Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 30

Fréttablaðið - 24.11.2020, Page 30
Dýrðardagar í desember Aðventan verður kannski með öðru sniði nú en áður vegna heimsfarald- ursins, en kærleikurinn fellur aldrei úr gildi né gjafmildi, góðar smákökur, jólasöngur og ljúfar samvistir. Njótum daganna í desember með minna ati og kætumst saman á meðan við bíðum í tilhlökkun eftir heilögum jólum. 2 Smákökurnar til- heyra aðventunni og því er tilvalið að baka eina sort í kvöld, til dæmis lakkrístoppa drengsins Hauks Freys á bls. 4. 3 Jólin eru tími gjaf- mildi og gleði. Það ber vott um hlýjan hug og náungakærleik að tína til útiföt, spariföt og leik- föng til að gefa þeim sem minna mega sín. 4 Frískandi skauta- og sleðaferðir koma öllum í jólaskap og skapar það dá- samlegar minningar að leggj- ast saman í tindrandi fönn og búa til snjóengla. Líka að setja heitt kókó, samlokur og smákökur í körfu og fara í lautarferð um undur vetrarlands. 5 Aðventan er töfrandi tími samveru. Púslum saman jólalegt púsluspil og spilum sem mest, allt frá lúdó og slönguspilinu yfir í tafl og Skrafl. 10 Hringjum í ástvini á hjúkrunarheimilum og syngjum fyrir þá jólalag. Maður er manns gaman og margir eru einmana þegar heimsóknir eru með takmörk- unum. 11 Komum á óvart með heitu súkkulaði og skreyttum pipar- kökum á rúmstokkinn, og látum fylgja með jólastafsbrjóst- sykur til að dýfa í kókóið. 13 Það fyllir sálartetr- ið fegurð og andagift að setjast á kirkjubekk á aðventunni, hlusta á jólasálma og með- taka frið jólanna sem nálgast. 14 Um borg og bý standa stór og ljósum prýdd jólatré. Því ekki að skunda að næsta úti- jólatré til að dansa þar í kringum og syngja saman jólalög? 15 Munum að hugsa undurvel um fólkið okkar og gefa því tíma og bros þótt dagarnir séu annasamir. 16 Kyssumst sem oftast undir mis- tilteini á róman- tískri aðvent- unni. 17 Förum í skógarferð, til dæmis í Öskjuhlíð, Elliðaárdal eða Heið- mörk og tínum köngla, sígrænar greinar og jafnvel ber til að búa til jólaskreytingu saman. 18 Föstudagskvöld í aðdraganda jóla er skemmtilegt tækifæri til að búa til jóladrykki frá hinum ýmsu heimshorn- um, til dæmis eggnogg, heitt toddí, jólaglögg og mexíkóskt heitt súkkulaði. 19 Nú er tími til að fara í skógarhögg sem víða býðst á aðventunni og finna sitt draumajólatré í fagurri nátt- úrunni. 20 Til að létta á spennunni fyrir pakkafjöld og komandi sældarlíf er stórgaman að búa til sætan snjó- karl. 21 Í dag er dimmasti dagur ársins, vetrarsól- stöður, og upplífgandi að fara í bæinn til að skoða ljósadýrð jólanna, jóla- köttinn og jólaveina sem sjást víða á kreiki. 22 Ef ekki er þegar búið að skreyta allt í topp á heimilinu er það aldeildis tíma- bært. Upp með jólatré og jóla- ljós! 23 Þorláksmessukvöld er hátíð út af fyrir sig. Eftir skötu í mallakút er fátt jólalegra en að labba niður Laugaveg og kasta kærri jólakveðju á vini og kunningja sem við mætum. 24 Jólin koma í kvöld! Við kveikjum á kerti hjá látnum ástvinum og hlustum á aftansöng með þeim sem lifa. Njótum matar, gjafa og samveru á lífsins dýrmætu kvöldi og munum að þakka fyrir allt sem okkur var og er gefið. 12 Í nótt smellir Stekkj- arstaur kveðjukossi á kinn Grýlu mömmu sinnar og stikar stórum skrefum til byggða til að kíkja eftir skóm barnanna í gluggum, fyrstur þrettán jólasveinanna. Munum að setja skó í gluggann. 9 Finnum jólagjöf til góðgerðarmála með hjartanu og setjum undir jóla- trén í Kringlunni og Smáralind. 6 Það er notaleg fjölskyldustund að skreyta saman pipar- kökuhús með glassúr og litríku gotteríi. Líka að hnoða saman í kökur og konfekt. 8 Á aðventunni tilheyr- ir að hjúfra sig saman í jólaljósunum og horfa á hugnæmar og væmnar jólabíómyndir. Af nógu er að taka, bæði sígild kvikmynda- verk og nýjar jólamyndir á helstu efnisveitum, eins og Netflix. 7 Á tímum kórónu- veirunnar sparar tíma og fyrirhöfn að fara í búðaráp á netinu til að finna hina fullkomnu jólagjöf handa ástinni og ástvinum. 1 Fyrsti desember er loks upprunninn og bara 24 dagar til jóla! Í dag tendrum við kertaljós á dagatalskertinu. Það er líka tilvalið að taka upp húslest- ur á aðventunni og lesa Aðventu eftir Gunnar Gunnarsson. 24. nóvember 2020 JÓL 2020 8 FRÉTTABLAÐIÐ
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.