Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 78

Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 78
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@ frettabladid.is Jólin í ár verða sérstök hjá Þórdísi en þetta eru fyrstu jólin eftir að hún varð móðir. „Ég er 25 ára og nýbökuð móðir. Ég bý í Vesturbænum ásamt unnusta mínum, sjö mánaða gömlum orkubolta og kisu,“ segir Þórdís. „Ég er með BA-gráðu í arki- tektúr og stunda nú meistaranám í umhverfis- og náttúrusiðfræði við HÍ. Áhugasvið mitt er ansi vítt og ég veit ekki enn „hvað ég vil verða þegar ég verð stór“ en ég mun sennilega alltaf vilja vera með þó nokkur járn í eldinum.“ Elska allt við jólin Þegar Þórdís er spurð hvort hún sé svokallað jólabarn segir hún svo heldur betur vera. „Það er nánast of vægt til orða tekið að kalla mig jólabarn, en frá því ég var lítil hef ég hlakkað til jólanna allt árið. Ég elska einfaldlega allt við jólin, hvort sem það eru jólaþrifin, jóla- maturinn eða jólagjafirnar. Ein uppáhaldsjólahefðin mín byrjaði árið sem fjölskyldan mín fékk sér hund en þá fórum við öll saman í göngutúr eftir matinn á aðfanga- dag. Ég veit ekkert hátíðlegra en að ganga um snævi þakið hverfið á aðfangadagskvöld þegar enginn er á ferli, sjá jólaljósin kveikt í hverju húsi og fjölskyldur borða saman eða opna gjafir.“ Þórdís neytir engra dýraafurða og ólíkt mörgum sem gerast vegan hægt og rólega yfir ákveðið tímabil ákvað Þórdís einfaldlega að demba sér beint í djúpu laugina. „Ég tók þá ákvörðun að gerast vegan á einu kvöldi. Eftir á að hyggja hafði þessi hugsun verið lengi að malla í kollinum á mér en allt í einu var eins og það hefði kviknað á peru og ég fann að ég var ekki að lifa í samræmi við mín gildi. Nú eru komin tæp fimm ár síðan og ég hef aldrei litið til baka, enda líður mér betur á líkama og sál en nokkru sinni fyrr.“ Hún segir margt hafa breyst frá þessu augnabliki og greinir sívax- andi áhuga fólks á þessum mikil- væga og margþætta málaflokki. „Á þessum tæpu fimm árum sem ég hef verið vegan hefur margt breyst. Úrval á vegan matvörum hefur stóraukist og upplifi ég að flestir séu að einhverju leyti að reyna að borða meira grænmetis- eða vegan fæði. Veitingastaðir bjóða langflestir upp á einn eða fleiri vegan rétti og Hægt að útbúa vegan útgáfu af öllu sem er ómissandi Þórdís segir hnetusteikina fullkomna á jólaborðið, hún sé bæði hátíðleg og gómsæt. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR Meðal hráefna sem Þórdís notar í steikina eru sveppir, kartöflur, gulrætur, linsubaunir, pekanhnetur, heslihnetur, tómatpúrra og krydd. MYND/ ARON GAUTI SIGURÐARSON Þórdís Ólöf Sigurjónsdóttir heldur úti matarblogginu „Græn- kerar“ þar sem hún birtir alls konar gómsætar vegan upp- skriftir. má nú finna vegan veitingastaði, kaffihús og meira að segja vegan matvöruverslun á þessu litla landi. Mér finnst virkilega gaman að fylgjast með þessari hröðu þróun og gaman að geta verið hluti af henni,“ segir Sigrún glöð í bragði. Frá lambahrygg yfir í hnetusteik „Fjölskyldan mín hefur alltaf verið með lambahrygg á aðfangadag en það var eitthvað það allra besta sem ég fékk. Fyrstu vegan jólin mín var ég sú eina í fjölskyldunni sem ekki borðaði lambahrygginn og til að hafa hlutina sem einfaldasta keypti ég hnetusteik og borðaði á aðfanga- dag. Keypta hnetusteikin var ágæt en bragðið var gjörólíkt því sem ég var vön á aðfangadag, auk þess sem mér fannst vanta hátíðlega braginn sem fylgir vanalega jólamáltíðinni.“ Að ári liðnu hafði margt breyst og fjölskyldan sameinuð í því að hafa jólin dýraafurðalaus. „Næstu jól voru mamma og pabbi líka orðin vegan og ákváðum við mamma að gera almennilegan vegan jólamat. Við útbjuggum hnetusteik sem var innblásin af meðlæti og kryddum hefðbundnu jólamáltíðarinnar og niðurstaðan var betri en ég get lýst. Síðan þá höfum við alltaf haft heimagerða hnetusteik á jólunum og ég veit ekkert betra eða hátíð- legra.“ Einfalt að vegan-væða Þórdís segir það geta verið ein- manalegt að vera vegan á jólunum og vera umkringd/ur ástvinum sem borða annars konar mat. Það þurfi þó ekki að vera svoleiðis og þetta geri verið tilvalið tækifæri til þess að útbúa gott meðlæti sem allir geti borðað og eins til að útfæra hefðbundnari jólamat á vegan máta. „Mörgum grænkerum reynist hátíðirnar erfiðar vegna jólaboðanna og finnst leiðinlegt að vera með allt öðruvísi mat en allir aðrir. Í slíkum aðstæðum mæli ég með að horfa á meðlætið, en oft er auðvelt að gera meðlætið vegan, og mæta svo með eitthvað sem passar við meðlætið. Ég er til dæmis með hangi-Oumph á jóladag, hamborg- ar-Oumph annan í jólum og vegan Wellington á áramótunum og get í öllum tilvikum borðað sama með- læti og aðrir. Það er nefnilega hægt að útbúa vegan útgáfu af öllu því sem ykkur finnst ómissandi á jól- unum og ættu allir að geta haldið frábær jól án dýraafurða.“ Þórdís hvetur þau sem eru áhugasöm að vera óhrædd við að prófa vegan mat um hátíðarnar og að þá sé einnig kjörið að prófa að leggja dýraafurðir til hliðar í janúar og létta þannig á líkama og sál á meðan stigið er inn í nýtt ár. „Ég óska að lokum öllum gleðilegrar hátíðar og vona að sem flestir prófi vegan fæði, hvort sem það er tíma- bundið eða til frambúðar. Frábær leið til þess að byrja nýtt ár er að taka þátt í veganúar!“ Hnetusteik Þórdísar „Þegar ég bý til hnetusteik geri ég vanalega tvöfalda eða þre- falda uppskrift til að eiga í frysti. Mér finnst einnig gott að baka hnetusteikina í muffinsformum úr sílíkoni til að geta tekið litlar sætar hnetusteikur með mér í nesti. Í þetta sinn gerði ég tvöfalda uppskrift og sýna meðfylgjandi myndir því tvöfalt magn af hrá- efnum. Mér finnst hnetusteik æðisleg á jólunum en ég veit ekki hátíðlegri mat. Það skemmtilega við að elda sína eigin hnetusteik er að geta smakkað til og kryddað og gert jólamatinn þannig algjörlega eftir eigin hefðum og bragðlaukum.“ Hnetusteik 1 laukur 2 hvítlauksrif 400 g gulrætur 1 pakki sveppir 200 g kartöflur 200 g rauðar linsubaunir, þurrar 4 dl vatn 1 grænmetisteningur 1 sveppateningur 1 msk. tómatpúrra 1,5 msk. tamarisósa 1 tsk. hlynsýróp 100 g hakkaðar heslihnetur 1,5–2 dl haframjöl, glúteinlaust ef vill 100 g pekanhnetur 1 stór stilkur ferskt rósmarín 1 msk. ferskt timian, (garðablóðberg) 2 stór blöð fersk salvía, (um 6 lítil) 1/2 tsk. karrýsalt og pipar Undirbúningur: Rífið grænmetið (lauk, hvítlauk, gulrætur, sveppi og kartöflur) niður á rifjárni eða skerið smátt niður. Setjið linsubaunirnar í sigti og skolið. Saxið hneturnar og þurrristið á pönnu. Hrærið vel í hnetunum og passið að þær brenni ekki. Setjið þær svo til hliðar. Saxið fersku kryddjurtirnar smátt niður. Eldun: Mýkið lauk og hvítlauk á stórri pönnu/potti upp úr olíu þar til laukurinn brúnast. Bætið græn- metinu út í og steikið þar til sveppirnir hafa mýkst. Bætið vatni og linsubaunum út á pönnuna og látið malla í 10 mín. Fylgist vel með blöndunni og hrærið í henni. Reynið að bæta ekki við meira vatni nema nauðsynlegt sé. Meðan blandan mallar er grænmetis- og sveppatening bætt út í ásamt tóm- atpúrru, tamarisósu, hlynsýrópi og þurrkuðum kryddum (karrý). Þegar 10 mínútur eru liðnar frá því að linsubaunirnar voru settar á pönnuna, er ristuðu hnetunum bætt út í ásamt fersku kryddunum. Á þessu stigi er gott að smakka blönduna til og bæta við kryddum eftir smekk. Blandan er látin malla í 5 mín. Loks er haframjölinu bætt út í. Deigið á nú að vera orðið mjög þykkt og ekki á að vera hægt að hella því. Ef deigið er of blautt þarf að bæta meira haframjöli við. Stórt brauðform er klætt með bökunar- pappír og allt úr pottinum/pönn- unni er sett ofan í formið og dreift vel úr því. Formið er klætt með álpappír og svo sett inn í ofn við 180 °C í klukkutíma. Síðustu 10–15 mín. er álpappírinn tekinn af forminu til að baka yfirborðið. Þegar hnetusteikin er komin úr ofninum er henni leyft að kólna örlítið og svo er henni hvolft á disk eða bakka. Gott að hafa í huga: Heslihnetum og pekanhnetum má skipta út fyrir aðrar hnetur, eins og t.d. möndlur, valhnetur og kasjúhnetur. Tamarisósu má skipta út fyrir sojasósu (t.d. glú- teinlausa sojasósu). Fersku krydd- unum má skipta út fyrir þurrkuð krydd. Ég nota oft timian, rósmarín og Lamb Islandia frá Pottagöldrum (þar er salvía í aðalhlutverki). Dásamlegt er að bragðbæta blönduna með smátt skornum villisveppum og skvettu af rauðvíni. Verið velkomin á Árbæjarsafn á aðventunni Engin jóladagskrá í ár vegna COVID-19. w w w .b or ga rs og us af n. is 24. nóvember 2020 JÓL 2020 56 FRÉTTABLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.