífni ekki of snemma.
Hindberjasalat
200 g hindber
20 g flórsykur
sítrónusafi
sítrónubörkur
Öllu blandað saman og smakkað
til með berki og safa. Látið standa
saman í klukkustund og sett í
skál/glas. Setjið hindberjablöndu í
botninn, setjið sérríblöndu yfir og
látið stífna. Kakói stráð yfir, þrífið
kakó utan af glasinu og berið
fram. Fullkominn eftirréttur með
góðu kaffi.
Hreinleiki krydds leggur grunn að góðri og hollri matseld.
Allar okkar vörur eru án auka- og íblöndunarefna og koma frá viðurkenndum birgja
í Evrópu, sem styður vistvæna og sjálfbæra framleiðslu kryddbænda víða um heim.
Við höfum séð landsmönnum fyrir kryddum
og kryddblöndum allt frá árinu 1989.
Gæðakrydd í baksturinn
24. nóvember 2020 JÓL 2020 FRÉTTABLAÐIÐ 55