Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 67
Jólamarkaðurinn við Elliða-
vatnsbæ í Heiðmörk er haldinn
allar aðventuhelgar af Skóg-
ræktarfélagi Reykjavíkur. Undan-
farin ár hefur verið mikil og ljúf
jólastemning á markaðnum á
aðventunni og heimsókn á jóla-
markaðinn hefur fest sig í sessi
sem aðventuhefð hjá mörgum.
Með jólamarkaðnum vill félagið
stuðla að ævintýralegri upplifun
í vetrarparadísinni Heiðmörk
þar sem fólk getur notið úti-
veru í skóginum, valið jólatré og
einstakar gjafir. Félagið selur að
sjálfsögðu aðeins íslensk jólatré
af ýmsum gerðum. Fyrir hvert
selt tré eru 50 gróðursett. Félag-
ið hefur einnig haldið utan um
handverksmarkað þar sem sérstök
áhersla er lögð á einstakt hand-
verk og matarafurðir.
Jólamarkaðurinn verður með
breyttu sniði og hefur að sjálf-
sögðu verið útfærður miðað við
allar gildandi reglur og leggjum
við okkur fram við að skapa sem
bestar aðstæður fyrir gesti. Meiri
áhersla er á upplifun utandyra og
bent er á að klæða sig vel og nýta
þetta einstaka útivistarsvæði. Út
frá Elliðavatnsbænum er fjöldinn
allur af gönguleiðum sem sjá má á
korti inni á heidmork.is. Auk þess
verður ævintýraleg stemning í
Rjóðrinu þar sem varðeldur mun
loga á meðan markaðurinn er
opinn.
Jólatréssalan verður einnig opin
á virkum dögum frá 13.00–17.00 á
milli aðventuhelganna. Heiðmörk
fagnar 70 ára afmæli á þessu ári.
Jólamarkaðurinn í Heiðmörk er
alltaf vinsæll og margt fallegt að sjá.
Jólamarkaður í Heiðmörk
Austurrískt póstkort frá árinu 1911
sem sýnir Krampus. MYND/GETTY
Hinn ógurlegi
Krampus
UN Women býður upp á táknrænar
jólagjafir í formi gjafabréfa.
Sóttvarnarpakki
UN Women –
jólagjöfin í ár
Hugmyndir Íslendinga og margra
annarra þjóða um jólasveininn
eru á þann veg að hann sé gamall,
vingjarnlegur og örlátur maður
sem þykir óskaplega vænt um
börn. Í Austurríki er hins vegar allt
annað upp á teningnum. Þar er að
finna skelfilega veru sem gengur
undir heitinu Krampus og er sögð
vera vitorðsmaður Sankti Niku-
lásar. Sagan segir að jóladjöfullinn
Krampus ráfi um göturnar í leit
að óþægum börnum. Í desember-
mánuði má gjarnan sjá fólk með
ógnvekjandi grímur á götum úti
sem hrella og hræða bæði börn og
fullorðna með alls konar ægilegum
hrekkjum.
Táknrænar jólagjafir UN Women
eru sífellt að verða vinsælli.
COVID-19 hefur hræðileg áhrif
á konur og eykur enn ójöfnuð –
sérstaklega þar sem konur standa
höllum fæti fyrir. UN Women
býður upp á fjölda táknrænna
jólagjafa í formi gjafabréfa, og eru
áhrif COVID-19 í forgrunni í gjafa-
úrvalinu þetta árið.
Ein af þeim vinsælustu er Sótt-
varnarpakki fyrir Róhingjakonur
á flótta í Bangladess sem kostar
1.900 krónur. Hann inniheldur
andlitsgrímu sem saumuð er á
staðnum, handspritt og sápu.
Sæmdarsett fyrir konur í Líbanon
kostar 3.500 krónur og inniheldur
dömubindi, nærfatnað, sápur,
sjampó, tannkrem, tannbursta og
handklæði. Eins kostar stuðningur
við kvennaathvarf fyrir þolendur
ofbeldis í Eþíópíu 5.900 krónur. Öll
gjafabréfin fást einnig í rafrænni
útgáfu.
Nánar á www.unwomen.is.
Yljaðu þér
á aðventunni
D Ö K K R I S T A Ð , K R Ö F T U G T , Þ É T T & I L M R Í K T
H E F U R Ö R L Í T I Ð H N E T U B R A G Ð , G Ó Ð A F Y L L I N G U M E Ð S K E M M T I L E G U M
S Ú K K U L A Ð I K E I M & E R Í E I N S T A K L E G A G Ó Ð U J A F N V Æ G I
FRÉTTABLAÐIÐ 4524. nóvember 2020 JÓL 2020