Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 120

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 120
STRAX FYRSTA DAGINN LEYFÐI GUÐLAUG MÉR AÐ HJÁLPA TIL AÐ FERGJA BRUNN OG HALDA UNDIR RJÓMABRÚSA. ÞANNIG FÉKK ÉG HLUTVERK, ÞAÐ MUNAÐI UM MIG OG ÞAÐ BREYTTI ÖLLU. Fimm ára telpa er á leið með ókunnugu fólki í f lugvél til ókunnugs fólks. Hún grætur því hún er með skerandi eyrnaverk. Hér er Sól- veig Pálsdóttir rithöfundur að rifja upp fyrstu ferð sína af mörgum austur að Hraunkoti í Lóni og á því hefst nýja bókin hennar, Kletta- borgin. Minningar úr skólum og frá táningsárum í borginni með tilheyrandi útstáelsi og laumu- drykkju f léttast inn í frásögnina þegar lengra dregur, að ógleymdu leiklistarnámi og -starfi. Að sjálf- sögðu kemur fjölskyldan við sögu; systkini og foreldrarnir Páll Ásgeir Tryggvason sendiherra og Björg Ásgeirsdóttir, plús afar og ömmur, forsetahjónin Ásgeir Ásgeirsson og Dóra Þórhallsdóttir og útgerðar- hjónin Tryggvi Ófeigsson og Her- dís Ásgeirsdóttir. En lífið í Lóninu og fólkið í Hraunkoti, Sigurlaug, Skafti, Guðlaug og feðgarnir Friðrik og Frirri, fá samt flestar síður. Var byrjuð á glæpasögu Við Sólveig hittumst í nýrri verslun Sölku útgáfu að Suðurlandsbraut 6. Hún hlaut glæpasagnaverðlaunin Blóðdropann fyrir síðustu bók sína, Fjötra, sem kom út fyrir síðustu jól. Áður voru komnar fjórar sakamála- sögur. Af hverju breytti hún um kúrs núna? „Ég var byrjuð að teikna upp plott í næstu sögu, þá skall COVID-19 á og skyndilega breyttist allt, smitum fjölgaði, hvert landið lokaðist af öðru og f lug voru felld niður. Ég fylltist fáránleikatilfinningu yfir að sitja við að kokka glæpaf léttu þegar ástandið í heiminum væri svona. Aðalefni Klettaborgarinnar hafði búið með mér lengi og þegar farið er að grufla í minninu opnast f leiri glufur og allt lifnar við. Ég var austur í Hraunkoti á sumrin frá því ég var á sjötta ári til tólf ára og leið vel, ég lenti hjá svo góðu fólki.“ Þó Sólveig væri ung þegar hún fór fyrst í sveitina og tilfinningarnar blendnar í byrjun, var hún það veraldarvön að hafa flogið heim frá Svíþjóð með stúlku þegar foreldrar hennar sigldu. „Ég hafði ekki alltaf hangið í pilsfaldi móður minnar þó ég væri langyngst af systkinunum og þeim þætti ég fordekruð og fá mikla athygli. Þau voru fjögur og fæddust á fimm árum.“ Leið eins og ég gerði gagn Í Hraunkoti kom Sólveig sér upp búi uppi í klettum og lék sér með horn, kjálka, leggi og steina. „Börnin mín bilast þegar ég segi frá þessu, þeim finnst ég hafa verið uppi á 19. öld. En strax fyrsta daginn leyfði Guðlaug mér að hjálpa til að fergja brunn og halda undir rjómabrúsa. Þann- ig fékk ég hlutverk, það munaði um mig og það breytti öllu. Margt ungt fólk í dag finnur fyrir tilgangsleysi. Kannski hefur það farið á mis við þetta? Hvort sem ég þvældist með Skafta bónda á dráttarvélinni eða laumaðist út í garð til Sigurlaugar eldsnemma á morgnana í beða- hreinsun leið mér eins og ég gerði gagn. Ég hafði meiri áhuga á úti- verkum en inni en stundum lagði ég á borð og ræddi svo lífsins mál við Friðrik veiðimann í eldhúsinu.“ Hvernig fannst þér sveitamatur- inn? Við lifðum á því sem landið gaf. Sigurlaug bar fram salat úr græn- meti og jurtum úr náttúrunni flesta daga. Ég man eftir að hafa borðað álftaregg og hreindýrakjöt. Svo var oft selur. Sem krakka fannst mér steiktur áll rosalega góður en ég veit ekki hvort ég gæti borðað hann núna. Hann er mjög feitur.“ Það var gestkvæmt í Hraunkoti og alltaf töfraði Sigurlaug fram kræs- ingar, að sögn Sólveigar. „Eitt haust- ið var Sigurlaug búin að undirbúa afmælið mitt, sem er 13. septem- ber, og baka uppáhalds kökurnar mínar, mamma var komin austur en rétt fyrir afmælið taldi Guðlaug okkur á að fljúga suður með fyrstu vél, ég var svekkt en þetta bjargaði því að við náðum að hitta afa Ásgeir áður en hann varð bráðkvaddur að kvöldi 15. september. Guðlaug sá og vissi meira en f lestir. Það hafði líka sannast þegar amma Dóra dó skyndilega átta árum fyrr, þá hafði mamma verið í stuttri heimsókn í Hraunkoti en Guðlaug sent hana suður í tæka tíð. Guðlaug gat sagt fyrir um gestakomur og það var talað um huldufólk í Hraunkoti, mér fannst það eðlilegasti hlutur í heimi.“ Alkóhólisminn hafði áhrif En það er f leira í bókinni en Hraun- kot. „Já, þegar maður leyfir sér að opna fyrir minningar þá streyma þær fram, meðal annars úr Mela- skólanum, þær eru reyndar ekki allar jafn jákvæðar því sumt var bara ekki í lagi.“ Þú dregur ekki fjöður yfir það í bókinni og heldur ekki yfir alkó- hólismann hjá föður þínum. „Nei, það tók samt mörg ár að viðurkenna hann því um hann var aldrei talað. En pabbi var sullari og það hafði áhrif á taugakerfi hans og allt. Ég ólst samt upp við gott atlæti. Það voru strangar etíkettur heima, matur klukkan sjö og maður settist við borðið og stóð ekki upp nema biðja um leyfi. Á unglingsárum var ég spennt fyrir krökkum sem komu frá svolítið losaralegum heimilum, enginn matartími og ekkert stress. Mér fannst það æðislegt og áttaði mig hreint ekki á að oft voru erfið- leikar á þessum heimilum.“ Sólveig segir foreldra sína hafa verið hlýjar manneskjur þó þau væru ekki að knúsa og kjassa. „Það var svo mikill ótti við að dekra krakka. Viðkvæm mál voru heldur aldrei rædd heima. Ég hélt framan af að börnin fengjust í apótekum og segi frá því í bókinni þegar ég byrjaði á blæðingum og vissi ekk- ert hvað var að gerast. Það var engin kynfræðsla í Melaskóla, samt voru þar læknir og hjúkrunarfræðingur, og ekki heldur í Hagaskóla. Það var ekkert verið að fræða okkur að fyrra bragði.“ Einu sinni sleppti Sólveig skóla- tíma, forvitnin rak hana upp að Hringbraut, hvar verið var að fagna stórafmæli meistara Þór- bergs. „Það varð allt vitlaust en þegar Björn skólastjóri frétti hvað hefði orðið af mér þá leiðrétti hann skrópstimpilinn í kladdanum. Það er ein af mínum góðu minningum úr skólanum. Svo var ég hjá góðum íslenskukennara líka, Ólafi Víði. En ég var óheyrilega léleg í handa- vinnu.“ Var Sigurlaug ekkert búin að kenna þér? „Ekki í handavinnu en hún kenndi mér að lesa. Hún var andans manneskja, þær voru sískrifandi báðar, Guðlaug og hún. Guðlaug gaf út sjö bækur og Sigurlaug lærði á tölvu þegar hún var um nírætt og notaði hana á hjúkrunarheimilinu þegar hún þýddi bók úr norsku. Geri aðrir betur.“ Bóndi, leikari, ljósmóðir Klettaborgin snýst ekki síst um sterkar konur sem höfðu áhrif á Sólveigu. Þar eru Sigurlaug og Guð- laug ofarlega á blaði. „Mamma var sterk og gerði allt vel þó hún væri af þeirri kynslóð kvenna sem var ekki í símaskránni og ekki einu sinni á dyralúgunni. Hún var oft við hlið afa eftir að hann missti ömmu skyndilega í upphafi síðasta kjör- tímabilsins sem forseti. Ég nefni líka Herdísi Hallvarðs, frænku mína, gít- arleikara Grýlanna, sem gerði upp- reisn gegn því að fá ekki fara í smíði í skólanum. Það þurfti kjark til þess – sem ég hafði ekki. Svo hugsa ég til formóður minnar, Solveigar Páls- dóttur ljósmóður sem gerði mikið fyrir samfélagið í Vestmannaeyjum. Hún var amma Ásgeirs afa, hann sagði mér frá henni og fékk að ráða nafninu mínu. Mig langaði á tíma- bili að verða ljósmóðir. Þegar ég kom úr sveitinni eitt sumarið eftir að hafa sótt lamb inn í kind sem átti í erfiðleikum með burð, setti ég skilti á hurðina mína sem á stóð: Hér býr Sólveig Pálsdóttir 1) bóndi 2) leikari 3) ljósmóðir. Leiklistar- áhuginn kom snemma og áður en ég fór í Leiklistarskólann var ég þrjú ár á námskeiðum hjá Helga Skúlasyni – hann tróð sér líka inn í bókina! Hún skrifaði sig sjálf, þessi bók. Mér fannst þetta fólk vera hjá mér og það var svo gaman. Þetta voru endurfundir.“ Mér fannst þetta fólk vera hjá mér Hún er leikari, kennari og bókmenntafræðingur og sneri sér að ritstörfum á síðasta áratug. Sólveigu Páls- dóttur þekkja landsmenn sem höfund glæpasagna en í nýju bókinni, Klettaborginni, rær hún á önnur mið. Brot úr Klettaborginni Mér fannst allt æðislegt í leikhúsinu; skáldskapurinn, fólkið, myrkrið, ljósin, sminkið, búningarnir, allt þetta höfðaði sterkt til mín. Ég tímdi oft ekki að taka af mér farðann eftir sýningu því ég vildi halda í til- finninguna sem lengst. Bls. 160 Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is Aðalefni bókarinnar hafði búið með mér lengi og þegar farið er að grufla í minninu opnast fleiri glufur og allt lifnar við, segir Sólveig. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN 2 4 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R24 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.