Fréttablaðið - 24.11.2020, Blaðsíða 100
Sigríður Inga
Sigurðardóttir
sigriduringa@
frettabladid.is
Díana hefur alltaf verið mikið
jólabarn og man eftir sér sem
lítilli stelpu, þar sem hún lá undir
jólatrénu og dáðist að ljósunum og
skrautinu. „Jólin hafa alltaf heillað
mig og eru minn uppáhaldstími
á árinu. Ég er alin upp við danska
jólasiði því mamma mín var frá
Danmörku. Hún kom til Íslands
sem au-pair, kynntist pabba og
bjó hér alla ævi. Mamma hélt í
jólahefðir frá sínu heimalandi. Við
fengum svínabóg með öllu tilheyr-
andi í jólamatinn og svo útbjó hún
góðan eftirrétt. Hann var gerður úr
eplamauki og ristuðu brauðraspi,
þetta tvennt var sett í nokkur lög í
skál og rjómi á toppinn. Þegar búið
var að vaska upp eftir jólamatinn
á aðfangadagskvöld var jólatréð
dregið fram á mitt gólf, sungin
jólalög og dansað í kringum tréð.
Mamma söng eitt lag á dönsku og
þetta var mjög skemmtilegt,“ segir
Díana, sem hefur haldið þessum
sið eftir að hún stofnaði sjálf fjöl-
skyldu. Hins vegar ákváðu þau
Smári B. Ólafsson, eiginmaður
hennar, að fara eigin leiðir hvað
varðar jólamatinn. „Hann var
vanur því að fá lambakjöt svo við
vildum finna eitthvað sem okkur
finnst báðum gott. Síðustu þrjátíu
árin höfum við því verið með
kalkún, sem öllum í fjölskyldunni
finnst löngu orðið ómissandi á
aðfangadagskvöld,“ segir hún.
Það hefur ekki farið fram hjá
vinum og ættingjum Díönu að
jólin eru hennar eftirlætistími.
„Þegar ég varð fimmtug hvatti
vinur minn mig til að bæta milli-
nafninu Jóladís við nafnið mitt.
Ég ákvað að slá til og sótti um það
hjá Þjóðskrá en fékk ekki leyfi til
Jólin hafa alltaf heillað
Díana
hefur safnað
í skemmti-
lega jólaþorp
í nokkur ár.
FRÉTTABLAÐIÐ/SIG-
TRYGGUR ARI
Hefð er fyrir því að dansa í kringum jólatréð á aðfangadagskvöld.
Frábært jólaþorp hjá Díönu. Díana skreytir heimilið snemma.
Díana Símonardóttir tekur jóla-
skrautið upp viku fyrir aðvent-
una og skreytir heimilið hátt og
lágt en hún á 25 kassa af skrauti.
Á aðfangadagskvöld dansar
fjölskyldan í kringum jólatréð
og hún segir það skapa mikla
stemningu.
þess að nota það sem millinafn og
var bent á að sækja um það sem
fornafn. Það varð að vísu ekki úr
því en ég skrifa mig nær alltaf sem
Díönu Jóladís. Hver veit nema ég
sæki aftur um þegar ég verð sex-
tug,“ segir Díana og skellir upp úr.
Setur upp jólaþorp
Díana á heilmikið af jólaskrauti
sem fyllir tuttugu og fimm kassa.
Hún hefur mikla ánægju af því að
taka skrautið tímanlega upp og
klæða heimilið í jólabúning. „Ég
tek næstum allt annað niður og
set upp jólaskraut, jólamyndir og
jólasokka um leið og Léttbylgjan
fer loksins að spila jólalögin sem
ég bíð eftir allt árið. Ég sauma út
jólamyndir allt árið um kring og í
seinni tíð hef ég saumað jólasokka
fyrir fjölskylduna. Við hjónin
ákváðum að búa til jólaþorp fyrir
mörgum árum og höfum safnað í
það í gegnum tíðina. Jólaþorpið er í
miklu uppáhaldi hjá mér. Ég á líka
gamalt jólaskraut sem ég erfði eftir
mömmu og finnst vænt um það. Á
tímabili var ég með tvö jólatré, sem
ég setti upp vikuna fyrir aðvent-
una. Annað var fjögurra metra hátt
og var á miðju stofugólfinu en hitt
var meira gamaldags jólatré sem
stóð úti við glugga,“ segir Díana.
Hún nýtur svo aðventunnar í
rólegheitum og segist helst nýta
tímann til að hitta vini í ekta
dönskum „julefrokost“. „Mér finnst
það ómissandi en það verður bara
að koma í ljós hvort það verði
hægt í ár. Við verðum bara öll að
sigla í rólegheitum í gegnum þetta
COVID-ástand. Á aðventunni
baka ég eina til tvær sortir af smá-
kökum, því krökkunum mínum
finnst gott að hafa kökudósina hjá
sér þegar þau hafa verið að læra
fyrir jólaprófin. Á jóladag erum
við svo heima á náttfötunum,
fáum okkur kalkúnasamlokur og
púslum. Okkur finnst þetta mjög
huggulegt,“ segir Díana.
Um síðustu jól fór fjölskyldan
til Danmerkur, þar sem annar
sonurinn er við nám. „Það var
mjög gaman að breyta til en núna
hlakka ég enn meira en vanalega
til jólanna því við vorum ekki
heima hjá okkur í fyrra. Ég er
komin með mikinn jólafiðring,“
segir Díana Jóladís að lokum.
Súkkulaðibitasmákökur
1 bolli smjör
1 bolli sykur
1 bolli púðursykur
3 bollar hveiti
2 egg
1 tsk. matarsódi
1/2 tsk. salt
1 bolli kókosmjöl
200 g saxað suðusúkkulaði
Hrærið saman smjör, sykur
og púðursykur þar til blandan
verður ljós og létt. Bætið við hveiti,
eggjum, matarsóda, salti, kókos-
mjöli og suðusúkkulaði og hrærið
varlega saman. Mótið í litlar kúlur.
Klæðið ofnplötu með bökunar-
pappír, raðið kúlunum á plötuna
og bakið við 180 °C í 10–15
mínútur.
Kókosdraumar
Glúteinlausar smákökur
5 dl kókosmjöl
2 msk. maízenamjöl
11/2 dl sykur
2 msk. ósaltað smjör
3/4 dl síróp
1 tsk. vanilludropar
1/4 tsk. salt
2 eggjahvítur
150 g suðusúkkulaði
Blandið saman kókosmjöli og
maízenamjöli í skál. Setjið sykur,
smjör, síróp, vanilludropa og salt
í pott og látið suðuna koma upp.
Sjóðið í 10–20 sekúndur. Takið
þá pottinn af hitanum og bætið
kókosblöndunni út í. Léttþeytið
eggjahvíturnar og blandið þeim
síðan smám saman út í deigið.
Hrærið vel í á meðan. Setjið pott-
inn aftur á hitann og sjóðið áfram í
30–40 sekúndur. Látið síðan deigið
kólna aðeins. Hitið ofninn í 200 °C
og klæðið ofnplötu með bökunar-
pappír. Takið litla bita af deiginu
og mótið kúlur úr því. Raðið á
ofnplötuna og bakið neðarlega í
ofninum í 10–12 mínútur, eða þar
til þær hafa tekið á sig gulbrúnan
lit. Bræðið súkkulaðið yfir vatns-
baði og dýfið kökunum í það þegar
þær hafa kólnað alveg.
Bæjarlind 6 • S. 554 7030 Við erum á Facebook
Kjólar kr. 12.900
24. nóvember 2020 JÓL 2020 78 FRÉTTABLAÐIÐ